Allur vari hafður á

Ég tek skoðanakönnunum fréttablaðsins með varúð eins og ég hef áður sagt og geri það enn. Ef maður gefur sér að eitthvað sé hægt að lesa úr þessari könnun þá er það auðvitað fylgistap Samfylkingarinnar. Það er það mikið frá kosningum síðast að við Framsóknarmenn fáum næstum því a vera í friði með það tap okkar sem könnunin gefur til kynna. Enda hægt að gefa sér að Samfylkingin sé að tapa meira en ætti þó að hafa sterkari stöðu til fylginsaukningar en Framsóknarflokkurinn. Báðir flokkar þurfa að hala inn meira fylgi og ég sé ekki annað en Framsóknarflokkurinn sé í sterkari stöðu þegar að því kemur.
mbl.is Samfylkingin með 19,2% fylgi samkvæmt könnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það ætti amk. að vera raunhæft að ná um 12% sem myndi teljast varnarsigur úr því sem nú er komið. Síðan er spurning hver græðir mest ef Frjálslyndir falla undir 5 prósenta mörkin og tapa fjölda atkvæða og sama má segja um Ómar og Margréti. Eins og nú er komið er erfitt að spá um framhaldið annað en að VG fær góða kosningu.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 11.3.2007 kl. 11:48

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég er nokkuð sammála þér í þessu, bæði með varnarsigur sem og að VG fái góða kosningu. Hingað til hef ég samt hallast að því að þetta myndi réttast út, þ.e.a.s. Sf upp á við og VG niður á við, en líklega verður minna um það en ég átti von á. Held líka að Margrét og Ómar hafi verið of lengi að koma sér fyrir í landslaginu og nái því ekki miklu fylgi.

Ragnar Bjarnason, 11.3.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband