Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.2.2007 | 18:07
Skynsamlegt
![]() |
Einn á hjóli hjá VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2007 | 15:42
Sáttmáli til sóknar
Það er ánægjulegt að sjá sterkt fyrirtæki á landsbyggðinni, sem tekur sér ábyrga stöðu í samfélagi sínu og sýnir þar með samfélagslega ábyrgð. Þarna á ég við Kaupfélag Skagfirðinga en félagið ákvað á síðasta aðalfundi sínum að verja 70 milljónum til eflingar skólastarfi í héraðinu gegn því að sveitarfélögin legðu til verkefnisins 30 milljónum. Þetta verkefni var nefnt "sáttmáli til sóknar" og á að standa yfir næstu fjögur árin. Í haust samþykktu sveitarfélögin þátttöku sína í verkefninu og hefur sérstök verkefnisstjórn tekið til starfa. Verkefnið er nokkuð víðtækt og nær til allra skólastiga, allt frá leikskóla til háskóla en verkefnisstjórnin hefur þónokkuð frjálsræði til úthlutunar styrkja þó ekki sé ætlast til að úthlutað sé til hefðbundinna fjárfestinga.
Virðingarvert framtak og öflugt.
24.2.2007 | 14:10
Hinar sívinsælu skoðanakannanir Fréttablaðsins

24.2.2007 | 12:51
Klæðning og GIB
![]() |
Risahola gleypti nokkur hús í Gvatemala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2007 | 11:16
Áhugavert
![]() |
95 sóttu um styrki úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2007 | 23:47
Rats
![]() |
Rottur bregða á leik á veitingastað í New York |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2007 | 21:11
Elsku leynivinur
Mér sýndist Hjálmar Árnason bera af í leynivinaleiknum á Alþingi, sem sýnt var frá í Kastljósinu nú í kvöld. Stóð sig með prýði í að gleðja sinn leynivin.
Svo fannst mér heldur slakar afsakanirnar hjá Steingrími J. fyrir því að hafa ekki glatt hana Valgerði leynivin sinn. Hann hefði a.m.k getað sent henni fallegt sms í gegnum netið.
Vantaði bara í þetta að Sæunn Stef. hefði verið leynivinur Valdimars Leós. Snilldin eina.
23.2.2007 | 19:40
Nokkuð ljóst með hverjum á ekki að starfa
Ég held að Steingrímur hafi gert það alveg ljóst að hann vill ekki starfa með Framsóknarflokknum eftir kosningar, alla vega ekki í ríkisstjórn. Hann skaut svona einna föstustu skotunum að þeim flokki, svona eins og við séum liggjandi nú þegar og hann sé að gefa okkur náðarsparkið. Mér sýnisst hann ekki hafa þorað að nafngreina aðra flokka í þessa átt þó svo að eitthvað hafi hann minnst á að þeir þyrfu sumir hverjir að hugsa sitt. Reyndar hef ég það fyllilega á tilfinningunni að þetta hafi aðallega verið tilbeiðsla til Sjálfstæðisflokksins miðað við hvað þeir fengu lítið frá honum og eins eftirfarandi setning hans um félaga sína í núverandi stjórnarandstöðu:
"og við munum ekki ganga skuldbundnari til kosninga að þessu leyti heldur en samstarfsflokkar okkar í stjórnarandstöðunni eru tilbúnir til að gera"
Ef að hann telur Framsóknarflokkinn vera hækju í núverandi stjórnarsamstarfi hvernig ætli hann og hans flokkur verði þá?
![]() |
Steingrímur: Bullandi stemning fyrir því að fella ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2007 | 14:50
Hafa þeir ekki alltaf verið mát?
Ég taldi mig vita að eða hélt alltaf að dýralæknar væru einmitt mát í því stríði að geta unnið gegn riðuveikinni á grundvelli þekkingar. Hefur ekki einmitt alla tíð vantað þekkingu eða staðreyndir í þessi mál og því hefur baráttan byggst á líkindum miðað við þær rannsóknir sem liggja fyrir og kannski þess vegna hafi verið tekin sú stefna að beita aðferðum, sem notaðar voru í baráttu við fyrri tíma sauðfjársjúkdóma eins og t.d. mæðuveikinni. Eldri menn hafa reyndar sagt mér að riðuveiki hafi verið að finna í eldri fjárstofnum fyrir mæðuveikisniðurskurð og þá hafi sýnilega sýktar ær hreinlega verið skornar en töldu sig sjá arfgengi í sjúkdómnum. Þeir töldu einnig að riðuveikin hefði á einhvern hátt breyst í háttalagi eftir það.
Er þetta ekki þungamiðjan í þessum málum, menn hafa aldrei náð almennilegri þekkingu á þessum sjúkdómi, sérstaklega ekki smitleiðum og þess vegna næst ekki endanlegur árangur?
![]() |
Dýralæknar mát vegna nýs riðutilfellis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2007 | 09:44
Níðingsskapur og heigulsháttur
Aldrei hefur manni þótt mikið til svona athafna koma, að ganga erinda níðingsskapar verður maður eiginlega að segja, í skjóli nafnleyndar. Ekki gerir það hlutina skárri að bréfið virðist jafnvel skrifað af lögfræðingi eða lögfróðum aðila. En hvort ætli bréfinu sé ætlað að hafa áhrif til sýknu eða sektar? Ég tel ákveðna áhættu vera á því að þetta hafi einhver áhrif á framgang mála þó svo að það ætti ekki að gera það.
Þegar upp er staðið finnst manni það vera alveg á hreinu að svona lagað á ekki að koma fram nafnlaust, ef það kemur fram á annað borð. Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur en kannski bara í stíl við þennan farsa allan.
![]() |
Óskar eftir fundi vegna nafnlauss bréfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |