Færsluflokkur: Dægurmál

Er Bolungarvík erlendis?

Er Mogginn að gera það opinbert þá skoðun sína að Vestfirðir séu ekki partur af Íslandi? Þessi frétt hafnaði nefnilega í dálknum "erlent" hjá þeim og mér þótti alveg kjörið að koma með þessa samsæriskenningu þá í kjölfarið.
mbl.is Hús rýmd vegna snjóflóðahættu á Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ég ...

... og ég var pínu fúll í fyrstu verð ég að játa. En síðan sættir maður sig bara við að borga aulaskattinn til að aðrir fái notið ánægjustunda í lífinu. Það á einnig við um samtökin sem reka dæmið og fá sinn skerf.

Samkvæmt breskri könnun hefði maður líka þurft að fá meiri pening en þetta til að vera hamingjusamur út á. Minnir að það hafi verið meira en 120 milljónir sem þú þurftir til þess og það var fyrir einum fjórum árum.

Þannig að það er bara ágætt að maður lenti ekki í þessu róti.


mbl.is Er 31 milljón ríkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grettir dagsins

Grettir er alltaf góður.ga070317

 

 

 

 

Svo verða menn bara að leggja sína meiningu í hlutina. Reyndar finnst mér "spider" línan hans alltaf með því betra.


Ég veit ekki um ykkur .....

en mér finnst þetta alveg ótrúlega fyndið. Svona getur maður stundum (ekki alveg alltaf væri kannski rétta setningin) skemmt sér yfir óförum annarra. Þetta á ábyggilega eftir að þýða marga brandara á kostnað kvenökumanna frá karlpeningnum Halo

Greyið stelpan að lenda í þessu.


mbl.is Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef bara alveg sloppið!

Ég er bara ekki búinn að fá að heyra neinn Ragga Bjarna brandara í dag, hverju ætli það sæti eiginlega? Ég ætti kannski að lauma mér með þeim í sönginn.
mbl.is „Ekkert nema músík og gleði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úff

Er þá ekki Sylvía "okkar" Nótt farin að skvetta um sig aftur.

Ég þori alveg að segja það að hún á ekki upp á pallborðið hjá mér nú frekar en endranær. Hún nær örlítið að fara í taugarnar á mér með sínum yfirgengilegu töktum. Mér finnst hún nær alltaf ganga of langt og fara vel yfir margumrætt strik. Reyndar þoli ég hana eingöngu fyrir það hvað mér finnst markaðssetningin og kynningarmálin vera góð í kringum batteríið.

Líklega kemst ég algjörlega upp með það að vera neikvæður út í hana þar sem ég er "landsbyggðarfrík" og mun ekki eiga það á hættu að hún, eða henni tengdir aðilar, banki upp á hjá mér með hótunum. Að auki myndi það heldur ekki vekja neitt umtal eða hafa neitt auglýsingagildi.


mbl.is Silvía Nótt herjar á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband