Við erum miðjan

Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur og á að sýna sig sem slíkan með áherslu á opið lýðræðissamfélag þar sem manneskjuleg viðhorf eru höfð í fyrirrúmi. Flokkurinn á að vinna með fólki fyrir fólk þar sem réttlæti og velferð á að ráða ríkjum. Þessi gildi hafa mikið með jafnvægi að gera og slíku náum við fram sé rétt haldið á málum nú þegar í hönd fer heildarendurskoðun á starfi og stefnumótun flokksins á næstu misserum.

Inn á við verður að horfa og ná að greina hvar farið hefur verið út af þeirri braut sem við kennum okkur við. Það þýðir ekki annað en að taka þannig á málum nú í kjölfar mikils kosningaósigurs. Aðeins á þann hátt að hafa skýr grunngildi í stafni og að allir leggist á eitt næst sá árangur sem viðunandi er.


mbl.is Valgerður kjörin varaformaður Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið!!

Elva á Nýja-Sjálandi (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 00:15

2 Smámynd: Hannes Bjarnason

Alver hárrétt Ragnar!

Það er gott að vita að það finnast ennþá Framsókanrmenn sem meta hin gömlu og góðu gildi samvinnustefnunnar. Hvernig væri að gera framsóknarflokkinn að því sem hann einu sinni var - miðjuflokk. Undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar þá varð framsóknarflokkurinn að hægriafli - aldeilis óviðunandi!

Hannes Bjarnason, 13.6.2007 kl. 11:03

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Kærar þakkir Elva, sé ekki alveg hvernig í ósköpunum þú mundir eftir þessu

Ragnar Bjarnason, 14.6.2007 kl. 22:39

4 identicon

Svona kemur maður á óvart :)

Elva (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband