Nokkuð ljóst með hverjum á ekki að starfa

Ég held að Steingrímur hafi gert það alveg ljóst að hann vill ekki starfa með Framsóknarflokknum eftir kosningar, alla vega ekki í ríkisstjórn. Hann skaut svona einna föstustu skotunum að þeim flokki, svona eins og við séum liggjandi nú þegar og hann sé að gefa okkur náðarsparkið. Mér sýnisst hann ekki hafa þorað að nafngreina aðra flokka í þessa átt þó svo að eitthvað hafi hann minnst á að þeir þyrfu sumir hverjir að hugsa sitt. Reyndar hef ég það fyllilega á tilfinningunni að þetta hafi aðallega verið tilbeiðsla til Sjálfstæðisflokksins miðað við hvað þeir fengu lítið frá honum og eins eftirfarandi setning hans um félaga sína í núverandi stjórnarandstöðu:

"og við munum ekki ganga skuldbundnari til kosninga að þessu leyti heldur en samstarfsflokkar okkar í stjórnarandstöðunni eru tilbúnir til að gera"

Ef að hann telur Framsóknarflokkinn vera hækju í núverandi stjórnarsamstarfi hvernig ætli hann og hans flokkur verði þá?


mbl.is Steingrímur: Bullandi stemning fyrir því að fella ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er einfalt VG á að sparka í Framsókn og xS á að drulla á xD þetta er kaffibollaplanið. Ingibjörg er bara hryllilega slæmur stjórnmálamaður að hún þarf ekki annað en að opna á sér tullann og fylgið hjá okkur Sjálfstæðismönnum ríkur upp. Kannski þið ættuð að borga henni fyrir að tala gegn ykkur í framsókn ég meina þið getið ekki annað en farið upp við það, í versta falli standið þið í stað.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 21:40

2 identicon

Heill bróðir góður.

Mér sýnist nú bara að Vinstri Grænir hafi á stefnuskrá sinni það sem framsóknarflokkurinn var þekktur fyrir á tímum Steingríms Hermannssonar. Betur hefði verið hafi framsóknarflokkurinn haldið sig á þeirri braut.

En það var ekki raunin. Þau regin mistök í framsóknarflokknum að láta af sinni eigin stefnu og ættleiða hreinræktaða hægri stefnu hefur reynst flokknum afdrifaríkt. Þannig lagað séð liggur er þetta góð samlíking að Steingrímur Sigfússon sé að greiða framsóknarflokknum náðarsparkið. Kannski er hann einmitt að því.

Sá framsókanflokkur sem ég studdi eindregið, var umhverfisvænn, var á móti einkavæðingu og bar hag almennings fyrir brjósti. Þessum gildum hefur því miður ekki verið haldið á lofti undanfarin ár, þar sem framsókanflokkurinn hefur í samvinnu við sjálfstæðisflokkinn staðið fyrir hreinni hægri stefnu. Það hefur verið ömurlegt að horfa upp á meðal annars einkavæðingu, þar sem örfáir eingarsterkir einstaklingar græða, upp á stóriðju, sem annars allstaðar í hinum vestræna heimi er lögð niður og flutt til þróunnarlanda, hefur verið meginstefna stjórnvalda.

Það var stórslys að mínu mati þegar Steingrímur Hermannsson lét af formennsku og við tók einstaklingur sem leiddi flokkinn inn í umhverfi hægrisinna.

Það verður gaman að fylgjast með hvort nýrri kynslóð framsóknarmanna og kvenne tekst að endurreisa framsóknarflokkinn og færa hann þangað sem hann svo sannarlega á heima. Því það er ljóst að nýja kynslóðin á langa og stranga ferð framundan sér.

Hannes Bjarnason

Hannes Bjarnason (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband