Alþingi frestað

Þá er þessu 133. löggjafarþingi okkar lokið um sinn og verður frestað fram á sumar. Um leið er lokið fjögurra ára kjörtímabili núverandi Alþingismanna og verða kosnir nýir þann 12.maí næstkomandi en vorþinghald hefur vegna þess verið með styttra móti.

Ýmisleg mál hafa hlotið þinglega meðferð og orðið að lögum en mest mun hafa gengið yfir í lokin, bæði nú og fyrir jól. Ég tek undir það að meira mætti vera um þverpólítíska sátt um ýmis mál þjóðfélagsins sem ætla mætti að eðlilegt væri líkt og raunin varð um kynferðisbrotakafla hegningarlaganna.

Í kjölfar þessa mun síðan eiginleg kosningabarátta flokkanna hefjast, þó svo að mátt hafi grilla í hana í raun seinustu starfsdaga þingsins. Við hljótum að sjá strax á næstu dögum hvaða mál það eru, sem verða efst á baugi í sjálfri kosningabaráttunni en oft hefur það verið skringilegt hver hafa orðið aðalkosningamálin.

Ljóst er að endurnýjun á Alþingi verður nokkur í vor. Annars vegar er það vegna venjubundinnar endurnýjunar á framboðslistum flokkanna þar sem sitjandi þingmenn hafa annaðhvort ekki náð þeim sætum er stefnt var á eða þá ákveðið að draga sig í hlé frá þingstörfum. Í þessu kjördæmi (NA) er um að ræða þrjá þingmenn sem hætta sjálfir en það eru Jón Kristjánsson, Dagný Jónsdóttir og Halldór Blöndal. Þá voru tveir varaþingmenn sem ekki náðu í það sem þeir ætluðu og verða því væntanlega ekki varaþingmenn næsta kjörtímabil en það eru Hlynur Hallsson og Örlygur Hnefill Örlygsson. Hlynur færir sig í 18. sæti lista en Örlygur færðist í 5. sæti í prófkjöri hjá Sf.

Hin ástæða endurnýjunar er sú staða sem er ljós nú um stundir að fylgi VG mun aukast verulega frá sðíðustu kosningum. Það var 8,8% síðast en fer í vor mikið hærra en það svo víst þykir. Hvort það verður 12% eða 25% verður að koma í ljós en það þýðir einungis að margir nýir þingmenn koma inn á Alþingi vegna þess.

Í lokin verð ég að viðra þá skoðun mína að kosninabaráttan verði drengileg þannig að tekist verði á um málefni, hart tekist á. En umfram allt að ekki verði um skítkast að ræða eða níð. Það sem er nýtt í baráttunni nú er notkun þessa fjölmiðils sem bloggið er og er það vel nýtt í baráttunni að því að manni sýnist. Mér hefur fundist umræðan og baráttan þar vera á tíðum harðari og óvægnari en hefur verið annars staðar og jafnvel ómálefnalegri. Þetta er nýr fjölmiðill í baráttunni og eðlilegt að hann sé nýttur en um leið verða menn að hafa í huga þau grundvallargildi sem ég hef áður bent á. Mun fleiri tjá sig og takast á en áður vegna þessa miðils og þannig koma fleiri hliðar í ljós. Það er maður ánægður með. En maður á ekki að falla í þá gryfju sem vart var við þegar slagurinn var hvað harðastur á síðustu öld og eftirmæli um pólitískan andstæðing gátu orðið "gott á hann".

Það hafa allir skoðanir og hafa rétt á þeim svo lengi sem þær stangast ekki á við almennt velsæmi.

Það held ég.


mbl.is Fundum Alþingis frestað fram á sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband