Færsluflokkur: Dægurmál

Þröngsýnin í hámarki

Við lestur Morgunblaðsins í dag gat ég ekki með nokkru móti áttað mig á orði einu, er var í fyrirsögn smáfréttar nokkurrar en það var orðið "Raðafæta". Raða-fæta las ég aftur og aftur og botnaði ekki neitt í neinu. Gerðist svo snúinn í skapi og las afganginn af Mogganum. Orðskrípi þetta yfirgaf mig þó ekki og ég lagðist aftur yfir það að heildarlestri blaðsins loknum og þá loksins kom þetta. Auðvitað stendur þarna rað-afæta. Samt finnst mér að annað orð hefði mátt vera í stað þessa í fyrirsögninni, en svona getur maður stundum verið þröngsýnn.

Ekki nema von ...

... að háum aldri sé náð í höllinni. Aldrei neitt spennandi að gerast í kringum Arsenal þannig að blóðþrýstingur og púls geta alltaf verið í sínum eðlilega farvegi og líkaminn þannig áreynslulaus.
mbl.is Drottningin heldur með Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svei mér þá

Ég lagði það á mig að horfa á norræna þáttin í gærkvöldi í dagskrárlok til að sjá endanlegu útgáfu lagsins. Svei mér þá ef það er ekki bara betra með enska textann en í upphafi fannst mér textinn vera að draga lagið niður.

Það hefur í það minnsta ekki versnað.


mbl.is Eiríkur Hauksson tekur lagið og veitir eiginhandaráritanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppfinning dagsins

Núna er ég búinn að bjarga fjárhagslegri framtíð fjölskyldunnar. Ég fer strax eftir helgi á einkaleyfastofuna og skrái einkaleyfi á "herslumuninum" þ.e.a.s. ef þeir Sniglabandsmenn eru ekki búnir að því. Þetta er nefnilega stolið frá þeim.

Ég stórgræði á uppfinningunni því það vantar nefnilega alltaf herslumuninn.


Nú fer maður og verslar

Kannski maður kaupi Baðfélagið bara og stórgræði.

Ég man þá tíð annars að maður fór bara í lónið norðan við veginn og borgaði ekki neitt. Síðan þegar baðlónið var opnað þá komu allt í einu skilti upp við það gamla um hvað það væri hættulegt að fara í það.

Annars fannst manni alltaf hálf skrítið að ekkert þessu líkt væri fyrir löngu búið að gera á svæðinu.


mbl.is Hlutur ríkisins í Baðfélagi Mývatnssveitar seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegt

Já það styttist í vorið. Það er alltaf jafn ánægjuleg frétt fyrir mér á vorin að heyra af komu lóunnar og síðan er því eins farið með kríuna.

Léttist lundin töluvert við þetta.


mbl.is Lóa í fjörunni á Eyrarbakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með því betra

Algjör snilld. Greinilegt að vilji maður fara á þessi vefföng verður maður að fara reglulega eða hafa í "favorites"
mbl.is Lengstu slóðirnar á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppilegt

Það fer nú eiginlega að hætta að vera frétt þegar vatnsleki er einhversstaðar í Reykjavík þessa dagana. Það er hreinlega alltaf leki einhversstaðar.

Svei mér þá.


mbl.is Vatnsleki í kirkju Óháða safnaðarinns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel gert

Ég sker mig úr fjöldanum hérna því ég held með MR.

Góður árangur hjá þeim. Ég er ánægður með þetta.


mbl.is MR í úrslit Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattframtalið

Ég var að enda við að hjálpa pólskum vinnufélögum mínum að senda skattframtalið sitt. Úff, en ég sjálfur fékk frest á mínu eins og ekta Íslendingur. Ég vildi að mitt framtal væri eins einfalt og þeirra Janusar og Gregorz en nei nei ég er bæði með húsbyggjendaskýrslu og gott ef ég er ekki með landbúnaðarskýrslu líka. Frábært. Best að taka helgina í þetta.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband