Hvað vill VG?

Þeir Vinstri Grænu sem ég hef hitt eða heyrt í (og það er nóg um þá) í gær og dag hafa nánast allir líst yfir þeim vilja sínum að stjórnarmynstur kjörtímabilsins verði þriggja flokka stjórn VG, Sf. og Framsóknar. Þetta hefur mér þótt alveg ótrúlegt, svo ekki sé meira sagt miðað við hvernig sama fólk lét við mann í kosningabaráttunni, sem hefur að auki staðið lengi hjá því.

Ég hef tekið fálega í þetta og bent á þá skoðun mína að við eigum að vera utan stjórnar nema um sé að ræða stjórnarkreppu. Ég sé það bara ekki vera að gerast. Þetta útspil Steingríms er eingöngu til að friða ákveðna aðila í VG sem vilja ekki stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Um leið togar hann Framsókn frá Sjálfstæðisflokknum sem og Samfylkinguna og getur stokkið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum í framhaldi þess.

Málið er hins vega núna að Geir þrýstir á Framsókn að halda áfram í samstarfinu því þeim hugnast ekki að fara í samstarf með öðrum.

Sjáum hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er að sjálfsögðu ánægð með niðurstöður kosningana hvað varðar minn flokk Sjálfstæðisflokkinn.   Það hvernig vinstri flokkarnir létu fyrir kosningar við Framsóknarflokkinn er kapítuli út af fyrir sig.  Ég treysti Geir Haarde til að leysa málið og eins og hann segir þá er starfhæf stjórn starfandi og eins og Guðni Ágústsson benti á "felast styrkleikar í veikleikanum."  Það er þó að stjórnin sé veik þá gerir það ákveðnar kröfur á hana að vera sterk!!!  Sjáum hvað setur, það er ekki öll nótt úti enn.  Það sem mér finnst hvað athyglisverðast er að enginn minnist á Frjálslynda flokkinn í sambandi við stjórnarmyndurn.  Hvar eru þeir????

Vilborg Traustadóttir, 14.5.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Steingrímur vill náttl. bara afsökunarbeiðni. Er virkilega allt löðrandi í VG fólki í kringum þig? greyið mitt. Ég treysti Geir til að bjarga þessu við á þann hátt og með þeim sem best má treysta.  Vorkveðja í dalinn fagra.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 21:13

3 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Ég segi það við hvern þann sem heyra vill, vonandi þarf þjóðin aldrei að upplifa Steingrím við stjórnvölinn!

Arnfinnur Bragason, 14.5.2007 kl. 22:12

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég var allavega að vona vinstri stjórn og að ríkisstjórnin kolfélli eins og leit út fyrir þegar ég fór að sofa á kosninganótt. Svo vaknar maður upp við þennan fjanda eina ferðina enn.

Svava frá Strandbergi , 15.5.2007 kl. 00:52

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Það er einn og einn VG isti hér. Sjáum hvað setur en ég er orðinn nokkuð sammála Arnfinni þessa stundina svona miðað við hvað á hefur dunið.

Ragnar Bjarnason, 15.5.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband