Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.2.2007 | 15:32
Traustur grunnur Íbúðalánasjóðs
Það þarf fyrst og fremst að leggja áherslu á og tryggja að allir landsmenn, alveg sama hvar maður býr, hafi greiðan og jafnan aðgang að fjármagni til húsnæðiskaupa. Lánskjör á þessum lánum til kaupa íbúðarhúsnæðis þurfa að vera á eins hagstæðum kjörum og mögulegt er á hverjum tíma. Þetta er grunnurinn sem Íbúðalánasjóður stendur á og þarf að tryggja til langframa. Ég get ekki séð að því sé betur farið með Íbúðalánasjóðinn sem heildsölubanka frekar en núverandi uppbyggingu hans, þvert á móti. Íbúðalánasjóður er í dag góð stofnun, sem sinnir sínu hlutverki vel og er þannig úr garði gerður að hann virkar ágætlega sem þjónustustofnun, sem er á annan máta heldur en sumar ríkisstofnanir að minnsta kosti.
Það var ekki breyting á lánum Íbúðalánasjóðs sem setti rót á húsnæðismarkaði af stað heldur var það innkoma bankanna á markaðinn af miklu offorsi sem ég ætla ekki að rekja hér. (Geri það seinna). Þeir voru að missa spón úr aski sínum að því að þeir töldu og vildu því gleypa bitann í heilu lagi.
Nei, við skulum hafa Íbúðalánasjóð í óbreyttu fyrirkomulagi og þannig standa vörð um þau grunngildi sem hann stendur fyrir.
![]() |
Fasteignasalar vilja að Íbúðalánasjóður verði heildsölubanki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2007 | 09:25
Landsfundahelgin mikla
Það væri gaman að fá að vita hvað það er sem gerir hinar helgarnar svona uppteknar að ekki sé hægt að halda landsfund. Ég veit að næsta helgi er upptekin auðvitað af flokksþingi Framsóknarflokksins en hitt væri gaman að vita.
Annars finnst mér þetta lykta af vel hugsuðu áróðursbragði til að brjóta upp fjölmiðlaumfjöllun annars staðar frá, ég bara verð að segja það. Líklega eru meiri líkur á að Samfylkingin þyki halda áhugaverðari landsfund en Sjálfstæðisflokkurinn. Menn sjá það fyrir sér að flest allt á landsfundi hans veki enga gífurlega eftirtekt, þar sé allt með kyrrum kjörum og útreiknanlegt. Samfylkingin gæti hins vegar haft mun áhugaverðara efni til umfjöllunar á sínum landsfundi og verður væntanlega með einhver sérstök útspil varðandi málefni kosningabaráttunnar.
Hver veit, ég þarf að spá betur í þetta.
![]() |
Var eina helgin sem var laus" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2007 | 00:20
Velferð starfsfólks
Samningur þessi vekur áhuga minn alveg sérstaklega verð ég að segja. Það að gera svona heildstæðan samning um aðgang starfsfólks að sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum er algjör nýlunda hér á landi. Þó ekki sé um að ræða ótakmarkaðan aðgang (held að um sé að ræða 6 tíma á hvern starfsmann yfir árið) þá hlýtur þetta að verða til þess að starfsfólki líði betur á vinnustaðnum og verði þannig ánægðara í starfi sínu. Fyrirtækið sér hag sinn í því að hafa starfsfólkið á þeim nótunum og þó að þetta kosti fyrirtækið einhver fjárútlát ætti það að skila sér í sparnaði, sem annars kæmi fram í fjarvistum starfsfólks frá vinnustað. Fjarvistir starfsfólks er nefnilega hægðarleikur að reikna til mikilla peninga því þá er hætta á að verkferlar gangi ekki sem skildi.
Þetta er næsta skref í mannauðsstjórnun stærri fyrirtækja svo er bara spurningin hvort og þá hvenær stærri vinnuveitendur í landinu stígi þetta skref líkt og Alcoa Fjarðaál hefur gert. Það væri gaman að sjá rannsókn á því hvernig þetta skilar sér til bæði starfsfólks og fyrirtækis. Það hljóta að vera til staðar þess lags rannsóknir erlendis frá en maður hefði áhuga á að sjá hvernig þetta kemur út hér á landi.
Nú leggst maður í upplýsingaöflun.
![]() |
Samið um velferðarþjónustu fyrir starfsmenn Alcoa Fjarðaáls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2007 | 19:59
Stefnt að stofnun nýs stjórnmálaafls
Þetta er sem sagt ennþá í bígerð og að mér sýnist ekki endilega víst miðað við orðalagið "náist um það samstaða á fundi eldri borgara og öryrkja". Það virðist svo vera þó að ekki verði um að ræða nema þá eitt framboð af þessum vettvangi en ekki tvö eins og margt benti til fyrir stuttu síðan. Annars held ég að stjórnmálaflokkur úr þessum hópi, þ.e.a.s. aldraðra og öryrkja, hafi mikinn stuðning á með sér þó aðalstefnumál þess flokks hafi víðtæka skírskotun til almennings. Um er að ræða bæði of einhæfa og of opna stefnuskrá, hvernig svo sem það kann að hljóma. Þá held ég að margir í þessum tveimur hópum séu fyrir ákveðnir og jafnvel bundnir ákveðnum flokkum varðandi sitt atkvæði í vor. Það verði því ekki um að ræða almennan stuðning úr þessum þjóðfélagshópum.
Af þessari frétt virðist manni einnig að mörg önnur stefnumál fái "skoðanakönnunarafgreiðslu" með því að öllu sé haldið opnu þannig að meirihluti þjóðarinnar ráði för.
Best að heyra í pabba og athuga hvernig augum hann lítur málið, hann er jú einu sinni eldri borgari.
![]() |
Stefnt að stofnun nýs stjórnmálaafls: Áherslum í samfélaginu verði breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2007 | 13:34
Skýið - Annar hluti
Ferðalagið hófst í raun eftir þónokkra bið og maður var farinn að hálförvænta á tímabili hvort af henni yrði eða ekki. Undirbúningurinn var þó búinn að standa yfir í mörg herrans ár og búið að stefna leynt og ljóst að henni allan þann tíma.
Ég hafði nefnilega verið áhorfandi í fjarlægð að svipaðri ferð áður og hafði þá einsett mér, án þess að vita af því fyrr en nokkru seinna, að fara þessa ferð. Tækifærið gafst skyndilega en ég hafði samt búist við því þannig að ekki var erfitt að sækja að henni.
Síðan tók við það versta. Biðin. Biðin eftir að ganga frá öllum lausum endum, sem þurfti að ganga frá áður en farið yrði af stað. Það tók langan tíma, lengri en ég hafði ímyndað mér fyrirfram. Horfurnar voru jafnvel þannig á tímabili að loksins þegar maður sá fram á að allt væri að verða klárt, myndu hlutirnir æxlast þannig að maður yrði af ferðinni með skýinu. Svo fór sem betur fer þó ekki og eftir þessa löngu bið á lokasprettinum, þegar allur undirbúningur var í rauninni frá og ég orðinn tilbúinn, þá kom loksins að því. Ég og skýið festum okkur og vorum tilbúin að leggja í hann.
Og þá sagði ég eins og snigillinn sem fékk far með skjaldbökunni, vííííí.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2007 | 13:15
Alveg til fyrirmyndar
Mér finnst vera við hæfi að óska bæði íbúum Dalvíkurbyggðar og Sparisjóði Svarfdæla til hamingju með þessa ákvörðun sparisjóðsins. Þarna er fyrirtæki, sem gengur vel í sínu starfi, að standa undir samfélagslegri ábyrgð og láta renna umtalsverða fjármuni til metnaðarfulls verkefnis í heimabyggð. Ég hef áður fjallað um slíkt varðandi Kaupfélag Skagfirðinga og finnst mér virkilega vel að verki staðið hjá viðkomandi fyrirtækjum. Framlög af þessari stærðargráðu eru ekki sjálfgefin og þau fyrirtæki sem gera slíkt eiga skilið að fá þakkir fyrir. Reyndar þykist ég vita að sparisjóðurinn hafi styrkt t.a.m. íþróttalíf á sínu starfssvæði ágætlega í gegnum árin og það hefur í sjálfu sér ekki minni þýðingu.
Til hamingju, vel gert.
![]() |
Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2007 | 11:11
Sylvía Nótt enska boltans
Þessi annars ágæti framkvæmdastjóri hefur það yfirbragð, sem títtnefnd Silvía Nótt hefur þrifist á en það er hroki (e.arrogance). Ekki þannig að skilja að þessar yfirlýsingar séu eitthvað út úr kú þannig séð hjá honum. Þetta flokkast sem þetta hefðbundna sálfræðistríð, sem viðgengist hefur milli sumra framkvæmdastjóra í enska boltanum og þá helst Ferguson og Wenger síðustu árin. Þar inn í hefur José blandað sér allrækilega síðan hann kom til Englands.
Í upphafi voru menn almennt hrifnir af honum, þar á meðal ég. Hann kom með ferska vinda með sér, sagði hluti hreint út og virtist segja allt sem honum lá á hjarta. Í upphafi fékk hann virðingu út á þetta og stóð alltaf undir nafni með þetta. En þegar á leið birtist meir og meir hjá honum sem þeir ensku túlkuðu sem hroka og einhvernveginn varð breyting hjá honum í þá áttina þegar á leið. Kannski vegna atgangs fjölmiðla og umhverfisins og að þessi leið væri einlæg túlkun hans. En þegar upp er staðið hefur hann fallið í það kram hjá þeim ensku að sýna af sér mikinn hroka í viðtölum.
Síðan geta menn séð að sumt af þessu á við einhver rök að styðjast en annað ekki. Man. Utd. hefur ekki sloppið við meiðsli í vetur eins og hann segir. Hans umgjörð gerir Chelsea veikara fyrir svoleiðis áföllum vegna þess að hann vill hafa minni hóp en margur annar stjórnandi toppliða. Skot hans á Arsenal á að hluta til rétt á sér því Wenger hefur það eðli að leita eftir ungum leikmönnum í stað þess að kaupa þá sem eru á toppnum hverju sinni. Þar hefur fjárhagurinn nokkuð að segja en einnig hans eðli. Þessi þrjú lið eru topplið og þessi skot JM eru ekki óeðlileg miðað við það sem á undan er gengið. Þetta er sálfræðileg nálgun hlutanna sem á sér einhverjar stoðir en er ekki heilagur sannleikur. Þetta fær menn til að staldra við, með hjálp fjölmiðla, og eyða orku í að bera af sér blak og jafnvel taka um borð það sem rétt er í þessu. Og þá er tilganginum náð.
![]() |
Mourinho gagnrýnir Arsenal og Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2007 | 00:20
Upplýsingar óskast takk fyrir
Getur einhver veitt mér upplýsingar um hvað þetta mál snerist og á hvaða forsendum var úrskurðað. Einnig myndi ég þiggja upplýsingar um hversu algengt það er að Siðanefnd BÍ úrskurði að siðareglur séu brotnar á einhvern hátt.
Þetta er alfarið forvitnisspurningar af minni hálfu en ég hefði gaman af því og væri þakklátur mjög ef einhver gæti gefið mér þessar upplýsingar, í heild sinni eða að hluta, hér í athugasemdakerfið.
![]() |
Siðanefnd BÍ telur Blaðið hafa gerst brotlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2007 | 21:14
Hvað er eðlilegt og hvað ekki?
Er eðlilegur fréttaflutningur af þessu máli? Mér sýnist þetta vera hið svokallaða fjölmiðlafár. Ekki það að það er kannski hreint ekkert eðlilegt í þessu máli og því ætti þá ein hlið þess sem fréttaflutningurinn er að vera það?
Ég get ekki að því gert, þó að ég sé ákaflega mikill áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar, að þá er ég eiginlega farinn að láta þetta fljóta sofandi fram hjá mér. Ætli ég lesi ekki bara um þetta í ellinni í svona "Ísland í aldanna rás" stíl. Ef mér endist þá aldur til þess að málinu verði lokið þá. Kannski þarf heila svoleiðis bók bara um þetta.
Þá er það ákveðið, eins og segir í ævintýrinu, ég geri málið upp þegar það hefur orðið sagnfræðinni að bráð.
![]() |
Jóhannes Jónsson mætti til skýrslutöku í héraðsdómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2007 | 15:40
Hið mikla taflborð stjórnmálanna ....
Er svo ekki ýkja stórt þegar upp er staðið. Ætli maður verði bara ekki að segja að þetta kemur ekkert á óvart enda fyrir mér vitað mál að Jón M. hefði ekki leitt sinn "her" í Frjálslynda fyrir önnur býtti en fyrsta sæti á lista með það auðvitað fyrir augum að komast á þing. Hann hefur marga fjöruna sopið í þeim efnum, þ.e.a.s. að reyna á þing að komast, en allt hefur það nú reynst fullerfitt hingað til. Ég sé ekki að hann hafi neitt meira í hlutina að gera núna þó á nýjan völl sé kominn. Frjálslyndir fengu rúm 2448 atkv. í RS síðast og Nýtt afl 504 og samanlagt (8%) dugar það líklega ekki fyrir þingsæti en fer þó eftir því hvernig atkvæði skiptast á milli flokkanna. Þá verður auðvitað að hafa í huga að MS fer líklegast fram í RS hefði maður haldið og líklega tekur hún helling af atkvæðum frá Frjálslyndum og í raun mun líklegra að hún næði þingsæti en Jón M. Þetta eru slæm skipti fyrir Frjálslynda flokkinn, bæði mannalega séð sem og stefnulega miðað við áherslur Jóns í innflytjendamálum. Varla hefur orðið mikill viðsnúningur hjá honum þar.
Ætli þessi "tiltekna kona" hafi verið Margrét Sverris.?
![]() |
Magnús Þór og Jón í efstu sætunum hjá Frjálslyndum í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |