Skýið - Annar hluti

Ferðalagið hófst í raun eftir þónokkra bið og maður var farinn að hálförvænta á tímabili hvort af henni yrði eða ekki. Undirbúningurinn var þó búinn að standa yfir í mörg herrans ár og búið að stefna leynt og ljóst að henni allan þann tíma.

Ég hafði nefnilega verið áhorfandi í fjarlægð að svipaðri ferð áður og hafði þá einsett mér, án þess að vita af því fyrr en nokkru seinna, að fara þessa ferð. Tækifærið gafst skyndilega en ég hafði samt búist við því þannig að ekki var erfitt að sækja að henni.

Síðan tók við það versta. Biðin. Biðin eftir að ganga frá öllum lausum endum, sem þurfti að ganga frá áður en farið yrði af stað. Það tók langan tíma, lengri en ég hafði ímyndað mér fyrirfram. Horfurnar voru jafnvel þannig á tímabili að loksins þegar maður sá fram á að allt væri að verða klárt, myndu hlutirnir æxlast þannig að maður yrði af ferðinni með skýinu. Svo fór sem betur fer þó ekki og eftir þessa löngu bið á lokasprettinum, þegar allur undirbúningur var í rauninni frá og ég orðinn tilbúinn, þá kom loksins að því. Ég og skýið festum okkur og vorum tilbúin að leggja í hann.

Og þá sagði ég eins og snigillinn sem fékk far með skjaldbökunni, vííííí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þennan hluta.  Missti af fyrsta hlutanum.  En hvenær kemur sá þriðji ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 16:19

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Sá fyrsti er hérna fyrr einhversstaðar. Sjáum til, fljótlega vonandi.

Ragnar Bjarnason, 27.2.2007 kl. 16:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er hérna.  Set það hér inn svo aðrir þurfi ekki að leita.

Skýið - Fyrsti hluti

Svo fór þá eftir allt saman. Löngum hefur verið "þannig fór um sjóferð þá" þegar einhverju er lokið og hefur líklegast verið dæmt á þá lund að ekki hafi tekist jafn vel til um ætlast var til í upphafi. Þetta felur eiginlega í sér dóm í þá veru en um leið felst í þessu vel falin hughreysting. Þó svo að svona hafi hlutir farið nú þarf ekki að örvænta heldur halda áfram. Já það er einhvers konar örlagatrú falin í þessum orðum þannig að maður gefst ekki upp heldur rís úr öskunni eða sænum og mannar sig í að líta til nýrra hluta í framhaldinu.

Ég stíg út á skýið fullur eldmóði og sé fyrir mér vítt og vel, enda er það eðli skýja eins og allir vita að vera á himni þannig að vel þau sjá til jarðar. Nákvæmlega eins og ég vil hafa það, hugsaði ég og í þann mund hófum við vegferð okkar. Ég og skýið. Ég vissi hvert við ætluðum saman og það sem mest var um vert, skýið og allir þess fylgihlutir vissu það einnig.

Við erum komin af stað leyfði ég mér að kalla út í loftið, en auðvitað þannig að enginn heyrði nema við. Þetta er gaman hugsaði ég en áttaði mig jafnframt á því að þetta var léttasti parturinn. Allt sem á eftir kæmi yrði einhvernveginn ekki eins létt fyrir okkur. Ég áttaði mig á því að ég gat ekki leyft mér að liggja aðgerðalaus á skýinu og fylgjast með öllu líða hjá. Ó nei, ég þyrfti að vinna fyrir farinu mínu ef þannig mætti að orði komast. Um það var þegjandi samkomulag okkar, sem að ferðinni stóðu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband