Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gott mál

Þetta kann ég ákaflega vel að meta hjá umhverfisráðherra okkar. Jónína er að sýna röggsemi í störfum sínum þessa dagana og þá í mjög jákvæða átt varðandi Þjórsárver sem og varðandi virkjanaframkvæmdir við neðri hluta Þjórsár þar sem hún hefur tekið af skarið varðandi eignaupptöku lands í sambandi við þær virkjanaframkvæmdir. Vel að verki staðið.
mbl.is Ætlun umhverfisráðherra að stækka friðlandið í Þjórsárverum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningargildi sagnaarfs okkar

Stór rós í hnappagat Strandagaldurs að fá þessi verðlaun. Strandagaldurinn er ágætt dæmi um menningartengda ferðaþjónustu, sem maður vildi sjá meira af gert á Íslandi. Hefur þó þessi grein ferðaþjónustunnar verið í mikilli uppsveiflu undanfarin ár og má merkja það á ýmsu, sem gert hefur verið víða um land. þetta er sproti, sem þarf að hlúa vel að á næstu árum og nýta þannig til eflingar ferðaþjónustu um allt land.

En eins og áður sagði er Strandagaldur vel að þessum verðlaunum kominn og óska ég hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn með þeirri ósk meðfylgjandi að galdrar eigi eftir að magnast um ókomin ár hjá Strandagaldri.


mbl.is Strandagaldur hlaut Eyrarrósina 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta ekki allaf vitað?

Nú er komið á hreint að ekki verður af sameiginlegu framboði aldraðra og öryrkja í Alþingiskosningunum í vor, eða er það ekki? Þó svo að stefnuskrá sé tilbúin af hálfu Átakshóps öryrkja verður þá ekki að teljast líklegt að ekki verði af frekara samstarfi milli þessara tveggja fylkinga?

Mér sýndist frá byrjun vera um að ræða einhvers konar "pot" nokkurra einstaklinga og tilraunir til að koma sjálfum sér eitthvað á framfæri. Held að það sé ekki og hafi aldrei verið einhver breiðfylking innan raða aldraðra eða öryrkja um að vinna að sérframboði þessara hópa.

Nú vil ég taka það skýrt fram að ég tel ýmislegt, sem sett hefur verið fram í ferli málsins, þarfnast úrbótar við. Það er ljóst að meira þarf að gera fyrir tekjulægstu einstaklingana í hvorum flokki fyrir sig en ekki endilega báða hópana í heild sinni.

Annað sem ég tók eftir í þessari stuttu grein var skot Arnþórs á starf Öryrkjabandalagsins í dag eða ætti maður að segja sofandahátt þess varðandi kjör öryrkja að hans mati. Virðist vera smá kergja í honum ennþá frá því að honum var gert að hætta störfum fyrir ÖBÍ.


mbl.is Viðræðum um framboð aldraðra og öryrkja slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiður tónskáldsins

Menn þurfa að hafa nokkuð góðar heimildir fyrir hlutunum til að setja fram slíkar efasemdir líkt og gert er í Morgunblaðinu í gær. Það kemur ekki á óvart að börn Friðriks taki slíku ekki vel eins og reyndin er. Friðrik var vinsæll vel og virtur sem tónskáld og heður sýnt góða innistæðu fyrir því með mörgum góðum sönglögum. Þeim hefur síðan verið haldið vel við af ýmsum flytjendum. Ég get ekki alveg séð hvers vegna eigi að rengja hann sem höfund þess lags sem um er rætt.
mbl.is Samdi Við gengum tvö skömmu fyrir 1940
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýið - Fyrsti hluti

Svo fór þá eftir allt saman. Löngum hefur verið "þannig fór um sjóferð þá" þegar einhverju er lokið og hefur líklegast verið dæmt á þá lund að ekki hafi tekist jafn vel til um ætlast var til í upphafi. Þetta felur eiginlega í sér dóm í þá veru en um leið felst í þessu vel falin hughreysting. Þó svo að svona hafi hlutir farið nú þarf ekki að örvænta heldur halda áfram. Já það er einhvers konar örlagatrú falin í þessum orðum þannig að maður gefst ekki upp heldur rís úr öskunni eða sænum og mannar sig í að líta til nýrra hluta í framhaldinu.

Ég stíg út á skýið fullur eldmóði og sé fyrir mér vítt og vel, enda er það eðli skýja eins og allir vita að vera á himni þannig að vel þau sjá til jarðar. Nákvæmlega eins og ég vil hafa það, hugsaði ég og í þann mund hófum við vegferð okkar. Ég og skýið. Ég vissi hvert við ætluðum saman og það sem mest var um vert, skýið og allir þess fylgihlutir vissu það einnig.

Við erum komin af stað leyfði ég mér að kalla út í loftið, en auðvitað þannig að enginn heyrði nema við. Þetta er gaman hugsaði ég en áttaði mig jafnframt á því að þetta var léttasti parturinn. Allt sem á eftir kæmi yrði einhvernveginn ekki eins létt fyrir okkur. Ég áttaði mig á því að ég gat ekki leyft mér að liggja aðgerðalaus á skýinu og fylgjast með öllu líða hjá. Ó nei, ég þyrfti að vinna fyrir farinu mínu ef þannig mætti að orði komast. Um það var þegjandi samkomulag okkar, sem að ferðinni stóðu.


Til hamingju Bryndís

Til hamingju með að vera komin í bikarúrslitaleikinn Bryndís. Þú verður nú að vinna svona svo maður geti sagt að þú hafir verið í góðri þjálfun hérna fyrir norðan.
mbl.is Haukar í bikarúrslit gegn Gróttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grundvallarmannréttindi

Ég vona að þessari umleitan verði tekið af myndugskap og brugðist skjótt við þannig að þessi mál verði sett á þann stall sem verðugt er. Samþykkjum í einu og öllu umleitan Félags heyrnarlausra því um er að ræða grundvallarmannréttindi heyrnarlausum til handa.
mbl.is Félag heyrnarlausra sendir áskorun til alþingismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálaástandið í dag

Smá hugleiðing sem ég ber með mér síðan í gærkvöldi og kviknaði í framhaldi bókalesturs, eins og svo oft áður.

Stundum er talað um að hlutirnir gangi í hringi og sömu aðstæður komi fram með reglulegu millibili. Ég get séð, með góðum vilja, að stjórnmálaástandið í dag virðist ekki vera neitt voðalega frábrugðið því landslagi sem var í aðdraganda alþingiskosninga árið 1987. Reyndar með pínulítið breyttum formerkjum þó.

Sjálfstæðisflokkurinn fór í sögulegt lágmark að því að mig minnir og var það auðrekjanlegt til sérframboðs Alberts heitins Guðmundssonar í formi Borgaraflokksins sáluga. Í þessu legg ég nokkuð að jöfnu væntanlegt framboð Margrétar Sv. (þá í formi vinar litla mannsins vonandi þannig að samlíkingin verði sem sönnust) og að það framboð höggvi stærstu skörðin í Sjálfstæðisflokkinn. Nokkuð hefur dregist á langinn hjá Margréti að koma með sitt framboð þanning að það endar líklega á að vera á svipuðum tíma á ferðinni og Borgaraflokkurinn var á sínum tíma. Gæti reyndar verið að Margrét Sv. sé að ná kvennalista yfirbragði á sitt framboð í viðbót.

Framsóknarflokkurinn var í þónokkurri vörn gegn hörðum árásum jafnaðarmanna (Alþýðuflokksins eða hvað menn vilja kalla það, og þá aðallega Jóns Baldvins). Ég sé reyndar ekki að JBH sé að koma inn aftur en það er önnur saga. Þessar árásir koma í dag aðallega frá ákveðnum væng Sf. en þó er Steingrímur J alltaf jafn örlátur á sínar glósur Framsókn til handa (virðist hafa sérstaka ánægju af árásum á Valgerði Sv. en lílega er það bara hin rammróttæka femíníska taug hans, sem ræður ríkjum varðandi það). Framsókn í dag er reyndar verr stödd en þá og segir manni það að þessar árásir virka eitthvað.

Samfylkingin er í dag á góðri leið með að vera með gott Alþýðuflokksfylgi eins og það gerðist best þá en er auðvitað óásættanlegt fyrir Sf nú um stundir eins og margir hafa verið til að benda á. VG er þá auðvitað gamli vinstri róttæki flokkurinn sem lungann af síðustu öld var stærri en jafnaðarmannaflokkurinn, í hvaða formi sem hann nú var.

Frjálslyndir hafa þá það hlutskipti nú um stundir að vera á leið til brotthvarfs úr pólitísku litrófi þó líklegast nái hann að lifa kosningarnar af og þannig ná líftíma eitthvað lengur.

Þegar upp er staðið eru aðstæðurnar kannski ekki svo alltof líkar þegar öllu er á botninn hvolft, a.m.k. ekki eins líkar og ég hélt í upphafi. Ég kem nefnilega ekki Samtökum um kvennalista inn í litróf dagsins í dag og ekki Frjálslynda flokknum í litrófið ´87. En ef líkindin eru til staðar þá verður ríkisstjórn D, B og Sf starfhæf í rétt ár og síðan B og Sf með einhverjum frekari stuðningi í framhaldi af því. Var svo að heyra af væntanlegu framboði í NA kjördæmi (Eyjafirði) núna rétt áðan í nafni Alþýðuflokksins. Ein líking þá til viðbótar enn, sérframboð að hætti Stefáns Valgeirssonar, þó úr öðrum flokki sé nú á dögum.

Svona geta hugsanir manns verið skemmtilegar (að því að manni sjálfum finnst) á stundum.


Skemmdarverk á marga vegu

Það hafa verið á liðnum árum og áratugum og verða alltaf einhver samtök fólks, sem ástunda þvílík vinnubrögð og þarna um ræðir. Í raun er þetta sorglegt því öfgar í þessa áttina, líkt og allar öfgar, skemma líklega mest fyrir þeim, sem berjast á heiðarlegan hátt fyrir hugsjónum sínum. Þeir aðilar standa eftir með sístu stöðuna í málinu en ekki það sem verið er að berjast á móti. Svona hegðun er ekki ásættanleg frá neinu sjónarmiði.
mbl.is Segjast hafa skemmt vinnuvélar í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnréttisáætlun

Það er ágætt að endurskoða áætlun í jafnréttismálum en huga verður einnig að leiðum til að ná markmiðunum. Helsta verkefnið að mínu mati, er að ná að útrýma kynbundnum launamun eins og hann mælist nú. Það er hreinlega ekki ásættanlegt að launamunur bundinn við kyn sé til staðar.

Varðandi aðra hluti liggur leiðin uppá við og virkar áætlanir þurfa á sífelldri endurskoðun að halda eigi þær að vera lifandi stjórntæki við að ná markmiðum sem sett eru.


mbl.is Endurskoðuð áætlun í jafnréttismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband