17.5.2007 | 17:43
Ferðalag
Nú er knattspyrnu dagsins lokið. Var á Húsavík um miðjan dag sem aðstoðardómari í fyrstu umferð bikarkeppininnar þar sem Völsungur vann Vini 4-0.
Næsta skref er að leggja af stað í ferðalag til Reykjavíkur þar sem fyrir liggur að vera í brúðkaupi á laugardaginn.
Sjáum til hvort ég kemst í tölvu til skrifta.
Annars er það svo sem ágætt að niðurstaða er fengin í þennan hluta ríkisstjórnarviðræðna, hefur svo sem legið í loftinu undanfarna daga. Sjáum hvað setur í framhaldinu.
Það held ég.
17.5.2007 | 11:56
Þröngsýnin í hámarki
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2007 | 19:58
Ef Reykjavík væri eitt kjördæmi...
Ef Reykjavík hefði verið eitt kjördæmi í Alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag hefðu þingsætin skiptst aðeins öðruvísi á milli flokkanna. Ekki miklar breytingar er þó aðeins. Þetta er sett inn til gamans og til að fá kannski aðeins örðuvísi vinkil á kjördæmaumræðuna sem fjölmiðlar hafa haldið vel á lofti síðustu daga.
Við gefum okkur þá að í stað 2x9 kjördæmakjörinna fulltrúa væru þeir 18 í einu kjördæmi og þá væri skiptingin á þann veg að Sjálfstæðisflokkur hefði fengið 7 þingmenn, Samfylkingin 6, VG 3, Frjálslyndir 1 og Framsókn 1. Að auki hefði Íslandshreyfinguna vantað 28 atkvæði til að ná átjánda manninum á kostnað 6 manni Samfylkingar.
Jöfnunarsætin reikna ég ekki út nema ég fái sérstakar beiðnir um það.
Sniðugt? Ég held það.
16.5.2007 | 12:34
Óæskilegt fyrir alla aðila
Að menn geti nú ekki látið það vera að ástunda svona vinnubrögð þó svo að fólk sé á móti tilteknum framkvæmdum eða hverju sem er ef út í það er farið.
Svona lagað kemur miklu óorði á þá hluti sem verið er að berjast fyrir.
![]() |
Skemmdarverk unnin á vinnuvélum í Helgafellshverfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2007 | 18:28
Samfylkingin já
Það talaði nú framámaður í Samfylkingunni við mig í gær, sem ég átti nú ekki von á verð ég að segja og óskaði eftir því að ég myndi beita þeim áhrifum sem ég hefði til að snúa Framsókn í þriggja flokka vinstri stjórn. Greinilegt að viðkomandi þekkir mig ekki sérstaklega vel eða til mín ef út í það er farið og metur ítök mín langt um meiri en þau raunverulega eru.
Annars snérist umræða hans að mestu leyti um að formæla Steingrími Joð og framkomu hans síðustu daga sem hann taldi að væri að ganga frá þessum ofangreinda möguleika.
![]() |
Biðstaða í viðræðum stjórnarflokkanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2007 | 19:58
Hvað vill VG?
Þeir Vinstri Grænu sem ég hef hitt eða heyrt í (og það er nóg um þá) í gær og dag hafa nánast allir líst yfir þeim vilja sínum að stjórnarmynstur kjörtímabilsins verði þriggja flokka stjórn VG, Sf. og Framsóknar. Þetta hefur mér þótt alveg ótrúlegt, svo ekki sé meira sagt miðað við hvernig sama fólk lét við mann í kosningabaráttunni, sem hefur að auki staðið lengi hjá því.
Ég hef tekið fálega í þetta og bent á þá skoðun mína að við eigum að vera utan stjórnar nema um sé að ræða stjórnarkreppu. Ég sé það bara ekki vera að gerast. Þetta útspil Steingríms er eingöngu til að friða ákveðna aðila í VG sem vilja ekki stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Um leið togar hann Framsókn frá Sjálfstæðisflokknum sem og Samfylkinguna og getur stokkið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum í framhaldi þess.
Málið er hins vega núna að Geir þrýstir á Framsókn að halda áfram í samstarfinu því þeim hugnast ekki að fara í samstarf með öðrum.
Sjáum hvað setur.
14.5.2007 | 12:26
Það var nú gott
Voandi verður það til þess að viðkomandi hugsar aðeins sinn gang í þessu sambandi og sér hættuna sem valdið er með svona aksturslagi.
![]() |
Þarf að taka bílprófið aftur í kjölfar ofsaaksturs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2007 | 12:14
Nöldur dagsins
Þá er komið að því að nöldra aðeins aldrei þessu vant. Þegar maður hefur eytt dálitlum tíma í að gera upp kosningarnar sjálfar á laugardaginn þá kemur að því að maður geri upp kosningasjónvarpið. Ég horfði á kosningavöku RÚV á laugardagskvöldið og fram eftir nóttu og reyndar líka á sunnudagsmorgun.
Í stuttu máli sagt fannst mér það sem laut að talnahluta hennar (ekki skemmtiatriði eða viðtöl, það er önnur saga með aðra nálgun), vera frekar slakt og ekki vel unnið. Ég hafði það á tilfinningunni að fólkið sem var að vinna að þessu hefði ekki undirbúið sig á þann hátt að það hefði mikla hugmynd um virkni kosningakerfisins til að geta útskýrt eða fjallað um breytingar sem nýjar tölur leiddu til hverju sinni. Ég varð eiginlega hálf pirraður á þessu.
Eins fannst mér skýringar á tölum verða útundan í vissum tilfellum og verða að aukaatriði á kostnað annarrar umfjöllunar.
Heildareinkunn þessa hluta er því ansi nálægt falleinkunn af minni hálfu.
13.5.2007 | 13:52
Allt í höndum Geirs
Geir hefur lykilstöðu í stjórnmálaumhverfinu akkúrat núna og þarf ekkert að vera að flýta sér með hlutina. Hann vegur og metur allt núna og tekur sinn tíma í það, ræðir við alla til að finna þá niðurstöðu sem honum hugnast best. Vegna þess að staðan er hans.
Hins vegar er það alveg á hreinu og núverandi ríkisstjórn er ekki að fara að sitja áfram, einfalt mál. Það var ljóst alveg um leið og fyrstu tölur lágu fyrir í gærkvöldi.
![]() |
Geir: Úrslitin kalla ekki á snöggar breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2007 | 13:39
Svona er þetta
Það fór svo sem eins og stefndi í fyrir okkur í þessum kosningum og svona eru hlutirnir bara. Eins og ég sagði í gær þá er þetta niðurstaða, sem er óumdeilanleg og ber að virða.
Framhaldið hlýtur að vera á þann hátt að Framsóknarflokkurinn tekur ekki þátt í áframhaldandi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, til þess er meirihluti þeirra flokka of naumur og einnig eru skilaboðin skýr til okkar um að þessi samsetning sé ekki það sem a.m.k. okkar kjósendur vilja sjá. Í framhaldinu má segja að Framsóknarflokkurinn taki ekki þátt í ríkisstjórn á þessu kjörtímabili nema um verði að ræða stjórnarkreppu af einhverju tagi en það er eitthvað sem ég sé ekki að sé í spilunum eins og er.
Til þess eru vinstri flokkarnir tveir of viljugir til að fara, í sitt hvoru lagi, í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og eðlilegt að sigurvegarar kosninganna, D og V fari saman. Spurningin er þá sú hvort málefnagrundvöllur sé fyrir hendi. Í svipinn man ég bara eftir tveimur stórum málum til að leysa miðað við kosningabaráttuna. Íraksmál og virkjunarmál, hvernig ætli það fari?
Annars held ég að þetta hafi verið óskastaða S og V því nú þurfa þeir flokkar ekki að smjúgja út úr hinu títtnefnda kaffibandalagi og geta hagað sér í framhaldinu í samræmi við það. Eru lausir og liðugir í framhaldinu og þurfa ekki að standa skil á því.
Annars eru auðvitað fáir hlutir alslæmir og nokkrir ljósir punktar í þessu öllu saman að mínu mati. Meira um það síðar.
Það held ég.