Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.6.2007 | 18:49
Sýnir í hnotskurn
Þetta sýnir í hnotskurn að Evrópusambandið verður aldrei samband Evrópu, til þess þarf annan vettvang. Stóru ríkin, sem hafa hingað til haft tögl og haldir í málefnum sambandsins eru ekki spennt fyrir því að fá stór ríki þar inn og missa einhver völd í framhaldi þess. Menn reyna að láta það líta út fyrir að snúast um annað en það er hreint og klárt yfirvarp.
Synd að svo sé því grunnhugmynd evrópusambandsins og þar af leiðandi evrópusamvinnunar er svo hrein og tær.
![]() |
Frakkar reyna að koma í veg fyrir inngöngu Tyrkja í EB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2007 | 10:17
Fastheldinn Skagafjörður
Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er sem gerir Skagafjörðinn svona fastheldinn á sitt fólk eins og mér sýnist hann hafa verið og vera enn í dag. Fólk sem er þar fætt og uppalið á ákaflega erfitt með að færa sig um set en þegar það gerist eru tengslin til baka sterkari en naflastrengur.
Ætt mín þar er tiltölulega stór. Faðir minn er einn ellefu systkina er á legg komust á Frostastöðum í Blönduhlíð á síðustu öld. Eitt þessara ellefu systkina flutti úr héraðinu, elsti bróðirinn, og hann flutti aftur heim á efri árum. Móðir mín er úr hópi sjö barna en í þeim hópi fluttust tvö í burtu en tengslin hjá þeim heim er eins farið og ég lýsti áður.
Það sem meira er hlýt ég að telja að sé, nú á tímum heims án landamæra er að tiltölulega mörg systkinabörnin eru einnig búsett í Skagafirði.
Eina aðalskýringuna á þessu held ég að móðir mín hafi komið með síðast þegar við keyrðum niður af Vatnsskarðinu og sáum yfir héraðið. "Mikið ákaflega er þetta fallegt hérað" sagði hún og átti þá við það í sínum víðasta skilningi. Það er nefnilega aðeins öðruvísi að koma í Skagafjörð af Vatnsskarðinu heldur en annars staðar á landinu. Þú hefur sýn á nær allt héraðið og útverði þess, Glóðafeyki, Tindastól, Mælifellshnjúk, Drangey og þar fram eftir götunum. Þú fyllist einhverju óútskýrðu og samsvarar þig jörðinni, moldinni, loftinu og ekki síst vatninu í héraðinu. Ég er nefnilega alinn upp í vatni að því að mér finnst, í miðju héraðinu í Héraðsvötnunum, milli vatna og allar gjörðir dags daglega fólu í sér náin kynni af þessu mikla vatnsfalli.
Kannski skýrir þetta að einhverjum hluta velgengni KS, hver veit.
Meira síðar.
18.6.2007 | 20:02
Þetta verðið þið að sjá
Mér hefur borist ákaflega athyglisvert myndband tengt kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Það er samanklippt syrpa sem stelpurnar horfðu á fyrir landsleikinn á móti Frökkum á laugardaginn var og fylgir myndbandinu ósk um stuðning á móti Serbum á fimmtudaginn.
Þetta er sálfræðileg nálgun í undirbúningi fyrir erfiðan leik sem virðist hafa gert sitt gagn í leiknum sjálfum. Endilega gefið ykkur tíma til að horfa á þetta og farið svo og styðjið landsliðið á fimmtudaginn, ég kemst nefnilega ekki en vildi samt glaður fara á völlinn.
17.6.2007 | 20:47
Blað dagsins
Stórt, mikið og ítarlegt viðtal er við Steinunni Valdísi fyrrverandi borgarstjóra og bráðum fyrrverandi borgarfulltrúa. Mikið páss lagt undir það viðtal og var það alveg þokkalegt aflestrar og farið vítt og breitt í því.
Nú svo voru staksteinar undirlagðir í hrós Kristjáni Möller til handa aukinheldur að bera af Morgunblaðinu draugagang. Heldur klénir að þessu sinni eins og svo sem oft þeir eru blessaðir.
Þá var og leitað viðbragða forsvarsmanna nemendafélaga háskólanna fjögurra, sem voru í umræðu vikunnar vegna úttektar ríkisendurskoðunar á starfi þeirra. "Hverjum þykir sinn fugl fagur" var yfirskrift þeirrar fréttar og átti svo sem vel við.
Fróðlegt aflestrar var svo viðtalið við Ellýu Katrínu Guðmundsdóttur, nýjan forstjóra umhverfisstofnunar. Lífshlaup var það titlað.
En merkilegast af öllu efni Moggans í dag fannst mér vera viðtal Hallgríms Helga Helgasonar við Daniel Tammet og hvet ég alla til að gefa sér tíma í að lesa það bæði vel og vandlega. Með viðtalinu er síðan eins konar fylgiviðtal við Ólaf Stefánsson, handknattleikskappa en hann heldur inngangserindi að fyrirlestri Daniels um einhverfu og líf með henni í HR þann 21.júní næstkomandi. Ég kolféll fyrir þessari viðtalstvennu.
Rúsínan í pylsuendanum eru svo grænu viðtölin, meðal annars við Gísla Martein borgarfulltrúa meðal annars þar sem hann segir að "Reykjavík má aldrei verða bílaborg". Gleymdi einhver að segja honum að borgin er bílaborg.
Það held ég.
17.6.2007 | 13:09
Íþróttafrétt dagsins
Nú hefur dregið til þeirra tíðinda hér á norðaustur horni landsins að héraðssamböndum innan UMFÍ hefur fækkað um eitt. Laugardaginn 9. júní síðastliðinn voru Héraðssamband Suður-Þingeyinga (HSÞ) og Ungmennasamband Norður-Þingeyinga (UNÞ) sameinuð í eitt hérðassamband og ber það nafnið Hérðassamband Þingeyinga (HSÞ) eftir sameininguna.
Þessar fréttir hafa farið frekar lágt finnst mér en þó er hægt að lesa um þetta á vef UMFÍ ( http://umfi.is/umfi/veftre/frettir/?cat_id=11857&ew_0_a_id=283563 ) sem og vef HSÞ ( http://hsth.is/?page=frettir&view=nanar&id=323 ).
Hið nýja héraðssamband nær yfir mjög stórt landsvæði en maður á eftir að sjá hvernig starfsemi þess verður hagað miðað við það.
Meira síðar um þetta.
14.6.2007 | 22:38
Mjög eldfimt ástand
Ástandið í Palestínu er mjög viðkvæmt heyrir maður og sér í erlendum fjölmiðlum staðan slæm á svæðinu.
Manni finnst skelfilegt til þess að hugsa sjóði endanlega uppúr og allt verði vitlaust. Það kemur þá líklega til með að hafa víðtæk áhrif á alþjóða samfélagið, langt út fyrir nánasta umhverfi Palestínu.
![]() |
Hamas lýsir yfir fullkomnum yfirráðum á Gasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2007 | 22:42
Við erum miðjan
Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur og á að sýna sig sem slíkan með áherslu á opið lýðræðissamfélag þar sem manneskjuleg viðhorf eru höfð í fyrirrúmi. Flokkurinn á að vinna með fólki fyrir fólk þar sem réttlæti og velferð á að ráða ríkjum. Þessi gildi hafa mikið með jafnvægi að gera og slíku náum við fram sé rétt haldið á málum nú þegar í hönd fer heildarendurskoðun á starfi og stefnumótun flokksins á næstu misserum.
Inn á við verður að horfa og ná að greina hvar farið hefur verið út af þeirri braut sem við kennum okkur við. Það þýðir ekki annað en að taka þannig á málum nú í kjölfar mikils kosningaósigurs. Aðeins á þann hátt að hafa skýr grunngildi í stafni og að allir leggist á eitt næst sá árangur sem viðunandi er.
![]() |
Valgerður kjörin varaformaður Framsóknarflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2007 | 20:10
Almennilegt
![]() |
Nýr veffréttamiðill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2007 | 20:32
Grettir dagsins
Það þarf stundum eitthvað álíta til að koma manni í aðgerðastuð. Sú var reyndar ekki raunin í dag því maður er búinn að vera að gera alveg helling í dag. Mikið verk unnið í garðinum og svo var maður með eins og eitt stykki þrekpróf á hinum magnaða frjálsíþróttavelli hér á Laugum.
En Grettir er alltaf góður, meira að segja lélegur Grettir læðir fram bros.
8.6.2007 | 23:48
Aldei þessu vant
Aldrei þessu vant er ég í grunninn sammála staksteinum Moggans í dag, merkilegt nokk. Þar er fjallað um ræðu Guðna Ágústssonar á Alþingi nýlega þar sem hann fór orðum um DV útgáfuna frægu fyrir kosningarnar í vor.
Það sem ég er sammála í þessu er það að það hreinlega þýðir ekkert að vera með eitthvað vol og væl yfir þessu og segja alla tíð hvað aðrir hafa verið vondir við mann. Of mikið hefur verið gert af því undanfarna mánuði. Sé svo, þá verður bara að hafa það. Nóg er til af málsháttum okkar og orðtökum í þá átt að halda áfram í stað þess að kveinka sér ótæpilega yfir lífsins óréttlæti. Og eins og segir í niðurlagi staksteinanna
Hinn þjóðrækni leiðtogi Framsóknarflokksins á að leita skýringa á ósigri flokksins annars staðar.
Það er þörf á annari hugsun, öðru æði og öðrum orðum en þessum á endurnýjunardögum flokksins þegar finna þarf vopnin að nokkrum hluta á nýjan leik og skapa grundvöll til frekari sóknar fram veginn.