Færsluflokkur: Enski boltinn

Spurning um réttmæti fyrirsagnarinnar

Fyrirsögnin er afgerandi í þessu tilviki þar sem segir "Löglegt mark dæmt af Chelsea" en innihaldið er ekki í takt við fyrirsögnina hjá fréttaritaranum því þar segir hann "líklega var sá dómur rangur" þar sem átt er við þá ákvörðun að dæma mark af Chelsea vegna rangstöðu.  Hægt hefði verið að bjarga sér með því að setja spurningamerki aftan við setninguna í fyrirsögninni nú eða vera samkvæmur sjálfum sér með því að halda innihaldi fyrirsagnarinnar til streitu í fréttinni sjálfri.

En uppskeran er bara léleg fréttamennska.


mbl.is Löglegt mark dæmt af Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins um enska boltann

Þar sem ég hef haldið með Liverpool í enska boltanum frá því að ég man fyrst eftir mér, og jafnvel lengur en það, þá hefur mér aldrei verið sérstaklega vel við nágrannafélagið Everton. Þó hefur þettat ekki rist neitt sérstaklega djúpt hjá mér þannig séð. En nú held ég að það sé að breitast til verri vegar eftir gærdaginn.

Ég stólaði nefnilega á Everton, aldrei þessu vant, á getraunaseðli gærdagsins og var með Everton - Blackburn sem öruggan leik með heimasigri. Og haldið þið ekki að þessir bölvaðir bavíanar hafi gert jafntefli og þar með var ég bara með tólf rétta í stað allra þrettán leikjanna. Aðeins pirraður verð ég að segja en þegar upp er staðið er sjálfsagt skemmtilegra að vinna almennilega fyrir peningunum í stað þess að láta þá bara detta inn á reikninginn sinn.

Vann að vísu rúmlega fjögurþúsund kall á lengjunni í gær svo þetta er allt saman í lagi.


Smá fréttir úr enska boltanum

Fyrst smá fréttir af mínu liði, Liverpool. En eins og sjálfsagt flestir vita er verið að ganga frá kaupum á Fernando Torres núna næstu daga fyrir 25-27 milljónir punda (eða 22-25m + Luis Garcia). Metfé af okkar hálfu. Þá eru líkur á því að Craig Bellamy fari frá okkur til West Ham, jafnvel í skiptum fyrir Youssi Benayoun. Mjög líklegt er síðan að Liverpool kaupi Malouda um næstu helgi á 17 milljónir og síðan jafnvel Simao á svipuðum tíma fyrir 12 milljónir. Þá hefur félagið einnig verið orðað við Carlos Tevez eins og mörg stórlið Evrópu, undanfarna daga og vikur. Nánast öruggt þykir að hann verði áfram í Englandi og er frekar reiknað með að Tevez velji Arsenal eða Man. Utd. 

Og nánar af Benayoun. Þá vill hann fara frá West Ham vegna Curbishley því hann setti hann út úr liðinu í nokkrum leikjum í vor. Ber samt Eggerti vel söguna og segir að hann hafi boðið nýjan samning fyrir nokkrum vikum en hitt ráði meiru en peningar.


Eiður Smári til Newcastle

Menn hafa verið að velta því upp í dag að Eiður Smári sé á leiðinni til Newcastle og hitti þar fyrir sinn gamla framkvæmdastjóra frá tíma sínum með Bolton, Stóra Sam.

Aðalfréttin er sú að Allardyce sé á leiðinni til Barcelona til að ganga frá kaupum á Edmilson hinum brasilíska en í raun sé hann að reyna að fá Eið, sem sagður er "out of favor" á Nou Camt, til sín í leiðinni.

Athyglisvert að sjá hvernig þessi fer fram.


Loksins

Félagaskipti Henry til Barcelona eiga eftir að verða Arsenal til góða og lyfta þeim til betri árangurs á næstu misserum. Of mikill tími hefur farið í vangaveltur í kringum hann og hafa þær, ásamt öðru orðið til þess að hann hefur heft framþróun liðsins í heild sinni.


mbl.is Arsenal og Henry staðfesta félagaskiptin til Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já er það?

Samkvæmt mínum heimildum, og ég tel þær þokkalega traustar, þá er Stóri Sam að taka við Newcastle núna á allra næstu dögum.

Ég held að staðan sé sú og menn hafi ekki trú á því að Sven virki í ensku úrvalsdeildinni.


mbl.is Eriksson langar að taka við Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn sá besti

Sammy er einn sá besti í boltanum hvað varðar thjálfun og meðhøndlun liða og leikmanna á theim grundvelli. Svo er spurningin hvort thad nái almennilega yfir í starf stjórans en hann hefur nánast ekkert verið í theim sporum thannig séð. Thad getur nefnilega verið bísna stórt skref thar á milli og gjáin djúp.

En mitt álit á honum er álíka mikið og sett er fram hjá thessum ágæta Bolton manni sem fréttin er høfð eftir.


mbl.is Sammy Lee er betri en Sam Allardyce
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fór titillinn

Ætli titillinn hafi ekki gengið Chelsea úr greipum endanlega við þetta tækifæri. Manchester hefur unnið að því hörðum höndum í síðustu tveimur umferðum að hleypa þeim með í baráttuna en ætli það sé ekki næstum því úti núna. Gæti verið að Ferguson hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði fyrir nokkrum vikum að markatalan gæti ráðið úrslitum þegar upp væri staðið. Chelsea þarf allar götur að vinna Man. Utd. stórt þegar liðin mætast til að rétta markatöluna af. Og þetta auðvitað allt saman að því sögðu að bæði lið vinni síðan hina þrjá leikina sem eftir eru í deildinni.

Ég hef ekki trú á því að Manchester fari að klikka á þeim þrem eins og þeir hafa klikkað í síðustu tveimur.


mbl.is Newcastle og Chelsea gerðu 0:0 jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegar fréttir

Gaman að sjá að menn falla ekki alltaf fyrir peningum og eru tilbúnir til að vinna áfram að því verkefni sem byrjað var á þrátt fyrir gylliboð annars staðar frá.

Ekki það að hann sé á nokkru flæðiskeri staddur fjárhagslega séð er maður eiginlega viss um.


mbl.is Benítez hafnaði boði frá Real Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já já

Kannski á næsta tímabili.
mbl.is John Terry: Getum náð Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband