Svona er þetta

Það fór svo sem eins og stefndi í fyrir okkur í þessum kosningum og svona eru hlutirnir bara. Eins og ég sagði í gær þá er þetta niðurstaða, sem er óumdeilanleg og ber að virða.

Framhaldið hlýtur að vera á þann hátt að Framsóknarflokkurinn tekur ekki þátt í áframhaldandi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, til þess er meirihluti þeirra flokka of naumur og einnig eru skilaboðin skýr til okkar um að þessi samsetning sé ekki það sem a.m.k. okkar kjósendur vilja sjá. Í framhaldinu má segja að Framsóknarflokkurinn taki ekki þátt í ríkisstjórn á þessu kjörtímabili nema um verði að ræða stjórnarkreppu af einhverju tagi en það er eitthvað sem ég sé ekki að sé í spilunum eins og er.

Til þess eru vinstri flokkarnir tveir of viljugir til að fara, í sitt hvoru lagi, í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og eðlilegt að sigurvegarar kosninganna, D og V fari saman. Spurningin er þá sú hvort málefnagrundvöllur sé fyrir hendi. Í svipinn man ég bara eftir tveimur stórum málum til að leysa miðað við kosningabaráttuna. Íraksmál og virkjunarmál, hvernig ætli það fari?

Annars held ég að þetta hafi verið óskastaða S og V því nú þurfa þeir flokkar ekki að smjúgja út úr hinu títtnefnda kaffibandalagi og geta hagað sér í framhaldinu í samræmi við það. Eru lausir og liðugir í framhaldinu og þurfa ekki að standa skil á því.

Annars eru auðvitað fáir hlutir alslæmir og nokkrir ljósir punktar í þessu öllu saman að mínu mati. Meira um það síðar.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Aðalsteinsson

Sæll Ragnar, 

D o V stjórn væri ekki álitleg fyrir landsbyggðina. En líklegasta niðurstaðan að mínu áliti því B ætti ekki að fara í neitt stjórnarmynstur, en hugsa sinn gang eftir dóm kjósenda.  B tapar vegna margra hluta.  M.a. vegna þess að fólkið kýs áherslur til vinstri í velferðarmálum, heilbrigðis- og félagsmálum.  Einnig má segja það um kosningasigur V að áhersla á umhverismál og náttúruna er ekki skýr (eða þessi mál vanmetin) hjá B í atvinnustefnu sinni á landsbyggðinni.   Að mínu mati var B ekki nógu mikill félaghsyggjuflokkur síðustu 12 árin, þ.e. vantar í vinstri hliðina. D kemst hinsvegar upp með hægri áherslurnar í ríkisstjórn því kjósendur hans ætlast einmitt til þess af honum.

þórir 

Þórir Aðalsteinsson, 13.5.2007 kl. 14:08

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Sæll Þórir. Ég er sammála mörgu í þessu hjá þér og sérstaklega því fyrsta.

Ragnar Bjarnason, 13.5.2007 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband