Skýið - Fyrsti hluti

Svo fór þá eftir allt saman. Löngum hefur verið "þannig fór um sjóferð þá" þegar einhverju er lokið og hefur líklegast verið dæmt á þá lund að ekki hafi tekist jafn vel til um ætlast var til í upphafi. Þetta felur eiginlega í sér dóm í þá veru en um leið felst í þessu vel falin hughreysting. Þó svo að svona hafi hlutir farið nú þarf ekki að örvænta heldur halda áfram. Já það er einhvers konar örlagatrú falin í þessum orðum þannig að maður gefst ekki upp heldur rís úr öskunni eða sænum og mannar sig í að líta til nýrra hluta í framhaldinu.

Ég stíg út á skýið fullur eldmóði og sé fyrir mér vítt og vel, enda er það eðli skýja eins og allir vita að vera á himni þannig að vel þau sjá til jarðar. Nákvæmlega eins og ég vil hafa það, hugsaði ég og í þann mund hófum við vegferð okkar. Ég og skýið. Ég vissi hvert við ætluðum saman og það sem mest var um vert, skýið og allir þess fylgihlutir vissu það einnig.

Við erum komin af stað leyfði ég mér að kalla út í loftið, en auðvitað þannig að enginn heyrði nema við. Þetta er gaman hugsaði ég en áttaði mig jafnframt á því að þetta var léttasti parturinn. Allt sem á eftir kæmi yrði einhvernveginn ekki eins létt fyrir okkur. Ég áttaði mig á því að ég gat ekki leyft mér að liggja aðgerðalaus á skýinu og fylgjast með öllu líða hjá. Ó nei, ég þyrfti að vinna fyrir farinu mínu ef þannig mætti að orði komast. Um það var þegjandi samkomulag okkar, sem að ferðinni stóðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband