Fæðingarorlof og atvinnulífið

Ég hef kynnt mér undanfarin misseri, eins og ég hef komist til, ýmsar rannsóknir erlendis frá varðandi vinnumarkað og fæðingarorlof. Það er að segja, hvernig taka fæðingarorlofs hefur áhrif á stöðu einstaklinga hjá fyrirtækjum. Nýjasta rannsóknin fjallar um ráðningar fyrirtækja út frá fjölskylduhögum kvenna, fjölda barna og þess háttar. Það virðist vera svona heilt yfir að taka fæðingarorlofs veikir stöðu einstaklinga, aðallega kvenna á vinnumarkaðnum.

Við Íslendingar stöndum bísna framarlega varðandi rétt til töku fæðingarorlofs og nú nýverið breytti félagsmálaráðherra reglugerð um útreikninga greiðslu frá Fæðingarorlofssjóði á þann hátt að fyrra fæðingarorlof hefur ekki áhrif til skerðingar greiðslum úr honum. 

Þrátt fyrir að vera í fararbroddi í þessum málum læðist að manni sá grunur að einstaklingar fái "að kenna á því" vegna töku fæðingarorlofs sem það á fullan rétt á. Ég veit að Félagsvísindastofnun HÍ er að gera viðamikla rannsókn á atvinnuþátttöku foreldra eftir fæðingu barns og verður gaman að sjá niðurstöður hennar þegar þær verða ljósar. Ef þessi grunur minn reynist á einhvern hátt réttur, sem ég hef ríka ástæðu til að ætla að sé, þá er það nauðsynlegt, hreint og beint skylda yfirvalda að grípa þar inní á þann hátt sem sæmandi er. Mestar líkur eru á að slíkt bitni frekar á konum en körlum og ekki má við því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband