Spjaldasaga númer eitt

Ég var enginn engill á mínum knattspyrnuferli í "gamla daga" eins og sagt er. Ég átti það til að fá þessi svokölluðu spjöld, bæði gul og rauð fyrir ýmsar sakir og nánast alltaf var maður búinn að vinna fyrir því en þó á almennilegan hátt en ekki eitthvað kjaftæði.

Nánast alltaf segi ég en eitt það skrýtnasta sem ég lenti í á stuttum ferli var að fá rautt spjald fyrir eitt gult. Ég fékk sem sagt áminningu og brottvísun í framhaldi hennar því dómari leiksins hélt að um væri að ræða mína aðra áminningu í leiknum. Hafði hann skráð áminningu leikmanns andstæðinganna, er bar sama númer og mitt fyrr í leiknum en ruglast og skráð hana á mig.

Mig sveið þetta sem von var og mótmælti en mótmæli mín voru bæði stutt og kurteis. Síðan laut ég úrskurðinum og gekk til búningsklefa samkvæmt tilmælum dómara og algjörlega án þess að sturlast á einn eða annan hátt.

Dómari leiksins sá síðan mistök sín að leik loknum er hann bar saman bækur sínar með aðstoðardómurum sínum og var maður að meiri er hann kom í klefann til mín eftir það og baðst afsökunar á mistökum sínum. Mér þótti, og þykir enn, mikið til þess koma hjá honum.

Það gera allir mistök, sumir eiga erfitt með að viðurkenna þau hvað þá að afsaka þau. Þeir sem það gera eru menn að meiru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert nú líka gæðablóð og góður drengur Raggi minn, það held ég allavegana.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 01:14

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég held líka að þú sért gæðarblóð Ragnar.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.7.2007 kl. 22:44

3 Smámynd: Hannes Bjarnason

Þið hafið greinilega aldrei spilað fótbolta við Ragnar. Hann er með grófari mönnum sem ég hef spilað við. Man ekki hvort atbruðurinn sem han vitnar til var í leik við Magna á Grenivík, en í þeim leik þá var ég glaður yfir því að vera í sama liði og hann, því hann átti skilið að fá 3 rauð spjöld í þeim leik.

Hann er reyndar ekki sá grófasti sem ég hef spilað með, það er Sigurbjörn Árni Arngrímsson, hálfur Skagfirðingur og hálfur Mývetningur, það er hættuleg blanda.

Annars, Liverpool er að gera góða hluti með kaup á mögnuðum leikmönnum, eða hvað heldur þú Ragnar?

Hannes Bjarnason, 8.7.2007 kl. 07:38

4 Smámynd: Stefán Jónsson

Ég get alveg vottað það að dr. Sigurbjörn er einn sá algrófasti sem straujað hefur fótleggi íslenskra unglingspilta. Ég held að Stóragjá í Mývatnssveit hafi orðið til þegar hann tæklaði vin sinn og nágranna, Þóri Steinþórs, á malarvellinum í Reykjahlíð forðum daga - Merkilegt nokk, því ég veit ekki betur en að þeir hafi báðir spilað fyrir Mývetning.

Stefán Jónsson, 17.7.2007 kl. 01:00

5 identicon

Andskotinn, á annarri hverri vefsíðu er verið að halda því fram að ég hafi verið grófur í fótbolta.  Ég fékk aldrei svo mikið sem eitt spjald á mínum ferli.  Hannes var bara svo feitur að það var ekki hjá því komist að rekast aðeins í hann ætlaði maður fram hjá honum (maður hefði þurft að fara hálfa leið til Akureyrar til að komast hjá því að snerta hann).  Ég man nú ekki eftir að hafa tæklað Þóri Steinþórs en ég man eftir að hafa étið helminginn að kjúklingalegg Stefáns Jónssonar í einum munnbita í Ásbyrgi á frjálsíþróttamóti

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband