Áfram Eiríkur

Þetta var eiginlega engin keppni fannst mér. Eiríkur stendur hinum flytjendunum flestum þónokkuð framar og lagið var svo sem þokkalegt. Textinn fannst mér aftur á móti í slakara lagi þó hann væri ekki jafn slakur og hjá Birgittu um árið. Ég spái nefnilega aðeins í texta laganna sem ég hlusta á og leyfi mér því að hafa skoðanir á þeim málum þó enga sérfræðiþekkingu hafi.

En annars til hamingju þið sem standið að þessu lagi og gangi ykkur vel í Helsinki. Þó ég sé enginn aðdáandi þessarar keppni þá fylgist maður auðvitað með gangi mála. Ég er reyndar svona hliðaraðdáandi þannnig séð því konan mín  er æst í þetta.


mbl.is Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála, Eiríkur er án vafa landi og þjóð til sóma, mesti töffari í Evrópu. Ég bíð eftir grein um það hversu örvæntingar fullir samfylkingarmenn eru orðnir, að meira að seigja formaður flokksins leyfir sér að blóta Framsóknarflokknum fyrir framan myndavélar (fréttir stöðvar 2).

Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 22:04

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já já, og fylgdi ekki með lítt dulbúin morðhótun til Framsóknarmanna að norðan??

Ragnar Bjarnason, 18.2.2007 kl. 22:50

3 identicon

Sæll frændi, gott hjá þér að setjast í bloggheima, þá getur maður fylgst með.

Heyrði viðtal við textahöfundinn á sunnudaginn þar sem hann sagði að textinn hafi upphaflega orðið til á ensku og því spurning hvort þessum íslenskta texta hafi verið hnoðað saman í fljótheitum til bráðabirgða.

Ég heyrði Eirík taka þetta á ensku í lokin á endurtekningunni í úrslitunum og þetta er allt annað lag á ensku, meira alvöru metal.

kveðja úr landi Þórhildar

Rúnar Birgir Gíslason

Rúnar Birgir Gíslason (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband