Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.3.2007 | 13:28
Gimsteinar í mannsorpinu
Ég horfði á heimildarmynd um Ghengis Khan í gærkvöldi og það kom hugsunum mínum á flug. Ég fór að velta fyrir mér lífinu almennt og fólki sem maður hefur hitt, umgengist og unnið með á lífsferli sínum. Þá mundi ég eftir vísukorni eftir Bólu-Hjálmar sáluga, en ég hef alltaf haft miklar mætur á honum. Vísustúfurinn fangaði í raun allar mínar hugsanir í gærkvöldi.
Víða til þess vott ég fann
Þó venjist oftar hinu
Að Guð á margan gimstein þann
Er glóir í mannsorpinu
Hann synti á móti straumnum á sínum tíma og ég held að við öll upplifum eitthvað í líkingu við það einhverntímann á ævinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2007 | 10:24
Allur vari hafður á
![]() |
Samfylkingin með 19,2% fylgi samkvæmt könnun Fréttablaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2007 | 23:02
Ég veit ekki um ykkur .....
en mér finnst þetta alveg ótrúlega fyndið. Svona getur maður stundum (ekki alveg alltaf væri kannski rétta setningin) skemmt sér yfir óförum annarra. Þetta á ábyggilega eftir að þýða marga brandara á kostnað kvenökumanna frá karlpeningnum
Greyið stelpan að lenda í þessu.
![]() |
Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2007 | 18:40
Metnaðarfullt
Jæja, þá er komið fram a.m.k. vinnuheiti á nýja flokknum hennar Margrétar Sverris. og Ómars. Nafnið sem notað er í vinnuheiti finnst mér vera þónokkuð metnaðarfullt í það minnsta. Ég hefði frekar hugsað mér eitthvað kannski aðeins lágstemmdara og mér heyrist það einnig vera raunin á flestum í kringum mig sem maður heyrir í. Annars datt Anitu í hug nafnið "Glænýtt afl" þegar ég var að segja henni frá þessu. Hún ætti kannski að láta það berast til þeirra.
Ef það eru almenn viðbrögð þá er kannski aldrei að vita nema vinnuheitinu verði breytt þegar fram í sækir. Það er reyndar ekki að verða mikill tími til stefnu.
Maður er bara orðinn spenntur að sjá hvernig stefnuskráin kemur til með að líta út svona í fullri lengd.
Það held ég.
![]() |
Íslandsflokkurinn vinnuheiti á áformuðu þingframboði Margrétar Sverrisdóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 16:07
Haukar bikarmeistarar í kvennaflokki
Ágætur leikur hjá Haukum þó byrjunin hafi ekki verið neitt sérstök. Til hamingju Bryndís, hárbandið þitt var ekkert sérstakt.
Annars held ég ekkert með Haukum sko.
![]() |
Haukar bikarmeistarar í kvennaflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 12:33
Skýið - Þriðji hluti
Ferðalagið var hafið og það átti í upphafi að vera tímalaust, eða eins tímalaust og hægt er miðað við þann tíma sem okkur er gefinn hér á jörð. Annað kom þó á daginn eins og gefur að skilja af þessari frásögn. Líklega hefði hún ekki orðið til nema tímaleysið heðfi skyndilega endað.
Allt saman fór vel af stað og langflestir, sem á vegi okkar urðu tóku vel við okkur. Allavega í heildina litið, með einhverjum undantekningum þó, svona eins og gengur og gerist. Smátt og smátt dró úr spennunni, sem byggst hafði upp fyrir upphaf ferðar og maður náði að meta umfang hlutanna og hemja ákefðina. Leiksvið ferðalagsins var mér síður en svo ókunnugt og því kunni ég ákaflega vel. Ég hafði að vísu bætt við mig skýinu mínu og svo fleiri nákomnum, er studdu mig vel í gegnum alla byrjunarörðugleikana er litu dagsins ljós.
Maður er alltaf partur af einhverri heild sem síðan er hluti stærra samhengis og svo fram eftir götunum. Ég áttaði mig á þessu, ótrúlegt en satt og tók nýju umhverfi okkar sem ákveðinni áskorun, sem þyrfti bæði að sigrast á og vinna með. Mér var það fyllilega ljóst að ég þyrfti einmitt að gera báða þessa hluti, sigrast á og vinna með. Það var minn mikli styrkur í upphafi sem og í ferðalaginu öllu.
Ég var nú búinn að fóta mig í nýju umhverfinu og það gekk mjög vel, þökk sé kunnáttu minni á hlutunum fyrirfram. Þá þurfti ég einungis (manni er svo tamt að tala um stóru hlutina í lífinu sem litla með því að gefa þeim minna vægi í orðum manns í frásögnum en það er í sjálfu sér seinni tíma pæling) að setja stefnuna og ákveða hvað yrði gert. Það var nú það.
Raddirnar sögðu mér að halda áfram.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2007 | 09:57
Gallagripir
Þetta hafa verið algjörir gallagripir hjá þeim Toyota mönnum. Búinn að eiga einn í eitt og hálft ár og gallarnir hafa verið full margir fyrir minn smekk. Fyrst viðurkenndur galli í heddi, sem auðvitað fór hjá manni eftir kostnaðarþátttöku tíma Toyota og síðan er maður búinn að fá tvo eða þrjú bréf frá þeim um minni háttar galla í hinu eða þessu.
Frekar pirrandi. Ætli maður skipti ekki bara um bíl til að losna við svona.
![]() |
Öxulgalli í Land Cruiser |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2007 | 00:08
Sterkur sjóður
Það er greinilega ekki í tísku um þessar mundir að vera lítill. Það fæðist við þessa sameiningu sterkur lífeyrissjóður sem er auðvitað öllum aðilum í hag. Margir félagar og tiltölulega sterk fjárhagsleg staða ef ég þekki hlutina rétt. Veit þó reyndar minna um Lífeyrissjóð Austurlands heldur en Lífeyrissjóð Norðurlands.
Eitt megum við Íslendingar þó eiga og það er að lífeyrissjóðakerfið okkar stendur ágætlega í heildina séð og það skilar sér.
Hvaðan ætli nafnið sé annars komið?
![]() |
Lífeyrissjóðir Austurlands og Norðurlands sameinast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2007 | 19:46
Hver er svo traustins verður?
Þessar spurningar hafa alltaf verið í uppá haldi hjá mér án þess að ég geti útskýrt það á einhlýtan hátt. Kannski er það að hluta til vegna þess að maður fær að spegúlera beint um einstaklinginn en ekki endilega flokkinn sem hann leiðir eða er hluti af þó svo að það verði aldrei aðskilið.
Samkvæmt þessu fær Geir bara nokkuð góða niðurstöðu, betri en Davíð á sínum tíma. Segir það okkur að hann hafi breiðari skýrskotun og mýkra viðmót sem fellur alltaf svo vel í kramið. Það virðist ekki skaða hann mikið hvað hann hefur verið á stundum óheppinn með orðaval sitt svo ekki sé meira sagt og þrátt fyrir að hann hafi næstum verið "týndur" á tímabili einnig.
Steingrímur getur líka vel við sinn hlut unað í þessum efnum. Fær óhemju mikið traust miðað við að vera í forsvari fyrir róttækan (sem er nú kannski ekki róttækur nema að hluta, sjá fyrri færslu) vinstri flokk. Ég held að það myndi ekki gerast nema hér á landi. Heyrði reyndar eftir einum gömlum manni fyrir seinustu helgi sam var alveg búinn að missa nokkra trú á hann og líkti honum jafnvel við ónefndan einræðisherra sem uppi var á síðustu öld.
Aðrir flokkaleiðtogar geta nú ekki verið sáttir við sína útkomu í þessu. Algjört hrap hjá Ingibjörgu og Guðjón Arnar mælist varla. Veit ekki alveg með frjálslynda en þetta er ekki gott fyrir Samfylkinguna að sá einstaklingur sem mest hefur verið talað um sem forsætisráðherra undanfarið úr liði stjórnarandstöðunnar er ekki að fá betri niðurstöðu en þetta.
Jón mælist frekar neðarlega, mun neðar en Halldór gerði á sínum tíma. Það sem stendur Jóni auðvitað mest fyrir þrifum er hve stutt er síðan hann kom inn í stjórnmálin og hefur þar með ekki náð að gera sig sýnilegan á þann hátt að fólk myndi sér skoðun á honum í þennan starfa. Ég veit þó að þegar Jón fer að síga betur inn hjá almenningi og hans persónuleiki og lífssýn fer að koma skýrar fram mun hann fá allt aðrar niðurstöður. Hann kom inn sem óþekkt stærð og sjálfsagt margir sem ekki hafa ennþá áttað sig á honum. Framkoma hans í Silfri Egils um síðustu helgi var í raun það fyrsta sem hægt var að sjá af honum til að geta myndað sér skoðun á honum varðandi starfa forstætisráðherra. Ég veit um marga sem þannig er um farið en líka einnig um margt fólk sem hann er farinn að hafa áhrif á.
Það held ég.
![]() |
Flestir telja að Geir muni standa sig vel sem forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2007 | 14:07
Má segja þetta í dag?
Eða er ég bara tepra? Ég var að hlusta á hálf tólf íþróttafréttirnar í morgun og heyrði þar í Geir Magnússyni spjalla við þjálfara karlaliðs ÍR í körfuknattleik. Meðal annars sem fór þeim í milli voru spádómar um hvernig rimmur í 8 liða úrslitum gætu farið. Þegar þeir voru búnir að spá í 2 viðureignir varð Geir svo að orði "það er náttúrulega ekki fyrir hvítan mann að spá í þessar tvær viðureignir".
Ég hélt að svona orðalag væri orðið frekar óæskilegt í daglegri notkun, sérstaklega í útvarpi allra landsmanna. Þetta væri svona í anda þess að það þurfti að endurskýra ævintýrið um Mjallhvíti sem "Mjallhvít og vaxtarheftu mennirnir sjö" og þar fram eftir götunum.
Ég veit það ekki.