Alveg til fyrirmyndar

Mér finnst vera við hæfi að óska bæði íbúum Dalvíkurbyggðar og Sparisjóði Svarfdæla til hamingju með þessa ákvörðun sparisjóðsins. Þarna er fyrirtæki, sem gengur vel í sínu starfi, að standa undir samfélagslegri ábyrgð og láta renna umtalsverða fjármuni til metnaðarfulls verkefnis í heimabyggð. Ég hef áður fjallað um slíkt varðandi Kaupfélag Skagfirðinga og finnst mér virkilega vel að verki staðið hjá viðkomandi fyrirtækjum. Framlög af þessari stærðargráðu eru ekki sjálfgefin og þau fyrirtæki sem gera slíkt eiga skilið að fá þakkir fyrir. Reyndar þykist ég vita að sparisjóðurinn hafi styrkt t.a.m. íþróttalíf á sínu starfssvæði ágætlega í gegnum árin og það hefur í sjálfu sér ekki minni þýðingu.

Til hamingju, vel gert.


mbl.is Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband