Allt í höndum Geirs

Geir hefur lykilstöðu í stjórnmálaumhverfinu akkúrat núna og þarf ekkert að vera að flýta sér með hlutina. Hann vegur og metur allt núna og tekur sinn tíma í það, ræðir við alla til að finna þá niðurstöðu sem honum hugnast best. Vegna þess að staðan er hans.

Hins vegar er það alveg á hreinu og núverandi ríkisstjórn er ekki að fara að sitja áfram, einfalt mál. Það var ljóst alveg um leið og fyrstu tölur lágu fyrir í gærkvöldi.


mbl.is Geir: Úrslitin kalla ekki á snöggar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei, það eru ekki líkur á sömu stjórn, en ekki hef í trú á að um miklar breitingar verði á næstu fjórum árum kappi.

Sigfús Sigurþórsson., 13.5.2007 kl. 14:25

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ætli það endi ekki með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, eða jafnvel Samfylkingunnu?

Svava frá Strandbergi , 13.5.2007 kl. 16:44

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það ér rétt hjá Geir að ekkert kallar á snöggar breytingar.  Hannes Hólmsteinn sagði í Silfri Egils í dag að fjölmiðlar hefðu beitt Framsóknarflokkinn "heimilisofbeldi" og ég er sammála því.  Fjölmiðlar lögðu flokkinn í einelti og höfðu til þess "veiðileyfi" frá Samfyulkingu og Vinstri Grænum....

Vilborg Traustadóttir, 13.5.2007 kl. 17:09

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Emil, að þú segir svona við og um gamlan félaga. Annars er ég sammála ykkur öllum.

Ragnar Bjarnason, 13.5.2007 kl. 19:51

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með græna fólkið í þinni sveit.  Við sjáum svo bara til með stjórnarsamstarfið.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2007 kl. 21:32

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er þungt högg Ragnar fyrir Framsóknarflokkinn. En ekki er allt dimmt í henni veröld. Hér í Norðaustri er flokkurinn að ná varnarsigri og hlýtur góða kosningu eftir allt sem á undan er gengið. Pólitískt afrek fyrir Valgerði. En þetta er víst bara svona. Vona að Framsókn nái að byggja sig upp til bjartari daga. Ég hef nú alltaf borið vissan hlýhug til Framsóknar og hef persónulega alltaf mikla virðingu fyrir Valgerði. Við hittumst kannski við tækifæri og röbbum pólitík.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.5.2007 kl. 01:01

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Með tivísan til bloggs míns þá er það mín skoðun að Framsókn á engan annan kost
en að halda núverandi farsælu stjórnarsamstarfi áfram og þannig að byggja sig
upp aftur.

  Það er algjört bull að núverandi stjórnarsamstarf hafi skaðað flokkinn. Þvert á
móti er það áralangt flokksvandamál um að kenna sem allir þekkja. Nú loks hefur
náðst sátt í flokknum undir forystu Jóns Sigurðssonar. Að ætla honum að
sameina flokkinn á nokkrum mánuðum og jafnframt að auka fylgið á ný  er
alls ekki sanngjarnt. Jón er hins vegar eini maðurinn í dag sem getur gert það.
En það gerir hann ALLS EKKI ef hann hefur ekki aðkomu að Alþingi eins og nú,
og sé í lifandi umhverfi.  Með formanninn utan þings og verandi í áhrifalausri 
stjórnarandstöðu er  það alversta í stöðunni. Þess vegna á Jón að fá fullt
umboð til áframhaldandi stjórnárþáttöku, þar með yrði hann áhrifamikill leiðtogi
sem ráðherra og ætti aðkomu að Alþingi eins og áður var.  Þannig gæti Jón
byggt flokkinn upp á ný, því Jón er hugsjónamaður í pólitík, fylginn sér og
traustur og heiðarlegur stjórnmálamaður. Þetta er það eina rétta í stöðinni í
dag að mínu mati.  


Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.5.2007 kl. 12:53

8 Smámynd: Jóhann Rúnar Pálsson

Svei mér þá að ég sé ekki barasta nokkuð sammála síðasta ræðumanni!

Guðmundur hefur nú nokkuð til síns máls hér. Við Framsóknarmenn höfum haldið því fram að flokkurinn hafi staðið fyrir mörgum góðum málum og víst er að einhver afturbati komi á þjóðarskútuna ef Framsóknar nýtur ekki við. Framsókn hefur ekki til þessa skorast undan ábyrgð. Af þeim sökum tel ég að við ættum að skoða gaumgæflega hvort einhver flötur er á áframhaldandi samstarfi. Flokkurinn er og á að vera landsbyggðarflokkur og í raun var það ekki landsbyggðin sem hafnaði Framsókn. Í það minnsta eigum við ekki að kasta fram handklæðinu fyrr en fullreynt verður með samstarfið.

Lifið manna heilastir ágætu bloggarar!

Með kveðju

Jóhann Rúnar Pálsson, 15.5.2007 kl. 00:24

9 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Nei Emil. Björn Ingi hefur þegar lýst yfir stuðningi við Jón og það geri ég líka. Það er margt til í þessu hjá ykkur Guðmundur og Jóhann en það eru líka rök á móti. Þetta þarf að ræða og ná niðurstöðu. Já Stebbi, gerum það. Þetta er viðunandi niðurstaða hér fyrir okkur enda þrotlaus vinna að baki henni.

Ragnar Bjarnason, 15.5.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband