Nöldur dagsins

Þá er komið að því að nöldra aðeins aldrei þessu vant. Þegar maður hefur eytt dálitlum tíma í að gera upp kosningarnar sjálfar á laugardaginn þá kemur að því að  maður geri upp kosningasjónvarpið. Ég horfði á kosningavöku RÚV á laugardagskvöldið og fram eftir nóttu og reyndar líka á sunnudagsmorgun.

Í stuttu máli sagt fannst mér það sem  laut að talnahluta hennar (ekki skemmtiatriði eða viðtöl, það er önnur saga með aðra nálgun), vera frekar slakt og ekki vel unnið. Ég hafði það á tilfinningunni að fólkið sem var að vinna að þessu hefði ekki undirbúið sig á þann hátt að það hefði mikla hugmynd um virkni kosningakerfisins til að geta útskýrt eða fjallað um breytingar sem nýjar tölur leiddu til hverju sinni. Ég varð eiginlega hálf pirraður á þessu.

Eins fannst mér skýringar á tölum verða útundan í vissum tilfellum og verða að aukaatriði á kostnað annarrar umfjöllunar.

Heildareinkunn þessa hluta er því ansi nálægt falleinkunn af minni hálfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband