8.7.2007 | 22:14
N 1
Ég eyddi parti af gærdeginum á Akureyri, nánar tiltekið á N1 mótinu eða fyrrverandi ESSO móti KA. Þar dæmdi ég nokkra leiki og leist bara nokkuð vel á það sem ég sá. Heilmikið um tilþrif hjá þátttakendum og þvílík innlifun með meðfylgjandi sorgum og gleði eftir því sem við átti. Nægur efniviður í framtíðarknattspyrnufólk þarna á ferðinni síðustu daga.
Annars verður þetta mér alltaf meira og meira umhugsunarefni þessi nafnabastarður sem N1 nafnið er. Þvílík hörmung það er, hann hlýtur að fara huldu höfði maðurinn á bakvið það.
Eftir þetta lá leiðin til Grenivíkur sem aðstoðardómari í leik milli Magna og Sindra sem heimamenn unnu naumlega 3-2 en meðal annars fór víti forgörðum hjá Sindra mönnum.
Kvöldið fór síðan í grillveislu með KDN á Akureyri en það var hin besta skemmtan. Góður dagur í gær þó langur væri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 22:34
Spjaldasaga númer eitt
Ég var enginn engill á mínum knattspyrnuferli í "gamla daga" eins og sagt er. Ég átti það til að fá þessi svokölluðu spjöld, bæði gul og rauð fyrir ýmsar sakir og nánast alltaf var maður búinn að vinna fyrir því en þó á almennilegan hátt en ekki eitthvað kjaftæði.
Nánast alltaf segi ég en eitt það skrýtnasta sem ég lenti í á stuttum ferli var að fá rautt spjald fyrir eitt gult. Ég fékk sem sagt áminningu og brottvísun í framhaldi hennar því dómari leiksins hélt að um væri að ræða mína aðra áminningu í leiknum. Hafði hann skráð áminningu leikmanns andstæðinganna, er bar sama númer og mitt fyrr í leiknum en ruglast og skráð hana á mig.
Mig sveið þetta sem von var og mótmælti en mótmæli mín voru bæði stutt og kurteis. Síðan laut ég úrskurðinum og gekk til búningsklefa samkvæmt tilmælum dómara og algjörlega án þess að sturlast á einn eða annan hátt.
Dómari leiksins sá síðan mistök sín að leik loknum er hann bar saman bækur sínar með aðstoðardómurum sínum og var maður að meiri er hann kom í klefann til mín eftir það og baðst afsökunar á mistökum sínum. Mér þótti, og þykir enn, mikið til þess koma hjá honum.
Það gera allir mistök, sumir eiga erfitt með að viðurkenna þau hvað þá að afsaka þau. Þeir sem það gera eru menn að meiru.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.7.2007 | 17:16
Ég held að ....
![]() |
Bjarni þurfti lögreglufylgd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 22:46
Léttleiki tilverunnar
Samt ekki hinn óbærilegi held ég. Hér er einn frekar þurr og leiður um daginn, líklegast er þetta tekið fyrir reykingabann. Eitthvað áhugavert virðist samt vera í útvarpinu hjá greyinu.
Svon förum við svo með sumarstarfsmennina, ég tala nú ekki um þegar þeir eru úr Aðaldal. Fyrir þá sem ekki þekkja drenginn þá er þetta Böðvar JónsGauta og Þórdísarson. Við þurfum að geyma hann í búri þar sem hann er útkastari í Sjallanum og á það til að vera ofvirkur.
Svona þarf litla hluti til að skemmta manni stundum.
3.7.2007 | 00:21
Sýnum viljann í verki ...
1.7.2007 | 21:04
Smá fréttir úr enska boltanum
Fyrst smá fréttir af mínu liði, Liverpool. En eins og sjálfsagt flestir vita er verið að ganga frá kaupum á Fernando Torres núna næstu daga fyrir 25-27 milljónir punda (eða 22-25m + Luis Garcia). Metfé af okkar hálfu. Þá eru líkur á því að Craig Bellamy fari frá okkur til West Ham, jafnvel í skiptum fyrir Youssi Benayoun. Mjög líklegt er síðan að Liverpool kaupi Malouda um næstu helgi á 17 milljónir og síðan jafnvel Simao á svipuðum tíma fyrir 12 milljónir. Þá hefur félagið einnig verið orðað við Carlos Tevez eins og mörg stórlið Evrópu, undanfarna daga og vikur. Nánast öruggt þykir að hann verði áfram í Englandi og er frekar reiknað með að Tevez velji Arsenal eða Man. Utd.
Og nánar af Benayoun. Þá vill hann fara frá West Ham vegna Curbishley því hann setti hann út úr liðinu í nokkrum leikjum í vor. Ber samt Eggerti vel söguna og segir að hann hafi boðið nýjan samning fyrir nokkrum vikum en hitt ráði meiru en peningar.
30.6.2007 | 20:50
Frekir leiðsögumenn
Síðuhaldara hefur borist sú sérstæða beiðni að fjalla sérstaklega um yfirgang og frekju leiðsögumanna er fylgja ferðalöngum í hópferðabílum.
Nokkrir aðilar, sem vinna á ferðamannastöðum hafa tjáð mér að þeir séu orðnir þreyttir á frekju leiðsögumanna sem stoppa hjá þeim. Þeir vilji fá allt saman frítt, bæði aðgang sé um hann að ræða og ekki síður veitingar. Ef þeir fá síðan neikvæð svör um beiðnir sínar í þessa veru, hafi hún verið borin fram er stutt í hótunina um að stoppa þá ekki framar með hópa á sínum vegum þar og eins að allir aðrir staðir séu með allt frítt fyrir þá og því verði svo einnig að vera þarna.
Ætli þetta sé algild hegðun leiðsögumanna eða einungis einstök tilfelli? Vona og held að um það síðara sé að ræða.
29.6.2007 | 23:49
Eiður Smári til Newcastle
Menn hafa verið að velta því upp í dag að Eiður Smári sé á leiðinni til Newcastle og hitti þar fyrir sinn gamla framkvæmdastjóra frá tíma sínum með Bolton, Stóra Sam.
Aðalfréttin er sú að Allardyce sé á leiðinni til Barcelona til að ganga frá kaupum á Edmilson hinum brasilíska en í raun sé hann að reyna að fá Eið, sem sagður er "out of favor" á Nou Camt, til sín í leiðinni.
Athyglisvert að sjá hvernig þessi fer fram.
28.6.2007 | 19:41
Þetta líst mér á
Ég hef dundað mér við það í gegnum tíðina að hlusta á Led Zeppelin og má eiginlega segja að hún sé nokkurn veginn í uppáhaldi hjá mér sveitin sú. Þetta eru því ekki leiðinlegar fréttir svona fyrst um sinn að minnsta kosti. Spurningin er hins vegar sú í framhaldinu hvort maður verði nokkuð vonsvikinn með uppvakninginn.
Held það samt ekki þannig að mér líst ákaflega vel á þetta.
Meira um tónlistarætuna mig seinna.
![]() |
Led Zeppelin að snúa aftur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2007 | 23:08
Á ekki eftir að virka
Því miður er þetta ekki ráðstöfun sem mun leiða af sér það sem til þarf til að stilla til friðar og vinna traust milli aðila á svæðinu.
Blair hefur sjálfur ekki traust allra aðila, telst ekki hlutlaus með öllu og verður því tortryggður af einhverjum aðilum.
Annars var ég að horfa á þáttinn "The rise and fall of Tony Blair" núna áðan og er þar margt merkilegt að finna. Þar á meðal fannst mér áhugavert að heyra um sýn Blairs á Evrópumál snemma á valdatíma hans en hann vildi að Bretar tækju forystu í Evrópu. Grundvöllur þess að mörgu leyti var þátttaka í sameiginlegum gjaldmiðli Evrópu en þar stöðvaði Gordon Brown allar tilraunir í þá átt. Var jafnvel nefnt að hræðsla Blairs til að takast á við Brown hafi verið hans helsti veikleiki allan valdatímann. Blair gekk jafnvel það langt til að ná fram þessu markmiði sínu að hann kom þeim skilaboðum til Browns að hann gæti tekið við forsætisráðherraembættinu ef þátttaka í evrunni væri tryggð. Nú er Brown orðinn forsætisráðherra en pundið spilar ennþá sína rullu af fullum krafti. "Good things come to those who wait" er það ekki?
Annað sem sagt var um Blair var að of stór veikleiki hans væri það hversu mikið hann eltist við fyrirsagnir í stað þess að horfa til framtíðar.
En kannski meira um þetta síðar.
![]() |
Brown lýsir ánægju sinni með nýtt starf Blair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |