Hið mikla taflborð stjórnmálanna ....

Er svo ekki ýkja stórt þegar upp er staðið. Ætli maður verði bara ekki að segja að þetta kemur ekkert á óvart enda fyrir mér vitað mál að Jón M. hefði ekki leitt sinn "her" í Frjálslynda fyrir önnur býtti en fyrsta sæti á lista með það auðvitað fyrir augum að komast á þing. Hann hefur marga fjöruna sopið í þeim efnum, þ.e.a.s. að reyna á þing að komast, en allt hefur það nú reynst fullerfitt hingað til. Ég sé ekki að hann hafi neitt meira í hlutina að gera núna þó á nýjan völl sé kominn. Frjálslyndir fengu rúm 2448 atkv. í RS síðast og Nýtt afl 504 og samanlagt (8%) dugar það líklega ekki fyrir þingsæti en fer þó eftir því hvernig atkvæði skiptast á milli flokkanna. Þá verður auðvitað að hafa í huga að MS fer líklegast fram í RS hefði maður haldið og líklega tekur hún helling af atkvæðum frá Frjálslyndum og í raun mun líklegra að hún næði þingsæti en Jón M. Þetta eru slæm skipti fyrir Frjálslynda flokkinn, bæði mannalega séð sem og stefnulega miðað við áherslur Jóns í innflytjendamálum. Varla hefur orðið mikill viðsnúningur hjá honum þar.

Ætli þessi "tiltekna kona" hafi verið Margrét Sverris.?


mbl.is Magnús Þór og Jón í efstu sætunum hjá Frjálslyndum í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Skrýtinn líkindi hjá þér nafni. Veit eiginlega ekki hver er sá sári hér.

Ragnar Bjarnason, 26.2.2007 kl. 16:16

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnar minn Margrét hefur ekki komið fram með neina stefnu hingað til.  Hún hefur heldur ekki útskýrt af hverju hún fór.  Hún hafði á sinni könnu mörg góð embætti hjá Frjálslyndum, var  m.a. Ritari flokksins framkvæmdastjóri og hún var mjög í framvarðarsveit flokksins í fjölmiðlum.  Og hún átti víst 1 sætið í Reykjavík suður.  Öllu þessu kastaði hún frá sér, þegar hun tapaði í kosningu um varaformann.  Ég tel nú að það hafi ekki verið af neinu öðru en svekkelsi út af að vinna ekki.   Það hefur ekkert borið á milli þeirra framvarðarmanna flokksins í málefnum flokksins.  Ég get sagt það hér, að henni stóð til boða þetta fyrsa sæti alveg þangað til hún sagði sig úr flokknum.  Og ég veit að eftir að hún fór, var haft samband við hana og henni boðið að koma til okkar aftur og taka leiðtogasætið í Reykjavík suður.  Ég veit meira að segja að Jón Magnússon bauðst til að draga sig til hlés ef Margrét vildi fá þetta fyrsta sæti.  Sem er höfðinglegt af honum. 

Hins vegar hefur ekkert bólað á framboði hennar eða málefnaskrá.  Þannig að það á alveg eftir að koma í ljós hvað hún er að hugsa.  Þangað til skulum við bíða með að diskutera hvort þeirra fær fleiri atkvæði. 

Eitt er víst það voru ekki málefnin sem urðu til þess að hún fór.  Svo menn geta bara getið í eyðurnar um hvað það var.    Reyndar óska ég henni velfarnaðar.  En eigum við ekki að segja að vika sé langur tími í pólitík ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 17:20

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég þakka þér greinargott yfirlit Ásthildur. Ég er ósammála þér um af hverju Margrét yfirgaf Frjálslynda reyndar. Þetta eru, eins og þú segir diskuteringar hjá mér og ég gef mér að Margrét fari fram og þá gef ég mér líka ákveðna stefnumörkun hjá hennar framboði og alveg rétt hjá þér, vika er langur tími í pólitík. Það getur vel verið að þær forsendur sem ég gef mér séu ekki réttar eða breytist og þá breytast diskuteringar einnig. Takk fyrir gott "kommet".

Ragnar Bjarnason, 26.2.2007 kl. 17:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk   Tíminn verður bara að skera úr um þetta eins og annað held ég. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband