Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.2.2007 | 20:50
Lyfjaverð
Nú fyrr í kvöld rétt náði ég að heyra umfjöllun um lyfjaverð hér á landi og þá varð mér hugsað til atviks varðandi lyfjakaup, sem rétt var að mér í fyrravor. Svo er mál með vexti að einstaklingur þurfti að kaupa lyf, oftar en einu sinni, og fékk þá sama skammtinn afgreiddan í einu. Þegar hann fór að bera saman verðmiðana á milli skipta varð honum nokkuð hugsi.
Á einum miðanum stóð eftirfarandi:
Heildarverð 8498 - Hluti trygginga 3548- Hluti sjúklings 4950 - Afsláttur 22,1% 1094 - Til greiðslu 3856
Á öðrum miða stóð eftirfarandi:
Heildarverð 77396 - Hluti trygginga 67496 - Hluti sjúklings 9900 - Afsláttur 72,1% 7139 - Til greiðslu 2761
Um var að ræða sama lyf og sama lyfjamagn. Getur verið að lyfjafyrirtækið hafi hækkað verðið upp úr öllu valdi til að fá sem mest frá tryggingum og síðan gefið sjúklingi duglegan afslátt af afganginum til að ekki væri upphæð þar sem sjúklingurinn tæki neitt sérstaklega eftir við greiðslu lyfsins?
Mér finnst munurinn það mikill þarna á milli að ég sé ekki eðlilega skýringu þar á. Ef einhver annar hefur hana þá væri ágætt að fá að vita meira. Hvernig á þessi verðmyndun sér stað og því eru svo miklar breytingar á ekki löngu millibili? Þangað til ég fæ góðar útlistanir á þessu finnst mér þessi munur í hæsta máta óeðlilegur.
20.2.2007 | 14:19
Glæsilegt
![]() |
Knattspyrnukonur, skylmingakonur og sundkona fengu fyrstu styrkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2007 | 13:51
Frjálslyndir í NV
Ég verð að viðurkenna að þetta kemur smá á óvart. Hélt að hann myndi ekki sætta sig við annað en fyrsta sæti og átti þá alveg eins von á því að það yrði í NA kjördæmi einhverra hluta vegna. Guðjón A. hefur þá ekki viljað veðja á Reykjavík þegar allt kom til alls og í staðinn senda þeir Sigurjón í vegferð norðaustursis, sem á ekki eftir að verða honum til mikils. Nokkurs konar ókleifur hamar þar á vegi hans.
Líklegast ætla Frjálslyndir að herja verulega á sína gömlu upphafsflokka í þessu kjördæmi. Ætli þeir fái nema einn inn þegar upp er staðið, og Kristinn H. þá varaþingmaður.
![]() |
Kristinn í 2. sæti hjá Frjálslyndum í Norðvesturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2007 | 13:30
Fæðingarorlof og atvinnulífið
Ég hef kynnt mér undanfarin misseri, eins og ég hef komist til, ýmsar rannsóknir erlendis frá varðandi vinnumarkað og fæðingarorlof. Það er að segja, hvernig taka fæðingarorlofs hefur áhrif á stöðu einstaklinga hjá fyrirtækjum. Nýjasta rannsóknin fjallar um ráðningar fyrirtækja út frá fjölskylduhögum kvenna, fjölda barna og þess háttar. Það virðist vera svona heilt yfir að taka fæðingarorlofs veikir stöðu einstaklinga, aðallega kvenna á vinnumarkaðnum.
Við Íslendingar stöndum bísna framarlega varðandi rétt til töku fæðingarorlofs og nú nýverið breytti félagsmálaráðherra reglugerð um útreikninga greiðslu frá Fæðingarorlofssjóði á þann hátt að fyrra fæðingarorlof hefur ekki áhrif til skerðingar greiðslum úr honum.
Þrátt fyrir að vera í fararbroddi í þessum málum læðist að manni sá grunur að einstaklingar fái "að kenna á því" vegna töku fæðingarorlofs sem það á fullan rétt á. Ég veit að Félagsvísindastofnun HÍ er að gera viðamikla rannsókn á atvinnuþátttöku foreldra eftir fæðingu barns og verður gaman að sjá niðurstöður hennar þegar þær verða ljósar. Ef þessi grunur minn reynist á einhvern hátt réttur, sem ég hef ríka ástæðu til að ætla að sé, þá er það nauðsynlegt, hreint og beint skylda yfirvalda að grípa þar inní á þann hátt sem sæmandi er. Mestar líkur eru á að slíkt bitni frekar á konum en körlum og ekki má við því.
19.2.2007 | 17:28
VG í NV
Loksins orðinn klár listinn hjá þeim. Jón hefur þá staðist áhlaup á fyrsta sætið. Ég hef heimildir fyrir því að einhverjir hafi verið á því að skipta honum út fyrir einn fyrrverandi þingmann.
Annars er sterkur frambjóðandi í öðru sætinu, Inga er harðdugleg og fylgin sér. Að auki er síðan Hákon Frosti úr frændgarðinum.
Annars sýnist mér að Húvetningar fari ekkert sérstaklega vel út úr þessum lista.
![]() |
Listi VG í NV-kjördæmi samþykktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2007 | 14:58
Umferðargapuxar
Þá sem svívirðar umferðarreglurnar á að dæma til setu á endurhæfingarnámskeiði í umferðinni sem og til samfélagsþjónustu þar sem þeir væru jafnvel látnir vinna með einstaklingum, sem hafa farið illa út úr umferðinni á einhvern hátt. Síðan væri athugandi að hafa eignaupptöku í málum í alvarlegri kantinum auk sektar og fyrrgreindra atriða.
Alveg öruggt að einhver er ekki sammála mér. Það verður bara að hafa það, einhvernveginn verður að lágmarka hættulega hegðun í umferð okkar landsmanna.
![]() |
105 teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2007 | 14:36
Þeir er vinna bara verkin sín
Fyrir einhverjum mánuðum síðan, líklega nálægt einu og hálfu ári, varð ég fyrir því óláni að lenda inni á FSA vegna slyss, sem leiddi af sér veikindi. Þar lá ég í hartnær mánuð á meðan meðferð stóð. Ólíkt kannski mörgum þá upplifði ég góða tíma á sjúkrahúsinu, a.m.k. þann tíma, sem ég man eftir. Ég áttaði mig á því fljótlega að það var vegna framkomu og gjörða starfsfólks á þeirri deild sem ég var gestur á (L 2). Fyrir framgöngu sína og fagmennsku á allt starfsfólk, allt frá ræstitæknum til lækna, á allt þetta starfsfólk skildar mínar bestu þakkir. Það líður varla sá dagur að ég minnist þessa fólks ekki með hlýhug og þakklæti. Þetta fólk sinnti manni á þann hátt að manni fannst það vera langt umfram það sem til væri ætlast af því. Seint verður fullþakkað af minni hálfu í það minnsta.
Minn versti tími var eina nóttina þegar ég var það þjakaður af verkjum að ég grét. Það var svo ekki vegna minna verkja sem mér leið verst útaf heldur var það vegna vanlíðunar hennar yfir því að geta ekki linað mína verki sem mér leið eiginlega verst yfir. Ég hugsa oft til þessarar konu með ríku þakklæti í huga.
Ég set þetta aðallega á blað (vefinn) til að við munum að vera þakklát og minnumst þeirra sem láta gott af sér leiða í okkar daglega amstri. Það vill nefnilega stundum verða svo að auðvelda leiðin sé farin, að benda á það neikvæða, en það jákvæða sem er svo sjálfsagt en samt ekki, er látið liggja á milli hluta.
Það eru nefnilega svo margir sem vinna ekki bara verkin sín, heldur svo miklu, miklu meira.
19.2.2007 | 10:42
Golfkylfuárásin
Skil ekki alveg hvernig félaginu datt eiginlega í hug að hann yrði eitthvað skárri hjá þeim heldur en hann hefur verið í gegnum allan sinn feril.
Það gæti orðið bísna snúið að losna við hann, nema þá til Bolton. Stóri Sam treystir sér alltaf í svona verkefni.
Þetta á ekki að líðast og í framhaldi sektar myndi ég vilja sjá hann í leikbanni hjá félaginu, hreinlega láta hann rotna í varaliðinu.
![]() |
Bellamy fær þunga sekt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2007 | 22:49
60+
Eitt og annað, héðan og þaðan. Ég er á því að besta leiðin til að bæta kjör aldraðra og þeirra launalægstu í þjóðfélaginu sé að hækka persónuafsláttinn. Þetta með 10% skattinn þarfnast frekari skoðunar við. Á við um þann lífeyri sem skattur var tekinn af á sínum tíma en kannski ekki endilega um þann lífeyri sem lagður var til hliðar án skatttöku.
Greinilega verið að vinna að hætti Sf í þessu, búið að vinna mikla undirbúningsvinnu varðandi hvar sé best að róa og hvernig. Ætli eitthvað af lifi breytingar af?
![]() |
Samfylkingin: Lífeyrir mæti framfærslu lífeyrisþega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2007 | 10:53
Áfram Eiríkur
Þetta var eiginlega engin keppni fannst mér. Eiríkur stendur hinum flytjendunum flestum þónokkuð framar og lagið var svo sem þokkalegt. Textinn fannst mér aftur á móti í slakara lagi þó hann væri ekki jafn slakur og hjá Birgittu um árið. Ég spái nefnilega aðeins í texta laganna sem ég hlusta á og leyfi mér því að hafa skoðanir á þeim málum þó enga sérfræðiþekkingu hafi.
En annars til hamingju þið sem standið að þessu lagi og gangi ykkur vel í Helsinki. Þó ég sé enginn aðdáandi þessarar keppni þá fylgist maður auðvitað með gangi mála. Ég er reyndar svona hliðaraðdáandi þannnig séð því konan mín er æst í þetta.
![]() |
Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |