Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Miklar sveiflur

Þetta eru þær skoðanakannanir sem ég tek mest mark á eins og ég hef áður sagt. Það sem kemur mér mest á óvart er hve mikil sveifla er á milli kannana. Um er að ræða mikla fylgisaukningu Sjálfstæðisflokks á ekki lengri tíma en einni viku. Það finnst mér vera afar athyglisvert svo ekki sé meira sagt.

Þá er það og nokkuð sérstakt að sjá alla aðra flokka minnka í fylgi á milli þessara tveggja kannana. Ljóst er að staðan í dag er sú að niðurstaðan er einungis ásættanleg fyrir Sjálfstæðisflokk og Vinstri Græna. Aðrir flokkar eru í slæmum málum ef svo mætti segja. Samfylking og Framsókn ennþá á niðurleið og Frjálslyndir komnir niðurfyrir 5% markið. Þó verður að hafa vikmörk í huga sem ég sé ekki hér hver eru.

Niðurstaða þessarar könnunar er gríðarleg vonbrigði fyrir Framsóknarflokkinn og ljóst að verulega verður að taka á í kosningabaráttunni sem framundan er. Það sama má í raun segja um Samfylkinguna. Ég held að það hafi verið ljóst, að mínu mati, að Frálslyndi flokkurinn yrði á þessu bili í könnunum fram til kosninga, það er 4-8%.

Langt er þó til kosninga enn svo þessir flokkar hafa ennþá nógan tíma til að koma sínum málum á framfæri og vinna fylgi.

Það held ég.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið frá síðustu könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála Sólveigu

Ég hef nú aldrei verið neitt ýkja hrifinn af Sólveigu Pétursdóttur en ég verð að segja að ofanígjöf hennar við þingheim var fyllilega réttmæt og alveg til fyrirmyndar.

Ég hef haft einhver skynfæri á útsendingum frá þingfundum undanfarið (sem ég hef reyndar alltaf reynt að gera) og það er ótrúlegt hvernig hlutirnir hafa fallið í það far að hjá sumum er einfaldlega um framboðsfund að ræða.

Persónulega fannst mér ræða Sigurjóns Þórðarsonar vera mjög á þann veg í gær í umræðum um landbúnaðarfrumvarpið.

Menn eiga að bera meiri virðingu fyrir þeim málum sem eru til umræðu hverju sinni.

Það held ég.


mbl.is Þingmenn stóryrtir í upphafi þingfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðari Moggans

Eftirfarandi setning úr leiðara Morgunblaðsins í dag vakti svolitla athygli hjá mér svo ekki verði meira sagt. Ég hef áður sagt að það sé svo sem spurning hvort hægt sé að vera óháður álitsgjafi á Íslandi, eða ef út í það er farið hvar sem er. Þarna gengur Mogginn nú aðeins lengra og setur orðalagið um að hægt sé að kaupa það álit sem þú vilt.

"Lögfræðingar eru margir miklir snillingar í sínum fræðum en það er alveg ljóst, að það er hægt að kaupa hvaða álit sem er hjá lögfræðingum."

Ekki er það nú gott finnst mér ef satt er að hægt sé að kaupa skoðanir og álit lögfræðinga og þar á ég við að þær skoðanir og álit sé gegn þeirra betri vitund.

En kannski er ég að misskilja þetta.

Ég veit það ekki.


Nóg að gera

Auðvitað er alltaf nóg að gera hjá Alþingismönnunum okkar og við verðum að ætla að þeir starfi samkvæmt þeim tilmælum sem þeim eru gefin, þ.e. samkvæmt sannfæringu sinni. En svona flautaþyrilsháttur getur varla verið réttlætanlegur lengur. Mér finnst vera kominn tími á endurskipulagningu á starfstíma Alþingis. Það má fara í það strax eftir kosningar og gera um leið breytingar á stjórnarráðinu og slá þannig tvær flugur í einu höggi.

Muna bara eftir að gefa sér nægan tíma og hafa alla sátta.


mbl.is 83 mál á dagskrá þingfundar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt það

Það var ekki við því að búast að Össur stæði við stóru orðin. Held meira að segja að hann hafi sagt seinast í dag að stjórnarandstaðan ynni að því hörðum höndum að ná sátt og samstöðu um málið.

Afstaða Framsóknarflokksins kom skýrt og skorinort fram hjá Jóni í kvöldfréttum sjónvarps, sem er á þeim nótum sem stjórnarandstaðan lagði fram en ekki vilja þeir samt kannast við það.


mbl.is Jón Sigurðsson: Stjórnarandstaðan gekk á bak orða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski ekki ....

... þvergirðingsháttur en ég er sammála Einari Oddi í þessu máli. Það ber að hafa útflutningsskylduna inni í þessu lagafrumvarpi. Í það minnsta að endurskoðunarákvæði sem segði til um að endanleg ákvörðun um útflutiningsskylduna verði tekin árið 2008 eða 2009 þegar staðan er ljós varðandi sölu innanlands. Þetta snýst um að aðilar vinni saman en ekki að þeir sem eru stórir með góða sölusamninga sjái sér hag í afnámi vegna þess að þeir geti hvort sem er alltaf selt alla sína framleiðslu.

Svo mörg voru þau orð.


mbl.is Einar Oddur sakar landbúnaðarnefnd um þvergirðingshátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um að gera ...

.. að hafa hasarinn bara sem næst kosningunum sjálfum. Annast finnst manni nú eiginlega rétt, miðað við fyrri fréttina varðandi þennan fund, að allar raddir fái að heyrast. Það væri samkvæmt lýðræðisvenju hefði maður haldið. Kannski var uppsetning fundarins samt hugsuð þannig að þetta passaði ekki.

Ég veita það ekki.


mbl.is Fundi um íbúakosningu í Hafnarfirði frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missti af næstum því öllu

Það sem ég heyrði af ræðu Jóns fannst mér öldungis ágætt enda kann ég ákaflega vel við hann sem formann okkar. Mér sýnist hann hafa lagt út af hógværð og samvinnu við lausn krefjandi verkefna sem alltaf eru framundan á vettvangi stjórnmálanna. Miðjuflokkur með ábyrgð og skýra sýn á hlutina.

Annars missti ég af umræðunum næstum því öllum utan þremur fyrstu ræðunum og slitrum úr ræðum Jóns og Kristins H. Sleggjan var sleggja í sínu, segi svo sem ekki meira. Ég var búinn að gleyma að við í stjórn hjálparsveitarinnar vorum búnir að skipuleggja fund í kvöld, heima hjá mér. Ég verð að koma mér í að hlusta á umræðurnar á vefnum bara.

ps. vill einhver kaupa tvo snjósleða af hjálparsveitinni?Smile

 


mbl.is Jón: Trúi ekki að loforð um útgjaldaveislu gangi í augu almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ....

Jónas Hallgrímsson Vinstri Grænn? Svo telur Steingrímur J. Ég hef svo sem ekkert við það að athuga að hann haldi það. Annars heyrðist mér vera eins og maður hefur heyrt, hann talar hærra eftir því sem nálgast kosningar. Það var svo sem ekkert sem kom á óvart í eldhúsræðu Steingríms, við fengum okkar venjubundnu skot frá honum þó svo að ég hefði haldið að þau yrðu fleiri og fastari. Kannski eygir hann ríkisstjórn með okkur eftir kosningar, það skyldi aldrei vera.

Af hverju hef ég annars aldrei fengið ordrur frá þessum spunameisturum Framsóknar?

Fyrstu þrjár ræður kvöldsins hafa annars valdið mér smá vonbrigðum verð ég að segja samanber mína fyrri færslu um eldhúsdagsumræðurnar. Of mikið púður í seinustu daga að mínu mati.

 


Ég gæti verið sammála þessu

Útrásarfyirtækjunum eru greinilega engin takmörk sett. Mér finnst ánægjulegt að sjá hvernig hefur gengið hjá þeim bræðrum í viðskiptum sínum og ber virðingu fyrir þeim og þeirra starfi. Ég held að það gæti verið vel athugandi að löggjöf varðandi fjármálastarfsemi komi til með að taka mið af því sem nefndin setti fram. Ég er reyndar ekki alltaf sammála þeim en ég er það í þessu tilfelli.

Svo var þetta ákaflega athyglisverður punktur sem kemur fram í niðurlagi fréttarinnar varðandi eignarhald fjölmiðla og eignarhluti þeirra á fjölmiðlamarkaðnum.


mbl.is Íslensk skattalöggjöf standi jafnfætis þeirri bestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband