Smá fréttir úr enska boltanum

Fyrst smá fréttir af mínu liði, Liverpool. En eins og sjálfsagt flestir vita er verið að ganga frá kaupum á Fernando Torres núna næstu daga fyrir 25-27 milljónir punda (eða 22-25m + Luis Garcia). Metfé af okkar hálfu. Þá eru líkur á því að Craig Bellamy fari frá okkur til West Ham, jafnvel í skiptum fyrir Youssi Benayoun. Mjög líklegt er síðan að Liverpool kaupi Malouda um næstu helgi á 17 milljónir og síðan jafnvel Simao á svipuðum tíma fyrir 12 milljónir. Þá hefur félagið einnig verið orðað við Carlos Tevez eins og mörg stórlið Evrópu, undanfarna daga og vikur. Nánast öruggt þykir að hann verði áfram í Englandi og er frekar reiknað með að Tevez velji Arsenal eða Man. Utd. 

Og nánar af Benayoun. Þá vill hann fara frá West Ham vegna Curbishley því hann setti hann út úr liðinu í nokkrum leikjum í vor. Ber samt Eggerti vel söguna og segir að hann hafi boðið nýjan samning fyrir nokkrum vikum en hitt ráði meiru en peningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband