Samfylkingin já

Það talaði nú framámaður í Samfylkingunni við mig í gær, sem ég átti nú ekki von á verð ég að segja og óskaði eftir því að ég myndi beita þeim áhrifum sem ég hefði til að snúa Framsókn í þriggja flokka vinstri stjórn. Greinilegt að viðkomandi þekkir mig ekki sérstaklega vel eða til mín ef út í það er farið og metur ítök mín langt um meiri en þau raunverulega eru.

Annars snérist umræða hans að mestu leyti um að formæla Steingrími Joð og framkomu hans síðustu daga sem hann taldi að væri að ganga frá þessum ofangreinda möguleika.


mbl.is Biðstaða í viðræðum stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

VG menn eru allavega ekki að reyna að brúa neinar brýr eða að grafa stríðsöxina.  Það er allavega löng leið í að þeir verði stjórntækir ef þeir ætla ekki að geta hagað sér eins og siðað fólk. Get vel skilið að Samfylkingarmönnum sé hætt að lítast á blikuna með VG. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 15.5.2007 kl. 19:13

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er viss um að þú getur haft áhrif, allavega laðar þú okkur vinkonur þínar að þér 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

  Spennandi að fylgjast með.

Vilborg Traustadóttir, 15.5.2007 kl. 23:06

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég þakka kærlega Ásdís og já Vilborg það er spennandi að fylgjast með

Ragnar Bjarnason, 16.5.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband