Frekir leiðsögumenn

Síðuhaldara hefur borist sú sérstæða beiðni að fjalla sérstaklega um yfirgang og frekju leiðsögumanna er fylgja ferðalöngum í hópferðabílum.

Nokkrir aðilar, sem vinna á ferðamannastöðum hafa tjáð mér að þeir séu orðnir þreyttir á frekju leiðsögumanna sem stoppa hjá þeim. Þeir vilji fá allt saman frítt, bæði aðgang sé um hann að ræða og ekki síður veitingar. Ef þeir fá síðan neikvæð svör um beiðnir sínar í þessa veru, hafi hún verið borin fram er stutt í hótunina um að stoppa þá ekki framar með hópa á sínum vegum þar og eins að allir aðrir staðir séu með allt frítt fyrir þá og því verði svo einnig að vera þarna.

Ætli þetta sé algild hegðun leiðsögumanna eða einungis einstök tilfelli? Vona og held að um það síðara sé að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veistu ég gæti alveg trúað því að þeim finnist þeir vera "god almighti" þegar þeir láta svo lítið að kíkja á sveitalýðinn. Hroki borgarbúa er engum líkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 22:14

2 identicon

Því miður þá held ég þetta sé óþægilega nærri sannleikanum, þekki það af eigin raun eftir að hafa starfað við ferðaþjónustu í 21 sumar, en þó eigum við því betur algjöra gullmola innan um, en eins og oft er þá ber meira á þeim sem frekjast og eru með yfirgang eða við gleymum að minnast á hina.

Birna í neðra (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 22:56

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já hjá sumum maðurinn minn vinnur við að keyra rútu í sumarfríinu sínu og hann segir að þetta komi oft fyrir hann er mjög  hissa á þessu þetta er mjög mikil frekja.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.7.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband