N 1

Ég eyddi parti af gærdeginum á Akureyri, nánar tiltekið á N1 mótinu eða fyrrverandi ESSO móti KA. Þar dæmdi ég nokkra leiki og leist bara nokkuð vel á það sem ég sá. Heilmikið um tilþrif hjá þátttakendum og þvílík innlifun með meðfylgjandi sorgum og gleði eftir því sem við átti. Nægur efniviður í framtíðarknattspyrnufólk þarna á ferðinni síðustu daga.

Annars verður þetta mér alltaf meira og meira umhugsunarefni þessi nafnabastarður sem N1 nafnið er. Þvílík hörmung það er, hann hlýtur að fara huldu höfði maðurinn á bakvið það.

Eftir þetta lá leiðin til Grenivíkur sem aðstoðardómari í leik milli Magna og Sindra sem heimamenn unnu naumlega 3-2 en meðal annars fór víti forgörðum hjá Sindra mönnum.

Kvöldið fór síðan í grillveislu með KDN á Akureyri en það var hin besta skemmtan. Góður dagur í gær þó langur væri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband