Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Góðar fréttir

Það er hagur allra að samkomulag um kjarasamning kennara sé í höfn og því ber að fagna. Það er ánægjulegt að ríkissáttasemjari skuli hafa tekið af skarið og komið fram með tillögu sem báðir aðilar sættust á. Þar með hlýtur að vera úr sögunni sú óvissa um skólastarf grunnskólans sem vissulega var komin fram nú á seinustu vikum.

Aðilar mega þó ekki láta hér við sitja heldur verða menn að hefja strax vinnu við undirbúning og gerð næsta kjarasamnings sem gildi á að taka í byrjun júní á næsta ári. Það er nefnilega ekki svo langur tími til stefnu varðandi þá samningsgerð eða rétt rúmt ár.

En þetta eru ánægjulegar fréttir.


mbl.is Kennarasamband Ísland og Launanefnd sveitarfélaga ná samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur það alveg ágætt

Er þetta ekki bara fínt. Duglegur og útsjónasamur maður sem uppsker samkvæmt því. Ég myndi samt ekki vilja vera í hans sporum, held að ég sé of latur til þess. Það hlýtur nefnilega að vera gríðarleg vinna fólgin í starfi hans og minn áhugi liggur ekki í þessum geira.

Kannski maður laumi því að honum samt að ég sé tilbúinn að vinna ýmis konar ráðgjafastörf fyrir hann.


mbl.is Björgólfur Thor hækkar um 101 sæti á lista yfir ríkustu menn heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svindl eða ekki?

Ég bendi mönnum á afar áhugaverða fræðslumynd, sem ég horfði á í kvöld en hún heitir "
the great global warming swindle" og var sýnd á Channel 4 í Englandi. Það hlýtur að vera hægt að nálgast hana á einhvern hátt. Ég verð að segja að þó ég kaupi ekki allt sem í henni var hrátt þá var ýmislegt sem fékk mig til að hugsa dálítið um þessi mál. Sérstaklega fannst mér áhugavert að sjá t.d. hitasveiflur síðustu 100 árin borið saman við virkni sólarinnar.
Afar áhugaverð mynd sem ég gæti trúað að margir hefðu áhuga á að sjá og ræða um. Það hlýtur einhver snillingurinn að geta komið henni í sýningu hér.

mbl.is Bindandi samkomulag ESB í mótun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður?

Svei mér þá ef þetta er ekki bara hreinasta klúður hjá Samtökum iðnaðarins. Það er skrýtið að hafa viðstadda til álitsgjafar eða ræðumennsku, fulltrúa allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi nema Frjálslynda flokksins.

Það getur ekki verið að menn hafi verið með það stífa dagskrá og það niðurnjörvaða að ekki hafi verið möguleiki að koma að fulltrúa frá þeim. Ég á ákaflega erfitt með að samþykkja það. Ekki að þetta skipti kannski stóru máli þegar upp er staðið en klúður finnst mér það vera engu að síður.

Kannski Margrét hafi komið þessu við svona fyrst hún var að hætta.


mbl.is Vill að formanni frjálslyndra verði boðið að taka þátt í umræðum á iðnþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er VG klofinn flokkur?

Getur það verið að Vinstri hreyfingin Grænt framboð sé klofinn flokkur með sósíalískan arm annars vegar og flokkseigendur og menntafólk hins vegar? Getur það verið að VG sé ekki þessi harði og róttæki vinstri flokkur sem honum var ætlað í upphafi? Þá hef ég einhvernveginn ekki náð upp í hlutina undanfarið því VG hefur komið mér fyrir sjónir sem harður sósíalistaflokkur. Kannski er það bara á öllum sviðum nema á verkalýðssviðinu og að það sé hreint enginn áhugi fyrir þeim málum hjá VG. Ég las þetta og þetta (kíkti svo aðeins á þetta) og fór að pæla aðeins í þessu og sá nýjan vinkil á hlutina verð ég að segja.

Þetta hlaut að enda svona

Hefur nú lendingu verið náð í þetta litla mál sem er samt svo stórt. Ákvæði um þjóðareign auðlinda lands og sjávar Íslands skal í stjórnarskrá lýðveldisins. Ánægjuleg niðurstaða verð ég að segja og svo virðist sem niðurstaða málsins sé samkvæmt því sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið á en Sjálfstæðisflokkurinn verið dragbítur á líkt og Össur sagði.

Svolítið er það nú sérstakt finnst mér samt að frumvarpið um þetta er flutt sem þingmannafrumvarp þeirra Jóns og Geirs, þrátt fyrir útskýringar þar um.

Þegar upp er staðið er ljóst að Jón Sigurðsson hefur beygt Geir í þessu máli og náð fram á skýran hátt stefnumiði síns flokks. Það er líka ljóst, að mínu mati, að Geir líkar það illa og reynir að klóra í það eins og hann getur. Setur jafnvel fram að þetta hafi í raun enga þýðingu heyrðist mér svona til að friða sjálfan sig og félaga sína.

Þetta er allt saman ágætt finnst mér.


mbl.is Formenn stjórnarflokka flytja frumvarp um stjórnarskrárbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki beint heppilegt

Hvernig í andskotanum er hægt að láta stela frá sér úrani, að maður tali nú ekki um svona miklu magni. Það er ekki eins og þetta sé eitthvað hættulaust og í meðförum almennings svona yfirleitt.

Hélt að það þyrfti nú að vera svolítil gæsla í kringum þetta og kannski tekið á þessu aðeins fyrr ef það er rétt að það hafi byrjað að "hverfa" úran frá þeim áttatíu og eitthvað.

Ekki góðar fréttir og í raun stórfréttir.


mbl.is Hvarf mikils magns úrans rannsakað í Kongó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi er allt í lagi

Það er hálf óhugnarlegt að sjá svona lagað gerast. Vonandi er þetta ekkert meira en sykurfall eða þreyta. Þingflokkurinn fundaði fram á nótt og mikið er um að vera þessa dagana. Samkvæmt rúv er ekki alvarlegra um að ræða en þar segir 

"Fljótlega kom í ljós að ráðherrann hafði líklega fengið blóðsykurfall, vegna anna og að hann hafði ekki gefið sér tíma til að fá sér morgunmat. Heilbrigðisstarfsfólk, þar á meðal alþingismaðurinn Ásta Möller sem er hjúkrunarfræðingur hlúðu að ráðherra".

Reikna menn með því að Magnús haldi áfram ræðu sinni nú eftir hádegi.

Þetta atvik minnti mann á Ingibjörgu Pálmadóttir hérna um árið þegar hún fékk aðsvif í sjónvarpsviðtali.


mbl.is Ráðherra varð að gera hlé á ræðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast?

Ef það er eitthvað að marka þessa könnun, sem ég held reyndar að sé takmarkað en gæti þó verið eitthvað, þá er þetta algjört áfall fyrir Samfylkinguna. Ef að fleiri kannanir sýna í framhaldinu að ekki sé um einstaka könnun sem gefur villumynd þá verður Samfylkingin að fara að gera eitthvað róttækt til að vinna á móti þessu.

Samkvæmt þessari könnun er um að ræða tæplega 13% fylgistap að ræða frá síðustu kosningum og það hjá flokki sem ætti að vera leiðandi afl í stjórnarandstöðu, langvinnri stjórnarandstöðu þannig að staðan ætti að vera betri þó ekki væri nema út á það.

Sigurvegarar þessarar könnunar eru Sjálfstæðisflokkur sem er þarna að mælast með nokkuð meira fylgi en undanfarið og síðan Vinstri Grænir sem eru ennþá í þeim topp sem þeir hafa verið undanfarið. Ný ríkisstjórn þeirra á milli kannski í uppsiglingu?


mbl.is Vinstri-grænir með 23,6% en Samfylking 18,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru tryggingafélögin mestu svindlararnir

Þessari spurningu er sérstaklega beint að TM tryggingum þannig að það er kannski ósanngjarnt að láta spurninguna ná yfir öll tryggingafélögin.

Ég er nefnilega helv. fúll út í TM akkúrat núna. Svo er nefnilega mál með vexti að við hjónin höfum verið með séreignalífeyrissparnað hjá Sparisjóð, svonefnt Lífsval Sparisjóðanna. Fyrir rúmlega ári síðan fór Lífsval í samstarf við TM um líftryggingar og þar fram eftir götunum. Þá var boðin trygging fyrir ákveðna upphæð frítt í eitt ár.

Ég fór í minn Sparisjóð og var nú ekki alveg hress með þetta. Höfðum við fengið sent heim skírteini og allt saman. Ég gerði athugasemdir við þetta á þeim nótum að ég vildi hreinlega ekki láta skrá mig í eitthvað sem ég bæði ekki um sjálfur enda með allar mínar tryggingar annars staðar og hef þurft að hafa í nógu að snúast þar. Starfsmaður Sparisjóðsins snerist til veglegrar varnar bæði fyrirtæki sínu (sem mér finnst auðvitað gott að vissu leyti) og eins sérstaklega TM. Á endanum lét ég til leiðast að frábiðja mér þessu ekki strax heldur var ég fullvissaður um að það kæmi vel tímanlega til mann leiðbeiningar um að hafna áframhaldandi þátttöku í þessari tryggingu þegar frítíminn væri á enda runninn.

Það stóð, að hluta. Ég fékk meldingu um það og fór í Sparisjóðinn og sagði okkur hjónin frá þessari tryggingu TM. Ekkert meira með það nema að nú í byrjun árs kom endurnýjunarseðill frá TM til konunnar, dagsettur 12. desember. Kom ekki til okkar fyrr en í janúar en svo þegar við fórum að garfa í þessu þá kom í ljós að búið var að draga iðgjald af Lífsvalsreikningnum í október eða nóvember. Fyrir það fyrsta átti hún ekki að vera með þessa tryggingu en í annan stað þá var endurnýjunarbréfið sent eftir að iðgjaldið var dregið af.

Ofan á allt annað var síðan þrautaganga á milli allra viðeigandi aðila til að fá úr því skorið við hvern ætti að tala til að fá hlutina í það horf sem við vildum, enga tryggingu frá TM.

Ég tel það vera ólögmæta viðskiptahætti að skrá mann í þjónustu sem maður biður ekki um þannig að TM er að troða sér inn á mann á ólöglegan hátt, líklega af því að þeir geta ekki selt nóg af tryggingum á löglegan hátt. Kannski maður láti þetta fara til Umboðsmanns neytenda.

Þessi nöldurgrein er stytt og staðfærð að hluta til úr uppsagnar- og skammarbréfi konunnar til TM.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband