Landsfundahelgin mikla

Það væri gaman að fá að vita hvað það er sem gerir hinar helgarnar svona uppteknar að ekki sé hægt að halda landsfund. Ég veit að næsta helgi er upptekin auðvitað af flokksþingi Framsóknarflokksins en hitt væri gaman að vita.

Annars finnst mér þetta lykta af vel hugsuðu áróðursbragði til að brjóta upp fjölmiðlaumfjöllun annars staðar frá, ég bara verð að segja það. Líklega eru meiri líkur á að Samfylkingin þyki halda áhugaverðari landsfund en Sjálfstæðisflokkurinn. Menn sjá það fyrir sér að flest allt á landsfundi hans veki enga gífurlega eftirtekt, þar sé allt með kyrrum kjörum og útreiknanlegt. Samfylkingin gæti hins vegar haft mun áhugaverðara efni til umfjöllunar á sínum landsfundi og verður væntanlega með einhver sérstök útspil varðandi málefni kosningabaráttunnar.

Hver veit, ég þarf að spá betur í þetta.


mbl.is „Var eina helgin sem var laus"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband