Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.7.2007 | 17:39
Góðar fréttir
![]() |
Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg í samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2007 | 20:08
Mér finnast...
.... þessar auglýsingar frá Umferðarstofu ágætar á sinn hátt en þar er fylgt fordæmi erlendis frá. Reynt er að fanga þann óhugnað sem hlotist getur af glæfraakstri hvers konar og vekja þannig fólk til umhugsunar um afleiðingar gjörða sinna.
Spurning svo hvort þær gera eitthvað gagn eða nái yfirleitt ekki til þeirra sem þarf að ná til.
Hins vegar hefði ég viljað vera laus við að sitja í sófanum með þriggja ára dóttur minni eftir kvöldfréttirnar áðan og reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að hún sæi auglýsinguna. Þá hefði ég verið laus við að hún væri hrædd um að dreyma illa vegna innihalds hennar.
Ég vil sem sagt að svona auglýsingar séu seinna á ferðinni í dagskránni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2007 | 20:46
Ég er stundum þreyttur
Ákaflega get ég orðið þreyttur stundum á fólki sem er engan veginn í stakk búið til að sinna starfi sínu svo vel sé. Ég er reyndar kominn á þá skoðun nú að slíkt hafi aukist all verulega á Íslandi undanfarin ár.
Það er alveg merkilegt hvað fólk getur komist upp með bara á þann hátt að hafa nægilegt sjálfstraust og jafnvel siðblindu með, hent með því brosi og óskammfeilni og komist upp með að vera í starfi sem það getur eða vill ekki leysa af hendi svo vel sé.
Þá er oft eina ráðið að trúa að karmað og "what comes around, goes around".
4.7.2007 | 22:46
Léttleiki tilverunnar
Samt ekki hinn óbærilegi held ég. Hér er einn frekar þurr og leiður um daginn, líklegast er þetta tekið fyrir reykingabann. Eitthvað áhugavert virðist samt vera í útvarpinu hjá greyinu.
Svon förum við svo með sumarstarfsmennina, ég tala nú ekki um þegar þeir eru úr Aðaldal. Fyrir þá sem ekki þekkja drenginn þá er þetta Böðvar JónsGauta og Þórdísarson. Við þurfum að geyma hann í búri þar sem hann er útkastari í Sjallanum og á það til að vera ofvirkur.
Svona þarf litla hluti til að skemmta manni stundum.
3.7.2007 | 00:21
Sýnum viljann í verki ...
30.6.2007 | 20:50
Frekir leiðsögumenn
Síðuhaldara hefur borist sú sérstæða beiðni að fjalla sérstaklega um yfirgang og frekju leiðsögumanna er fylgja ferðalöngum í hópferðabílum.
Nokkrir aðilar, sem vinna á ferðamannastöðum hafa tjáð mér að þeir séu orðnir þreyttir á frekju leiðsögumanna sem stoppa hjá þeim. Þeir vilji fá allt saman frítt, bæði aðgang sé um hann að ræða og ekki síður veitingar. Ef þeir fá síðan neikvæð svör um beiðnir sínar í þessa veru, hafi hún verið borin fram er stutt í hótunina um að stoppa þá ekki framar með hópa á sínum vegum þar og eins að allir aðrir staðir séu með allt frítt fyrir þá og því verði svo einnig að vera þarna.
Ætli þetta sé algild hegðun leiðsögumanna eða einungis einstök tilfelli? Vona og held að um það síðara sé að ræða.
28.6.2007 | 19:41
Þetta líst mér á
Ég hef dundað mér við það í gegnum tíðina að hlusta á Led Zeppelin og má eiginlega segja að hún sé nokkurn veginn í uppáhaldi hjá mér sveitin sú. Þetta eru því ekki leiðinlegar fréttir svona fyrst um sinn að minnsta kosti. Spurningin er hins vegar sú í framhaldinu hvort maður verði nokkuð vonsvikinn með uppvakninginn.
Held það samt ekki þannig að mér líst ákaflega vel á þetta.
Meira um tónlistarætuna mig seinna.
![]() |
Led Zeppelin að snúa aftur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2007 | 23:08
Á ekki eftir að virka
Því miður er þetta ekki ráðstöfun sem mun leiða af sér það sem til þarf til að stilla til friðar og vinna traust milli aðila á svæðinu.
Blair hefur sjálfur ekki traust allra aðila, telst ekki hlutlaus með öllu og verður því tortryggður af einhverjum aðilum.
Annars var ég að horfa á þáttinn "The rise and fall of Tony Blair" núna áðan og er þar margt merkilegt að finna. Þar á meðal fannst mér áhugavert að heyra um sýn Blairs á Evrópumál snemma á valdatíma hans en hann vildi að Bretar tækju forystu í Evrópu. Grundvöllur þess að mörgu leyti var þátttaka í sameiginlegum gjaldmiðli Evrópu en þar stöðvaði Gordon Brown allar tilraunir í þá átt. Var jafnvel nefnt að hræðsla Blairs til að takast á við Brown hafi verið hans helsti veikleiki allan valdatímann. Blair gekk jafnvel það langt til að ná fram þessu markmiði sínu að hann kom þeim skilaboðum til Browns að hann gæti tekið við forsætisráðherraembættinu ef þátttaka í evrunni væri tryggð. Nú er Brown orðinn forsætisráðherra en pundið spilar ennþá sína rullu af fullum krafti. "Good things come to those who wait" er það ekki?
Annað sem sagt var um Blair var að of stór veikleiki hans væri það hversu mikið hann eltist við fyrirsagnir í stað þess að horfa til framtíðar.
En kannski meira um þetta síðar.
![]() |
Brown lýsir ánægju sinni með nýtt starf Blair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2007 | 20:18
Gott framtak
Lofsvert framtak þetta hjá hjúkrunarfræðingum því það virðist greinilega ekki veita af því að vekja fólk til umhugsunar um alvarlegar afleiðingar sem bílslys geta haft.
Hugarfarsbreytingu er þörf til bætingar í þessum efnum en því miður virðist vera alltof oft ríkjandi þessi tama íslenska hugsun, "það kemur ekkert fyrir mig".
Ég held það ætti að taka það til umhugsunar að ökufantar samfélagsþjónustu þar sem þeir af eigin raun geti kynnst afleiðingum þeim sem gjörðir þeirra geta haft.
En vonandi hafa viðburðir eins og þessi ganga í dag einhver áhrif í baráttunni við hættulegan akstur á vegum landsins og afleiðingar hans.
![]() |
Mikil þátttaka í göngu gegn umferðarslysum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2007 | 21:47
Að komast hjá því að taka ákvörðun
Þegar að kjörnir fulltrúar vilja komast hjá því að taka ákvörðun mæta þeir hreinlega ekki í stað þess að fylgja því sem mönnum finnst réttara.
Eins og í öðrum sveitarstjórnum landsins var kosið um oddvitastöðu í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fyrir stuttu. Eins manns meirihluti er þar líkt og víðar en þó kastaðist í kekki innan hans í vetur en var það vegna viðræðna um sameiningarviðræður sveitarfélaga hér á svæðinu. Einn fulltrúinn skar sig frá meirihlutanum, sitjandi þó í umboði sama framboðslista og aðrir þar, og veitti sameiningarviðræðum brautargengi með aðstoð minnihlutans. Virtist líf og starf meirihluta hanga á bláþræði í framhaldi þess en hefur þó á einhvern hátt þraukað fram á þennan dag.
Þegar síðan kosið er um oddvitastöðuna á seinasta fundi mætir hann ekki heldur lætur kalla til varamann í sinn stað. Ég sé ekki annað en það sé til að þurfa ekki að taka ákvörðun hvoru megin atkvæði hans félli í oddvitakjörinu.
Menn eru kosnir til að taka ákvarðanir en ekki til að forðast þær, jafnvel þó þær séu erfiðar.
Ég hef gert það að minni skoðun og lífssýn það sem ég heyrði haft eftir tveimur mönnum fyrir nokkrum árum en í samtali þeirra segir annar að það sé geti verið svo erfitt stundum að fara eftir sannfæringu sinni. Svarið sem hann fékk frá hinum var stutt og laggott á þann veg að það vissi hann þó að hitt væri ómögulegt.
Það er kjarni málsins.