Lyfjaverð

Nú fyrr í kvöld rétt náði ég að heyra umfjöllun um lyfjaverð hér á landi og þá varð mér hugsað til atviks varðandi lyfjakaup, sem rétt var að mér í fyrravor. Svo er mál með vexti að einstaklingur þurfti að kaupa lyf, oftar en einu sinni, og fékk þá sama skammtinn afgreiddan í einu. Þegar hann fór að bera saman verðmiðana á milli skipta varð honum nokkuð hugsi.

Á einum miðanum stóð eftirfarandi:

Heildarverð 8498 - Hluti trygginga 3548- Hluti sjúklings 4950 - Afsláttur 22,1% 1094 - Til greiðslu 3856

Á öðrum miða stóð eftirfarandi:

Heildarverð 77396 - Hluti trygginga 67496 - Hluti sjúklings 9900 - Afsláttur 72,1% 7139 - Til greiðslu 2761

Um var að ræða sama lyf og sama lyfjamagn. Getur verið að lyfjafyrirtækið hafi hækkað verðið upp úr öllu valdi til að fá sem mest frá tryggingum og síðan gefið sjúklingi duglegan afslátt af afganginum til að ekki væri upphæð þar sem sjúklingurinn tæki neitt sérstaklega eftir við greiðslu lyfsins?

Mér finnst munurinn það mikill þarna á milli að ég sé ekki eðlilega skýringu þar á. Ef einhver annar hefur hana þá væri ágætt að fá að vita meira. Hvernig á þessi verðmyndun sér stað og því eru svo miklar breytingar á ekki löngu millibili? Þangað til ég fæ góðar útlistanir á þessu finnst mér þessi munur í hæsta máta óeðlilegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband