Að komast hjá því að taka ákvörðun

Þegar að kjörnir fulltrúar vilja komast hjá því að taka ákvörðun mæta þeir hreinlega ekki í stað þess að fylgja því sem mönnum finnst réttara.

Eins og í öðrum sveitarstjórnum landsins var kosið um oddvitastöðu í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fyrir stuttu. Eins manns meirihluti er þar líkt og víðar en þó kastaðist í kekki innan hans í vetur en var það vegna viðræðna um sameiningarviðræður sveitarfélaga hér á svæðinu. Einn fulltrúinn skar sig frá meirihlutanum, sitjandi þó í umboði sama framboðslista og aðrir þar, og veitti sameiningarviðræðum brautargengi með aðstoð minnihlutans. Virtist líf og starf meirihluta hanga á bláþræði í framhaldi þess en hefur þó á einhvern hátt þraukað fram á þennan dag.

Þegar síðan kosið er um oddvitastöðuna á seinasta fundi mætir hann ekki heldur lætur kalla til varamann í sinn stað. Ég sé ekki annað en það sé til að þurfa ekki að taka ákvörðun hvoru megin atkvæði hans félli í oddvitakjörinu.

Menn eru kosnir til að taka ákvarðanir en ekki til að forðast þær, jafnvel þó þær séu erfiðar.

Ég hef gert það að minni skoðun og lífssýn það sem ég heyrði haft eftir tveimur mönnum fyrir nokkrum árum en í samtali þeirra segir annar að það sé geti verið svo erfitt stundum að fara eftir sannfæringu sinni. Svarið sem hann fékk frá hinum var stutt og laggott á þann veg að það vissi hann þó að hitt væri ómögulegt.

Það er kjarni málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband