Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Það sem ég hef alltaf vitað ... en samt..

Það rann mér ljóslifandi fyrir sjónir í dag, sem ég hef í raun alltaf vitað en kannski ekki birst manni svo sterkt áður í einni hendingu. Maður þarf að lifa með og eiga við sína samvisku alltaf, hvern dag og hverja stund, og hún leiðbeinir manni um lífsins ólgu sjó ef maður leyfir henni það. En hins vegar þá getur maður á engan hátt stjórnað og hvað þá borið ábyrgð á annarra manna samvisku, sérstaklega ekki ef hún stangast á við þína eigin.

Merkilegt hvað litlir hlutir geta sagt manni mikið alltaf.


Enn um tónlist

Ef þið viljið sjá eitthvað svalt síðan í gamla daga þá skulið þið skoða hljómsveitina Boston, aðallega trommuleikarann. Sést þokkalega í laginu "More than a feeling" frá ´76. Einn af þeim flottari fyrir utan að Boston er þokkalega áhugaverð á sinn hátt, bæði textalega og melódískt séð.

Ein af góðu og skemmtilegu fréttunum

Þetta er algjör snilld en samt ekki, þannig séð. Gott að geta haldið áfram námi þegar að öðrum verkefnum líkur sem trufluðu skólasóknina.

Gleymdi að taka fram í tónlistarpistlinum mínum í fyrrradag og Queen er auðvitað í algjöru uppáhaldi hjá mér.


mbl.is Brian May orðinn doktor í stjörnufræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málarinn Salbjörg

Seinustu tvö kvöld höfum við Salbjörg verið upptekin við að smíða dótakassa fyrir útileikfönginS3500441 hennar og Eyhildar. Ákaflega spennandi verkefni fannst þeirri stuttu og ekki fannst henni það amalegt að fá svo að mála kassann í lok verks. Hún fékk auðvitað að velja nokkra liti sjálf og síðan hvaða hlið kassans fengi hvaða lit. Málningarvinnan var eingöngu á hennar herðum og útkoman svona nokkuð skrautleg svo ekki sé meira sagt.

S3500440Hún var ekkert smá ánægð með afraksturinn og var með það alveg á hreinu að nú ætlaði hún sko að taka til dótið sitt sem væri úti. Það væri ekki hægt að hafa það úti um allt þegar svona góður kassi væri fyrir hendi til að geyma það í.


Úr takt við tímann

Það er svo merkilegt með það að þrátt fyrir að vera ákaflega tæknilega sinnaður og jafnvel nýungagjarn á köflum þá vill svo til að ég á ekki DVD spilara eins og kannski flestir aðrir Íslendingar. Einhverra hluta vegna hefur þetta æxlast svo að ég hef aldrei séð ástæðu til að fjárfesta í slíku tæki nema þá þegar við gáfum mömmu og pabba svona lagað í jólagjöf fyrir næstum tveimur árum.

Reyndar held ég að það sé DVD drif í tölvunni minni en ég tel það nú ekki með þar sem það er ekki notað í þeim tilgangi að horfa á myndir þar í gegn.

Þetta voru tilgangslausu upplýsingar dagsins, sem tengjast klukkinu eins og ég var búinn að lofa.


Loksins, loksins

Ég fór hreinlega alveg í kerfi við þetta klukk verð ég að játa. Þakka ykkur kærlega fyrir það en á endanum mun ég uppfylla það sem klukkið útheimtir þó þetta sé eitt af því fáa sem ég þoli ekki held ég.

Annars er það nýyrði dagsins sem er "barlómskráka". Skýringar á orðinu óskast í athugasemdakerfi takk fyrir.

Gott orð annars finnst mér.  Meira frá mér á næstunni annars.


Úff

Ég er lentur í þessu klukki. Meira að segja búið að klukka mig tvisvar, svei mér þá. Bjartsýnt fólk með afbrygðum.

Á morgun segir sá lati. Ég fylgi því og geri eitthvað í þessu þá.


Eðlið er svona

Ég held að Íslendingar þurfi aðeins að hugsa sig um í þeim efnum hvernig þeir umgangast bætt kjör miðað við fyrri ár. Það á ekkert alltaf við að spenna bogann sem hæst og treysta á lukkuna bregði eitthvað útaf.

Við teygjum okkur alltaf eins nálægt greiðslugetu okkar og mögulegt er en hugsum frekar lítið um komandi tíma og hvað þeir bera í skauti sér. Ef hver og einn liti aðeins á neyslu sína og kældi sig kannski aðeins væri kannski minna um sveiflur varðandi þessi mál.

En það er auðvitað þetta hjarðeðli okkar sem alltaf ræður úrslitum.


mbl.is Kaupþing: gífurleg óvissa í íslensku efnahagslífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkefni morgundagsins

Ég var að spá í að fara í samúðargöngu vegna köngulóarinnar sem Salbjörg drap frekar snaggaralega í kvöld. Ákvað svo rétt áðan að það væri líklega ekki rétt þar sem hún gæti fundist lifandi seinna meir.

Ætli ég fái ekki líkamsmeiðingahótanir í kjölfarið.

Hugsa annars að ég eyði tímanum í eitthvað sem skiptir máli annars.


Enn ein áminningin

Menn þurfa að fara að hugsa all verulega vel um bæði öflugri forvarnir gegn brunum sem þessum sem og að hugsa upp á nýtt viðbragðsáætlanir vegna þeirra. Þetta er vá sem verður raunverulegri með hverju misserinu sem líður og verður að bregðast við á ígrundaðan hátt.

Þetta er eitthvað sem hefur ekki verið almennilega inni í myndinni nema að litlu leyti fram að þessu en nú verður að bæta úr því svo vel sé.


mbl.is Halda eldinum í skefjum við Grundartanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband