Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þar höfum við það

Þá getur maður hætt að velta þessu fyrir okkur, þ.e.a.s ef hafi maður eitthvað verið að því.
mbl.is Fráleitar falsanir og rangfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil ...

... jafnrétti. En hvað er jafnrétti og hversu langt á að ganga til að ná jafnrétti fram? Mest hefur þetta hugtak verið í umfjöllun varðandi kynin hér á landi undanfarið en í mínum augum er þetta mun víðtækara en svo að það eigi að einskorðast við það.

Þetta er spurning dagsins hjá mér og væntanlega skilar það sér í pistli seinna meir.


Viðurkennum stjórn Palestínu

Ég styð það heils hugar. Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn og halda virkilega að hlutirnir leystist með því að vilja ekki tala við annan aðilann.

Nú verða þjóðir heims að taka ráðin af Bandaríkjunum varðandi þetta svæði heimsins og vinna að varanlegri laus mála. Það felst ekki í því að viðurkenna ekki stjórn Palestínu að mínu mati. Allt of mikið hefur genið á þarna með þessa stefnu Bandaríkjanna að leiðarljósi og nú er löngu kominn tími á að gera hlutina öðruvísi.

Það held ég.


mbl.is Arabaleiðtogar hvetja Bandaríkjamenn til að viðurkenna stjórn Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi frestað

Þá er þessu 133. löggjafarþingi okkar lokið um sinn og verður frestað fram á sumar. Um leið er lokið fjögurra ára kjörtímabili núverandi Alþingismanna og verða kosnir nýir þann 12.maí næstkomandi en vorþinghald hefur vegna þess verið með styttra móti.

Ýmisleg mál hafa hlotið þinglega meðferð og orðið að lögum en mest mun hafa gengið yfir í lokin, bæði nú og fyrir jól. Ég tek undir það að meira mætti vera um þverpólítíska sátt um ýmis mál þjóðfélagsins sem ætla mætti að eðlilegt væri líkt og raunin varð um kynferðisbrotakafla hegningarlaganna.

Í kjölfar þessa mun síðan eiginleg kosningabarátta flokkanna hefjast, þó svo að mátt hafi grilla í hana í raun seinustu starfsdaga þingsins. Við hljótum að sjá strax á næstu dögum hvaða mál það eru, sem verða efst á baugi í sjálfri kosningabaráttunni en oft hefur það verið skringilegt hver hafa orðið aðalkosningamálin.

Ljóst er að endurnýjun á Alþingi verður nokkur í vor. Annars vegar er það vegna venjubundinnar endurnýjunar á framboðslistum flokkanna þar sem sitjandi þingmenn hafa annaðhvort ekki náð þeim sætum er stefnt var á eða þá ákveðið að draga sig í hlé frá þingstörfum. Í þessu kjördæmi (NA) er um að ræða þrjá þingmenn sem hætta sjálfir en það eru Jón Kristjánsson, Dagný Jónsdóttir og Halldór Blöndal. Þá voru tveir varaþingmenn sem ekki náðu í það sem þeir ætluðu og verða því væntanlega ekki varaþingmenn næsta kjörtímabil en það eru Hlynur Hallsson og Örlygur Hnefill Örlygsson. Hlynur færir sig í 18. sæti lista en Örlygur færðist í 5. sæti í prófkjöri hjá Sf.

Hin ástæða endurnýjunar er sú staða sem er ljós nú um stundir að fylgi VG mun aukast verulega frá sðíðustu kosningum. Það var 8,8% síðast en fer í vor mikið hærra en það svo víst þykir. Hvort það verður 12% eða 25% verður að koma í ljós en það þýðir einungis að margir nýir þingmenn koma inn á Alþingi vegna þess.

Í lokin verð ég að viðra þá skoðun mína að kosninabaráttan verði drengileg þannig að tekist verði á um málefni, hart tekist á. En umfram allt að ekki verði um skítkast að ræða eða níð. Það sem er nýtt í baráttunni nú er notkun þessa fjölmiðils sem bloggið er og er það vel nýtt í baráttunni að því að manni sýnist. Mér hefur fundist umræðan og baráttan þar vera á tíðum harðari og óvægnari en hefur verið annars staðar og jafnvel ómálefnalegri. Þetta er nýr fjölmiðill í baráttunni og eðlilegt að hann sé nýttur en um leið verða menn að hafa í huga þau grundvallargildi sem ég hef áður bent á. Mun fleiri tjá sig og takast á en áður vegna þessa miðils og þannig koma fleiri hliðar í ljós. Það er maður ánægður með. En maður á ekki að falla í þá gryfju sem vart var við þegar slagurinn var hvað harðastur á síðustu öld og eftirmæli um pólitískan andstæðing gátu orðið "gott á hann".

Það hafa allir skoðanir og hafa rétt á þeim svo lengi sem þær stangast ekki á við almennt velsæmi.

Það held ég.


mbl.is Fundum Alþingis frestað fram á sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grettir dagsins

Grettir er alltaf góður.ga070317

 

 

 

 

Svo verða menn bara að leggja sína meiningu í hlutina. Reyndar finnst mér "spider" línan hans alltaf með því betra.


Mjög gott mál

Það er ekki annað hægt en að lýsa yfir ánægju með þetta. Ég held samt sem áður að þetta sé einungis eitt skref í átt að betri umgjörð þessara mála. Þetta framtak er samt sem áður lofsvert og ber að þakka þeim, er að því stóðu.

Gott mál.


mbl.is Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málþóf

Það var og, bara hótað málþófi svona í lokin. Ekki það að málþóf var svo sem haft uppi af þeirra hálfu fyrr í vikunni. Það er auðvitað nauðsynlegt að menn fái að tjá skoðanir sínar á málum sem til umræðu eru hverju sinni en það er líka staðreynd að í lýðræðisríki ræður meirihlutinn.

Einfalt.


mbl.is Stefnt á að ljúka Alþingi í björtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örstutt spor

Þetta virðist vera fyrsta skrefið í átt til þess að þjóðlendumál komist í sanngjarnan farveg. Langt er þó enn í land með að ferlið sé í samræmi við vilja þingmanna þegar lögin voru sett á sínum tíma.

En við skulum vona að menn fjármálaráðherran sé aðeins að ná áttum og komi til með að hafa hemil á þjónum sínum sem meðhöndla þessi mál fyrir hönd ráðuneytisins.

Annars bendi ég á mjög svo góða greinargerð Bjarna Harðar um þjóðlendurnar.


mbl.is Þjóðlendudómi ekki áfrýjað til Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæriskenning

Það er best að fá eina góða samsæriskenningu hérna svona til að hrista aðeins upp í liðinu. Tek það fram að þetta er ekki byggt á áreiðanlegum upplýsingum þannig, frekar á eigin hugrenningum og örfáum samtölum. Allt á mína ábyrgð sem sagt.

Það hefur læðst að manni sá grunur í dag (byrjaði reyndar í gærkvöldi) að Sjálfstæðisflokkurinn og þá formaður hans hafi ekki alveg hreinan skjöld í auðlindamálinu. Ljóst er frá byrjun málsins að uppi hafa verið háværar raddir innan Sjálfstæðisflokksins að ákvæði þetta eigi ekki rétt á sér í stjórnarskrá lýðveldisins og að vinnan að því, af þeirra hálfu, var þvinguð fram af Framsóknarflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn var því í vinnunni af hálfum hug og einhverjir þingmenn hans tjáðu sig alfarið á móti ákvæðinu sem og vinnunni að því.

Ég held að Geir hafi síðan vísvitandi spillt fyrir framgangi málsins í sérnefndinni á þann hátt að ekki varð komist lengra með málið en raunin varð. Létt verk fyrir hann að sniðganga stjórnarandstöðuna þannig að allt færi í bál og brand og síðan stíga fram og slá málið af.

Tvær flugur í einu höggi. Annars vegar að reka rýting í bak samstarfsflokksins og hins vegar að lepja upp nýjan samstarfsflokk eftir kosningar.

Ég held það.


Dómstóll götunnar ....

... er alveg ljós í þessu máli. Sektin fyrir hendi en tæknileg sýknun hjá dómstólum. Hvað getum við gert?

Ég væri til í að stofna olíufélag og taka af þeim viðskiptin, hvernig hljómar það?


mbl.is Ákæru á hendur forstjóra olíufélaga vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband