Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað hef ég svo sem um málið að segja?

Mér finnst vera mikill sjónarsviptir og missir að Björn Ingi Hrafnsson skuli hafa ákveðið að segja sig frá borgarstjórn Reykjavíkur. Ég hef alla tíð stutt hann og verið hrifinn af framgangi hans í stjórnmálum innan Framsóknarflokksins. En svo virðist ekki vera um alla greininlega.

Það sem Björn Ingi hefur gengið í gegnum nánast frá upphafi ferils síns í flokknum er hrein ósanngirni og rætni á köflum. Bæði utan flokks og ekki síður innan, meira innan en mig óraði nokkurn tímann fyrir. Það finnst mér miður, mjög miður. Það er kristaltært að með svona félaga þarf maður enga mótherja.

Ég sakna þess sérstaklega að formaður flokksins skuli ekki, mér vitanlega né sýnilega, hafa gengið í þau mál sem nú hafa æxlast á þann veg sem orðið er. Gengið þannig í þau að sómi væri af fyrir flokk og annan forystumann, sem gæti hafa þurft á slíku að halda. Hvar er styrkurinn fólginn? Jú í því að ganga inn og leysa vandamál þegar á þarf að halda. Ég hef alltaf verið hrifnari af því að leysa vandamál en búa þau til, ég veit að svo er ekki farið um alla.

En ég held áfram að styðja Björn Inga og óska sérstaklega eftir því að hann haldi áfram pólistískum störfum á vettvangi Framsóknarflokksins því þar á hann allan minn stuðning þó svo ekki mikill sé kannski í sjálfu sér. Ég er jú langt frá Reykjavík.

Það held ég.


Næstu prófkjör í Bandaríkjunum

Ég var búinn að lofa að koma með smá um nýjustu skoðanakannanirnar varðandi útnefningu forsetaframbjóðenda í BNA.

Fyrst ber að telja að málið er dautt hjá Demókrötum í Suður-Karólínu á laugardaginn að því að virðist. Þar er Obama með gott forskot, yfir tíu prósentustig í öllum síðustu könnunum utan einni að því að ég held. Og eins og ég sagði í fyrri færslu þá hefur Clinton meðtekið það og reynir að snúa kosningunni og úrslitunum á einhvern hátt í góðæri framtíðarinnar fyrir sig.

En þá eru það Repúblikanar. Þar er nóg að gerast og ekki endilega hægt að sjá á milli manna þó menn hafi hallast að því síðustu daga að McCain sé forystusauðurinn. Það hefur þó breyst því nú sýna kannanir Mitt Romney á toppnum í Flórida en hann virðist vera sá frambjóðandi sem mest hefur sótt í sig veðrið við brottfall Fred Thompson úr baráttunni. Romney er með 25% en McCain er með 20% og Giuliani 19%. Þar hefur Huckabee gefið nokkuð eftir með 13% nú en hann var á toppnum þar á tímabili fyrir helgi. Eitthvað flæði er þó á milli manna en núna eru stuðningsmennirnir staðfastastir að baki þeirra, sem standa lægst.

Þá er einnig talað nokkuð um það að Giuliani sé að bíta úr nálinni með það að hafa sleppt baráttunni í ríkjunum sem kusu snemma og leggja í staðinn allt kapp á nokkur stór ríki sem kjósa 5. febrúar. Núna sýna kannanir í New York að hann sé vel á eftir McCain þar eða einum 6%. Hann hefur eiginlega verið niður á við í öllum könnunum undanfarið og ætli hann sé ekki hreinlega að sigla úr leik hreinlega.

Síðasti punkturinn er svo sá að menn eru auðvitað farnir að spá í sjálfar forsetakosningarnar í nóvember og para saman frambjóðendurna, hver getur unnið hvern sem sagt. Og merkilegt nokk, samkvæmt þeim könnunum myndu hvort þeirra sem er, Obama eða Clinton, vinna hvaða frambjóðenda Republikana .... nema einn. Hann aftur á móti myndi vinna þau bæði, sama hvort þeirra það væri sem færi fram á móti honum. Þetta er auðvitað hinn háaldraði og síhressi John McCain. Og nú verður manni kalt. Mér finnst þessar pælingar skemmtilegar þó langt sé í sjálfar forsetakosningarnar en þær gera það að verkum að ég er til í hvern sem er í framboð fyrir Repúblikana nema McCain. En annars flott að sjá Romney þá bæta við sig, spurningin er þá í framhaldinu hvert fara atkvæði Giulianis þegar hann dregur sig út?

Meira um svona lagað á næstunni, ég er svo mikið fyrir tölur.

Það held ég.


Kynþáttakosningar hjá Demókrötum?

Alveg frá því að Barack Obama hóf vegferð sína til útnefningar Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust, hefur hann gert allt sem hefur getað til að halda kynþáttamálum frá baráttunni. Þetta er ekki kynþáttabarátta heldur val um forsetaefni byggt á málefnum en ekki kynþætti.  Smátt og smátt hefur þessi nálgun hans held ég laðað að honum fleiri og fleiri svarta kjósendur af því að þeir trúa því að það sé möguleiki að aðrir en þeir kjósi hann og þar með sé raunverulegur möguleiki á útnefningu hans. Það er ekki lengur bara draumórar að svo sé.

Það var Clinton sem kom upp með MLK og fékk á baukinn í staðinn. En ef þau ganga lengra? Sumir tala um að það sé stragetía hjá þeim að sjást sækjast eftir atkvæðum svartra í Suður-Karólínu, eitthvað sem þau vita alveg að gengur ekki hjá þeim. Síðan hafa þau leitt athygli fjölmiðla á því hve margir slíkir kjósendur mæti á kjörstað í SK og hve miklum stuðningi það skilar Obama.

Og bingó. Hellingur af hvítum kjósendum snýr frá Obama í framhaldinu af því að hann er bara fyrir svarta fólkið. Eða eins og segir á síðu Rasmussen kannanafyrirtækisins ameríska:

If Hillary loses South Carolina and the defeat serves to demonstrate Obama’s ability to attract a bloc vote among black Democrats, the message will go out loud and clear to white voters that this is a racial fight. It’s one thing for polls to show, as they now do, that Obama beats Hillary among African-Americans by better than 4-to-1 and Hillary carries whites by almost 2-to-1. But most people don’t read the fine print on the polls. But if blacks deliver South Carolina to Obama, everybody will know that they are bloc-voting. That will trigger a massive white backlash against Obama and will drive white voters to Hillary Clinton

Snilldarplan, engin fingraför og allir sáttir. "Only in America" er það fyrsta sem manni dettur í hug.

Það held ég.


Er Hilary að sleppa Suður-Karólínu ?

Næsta forval Demókrata fer fram í Suður-Karólínu ríki á laugardaginn kemur og hafa frambjóðendur barist harkalega undanfarið. Það náði líklega hámarki í kappræðunum sem ég fjallaði um í gær. En það nýjasta úr herbúðum Clintons er að Hilary ferðast út fyrir ríkið og halda fundi í ríkjum sem kjósa 5. febrúar. Bill er að vísu eftir í SK en eins og einhver sagði þá "er það Hilary sem er í framboði en ekki Bill.

 Fyrrverandi formaður Demókrata (Dick Harpootlina) í ríkinu orðaði sýna skoðun á málin á þennan hátt:

Clintons´SC strategy is “typical Clinton sleight of hand, “ adding: “When they get their brains beat out here on Saturday they will be able to say they didn´t really try here

 

Og fyrrverandi ríkisstjóri (Jim Hodges) sagði:

He called the Clinton approach to South Carolina “an insurance policy against failure

 

En þetta bendir auðvitað til að stóri þriðjudagurinn nálgast þar sem 24 ríki halda forval og taugatitringurinn vegna þes sé að byrja að aukast all verulega.

 

Sjá nánar hér.

 


Það verður ekki Clinton/Obama eða Obama/Clinton í haust

Ein af niðurstöðum kappræðna Demókrata í Suður-Karólínu í dag virðist vera sú að nú telja sumir það vera orðið skýrt að þau fari ekki saman í forsetaframboð í haust. Það er að segja að annað verði ekki varaforsetaefni þess þeirra sem vinnur útnefninguna.

Annars var þetta hörð senna þeirra á milli og öðru hverju skaut Edwards upp en hann er annars læstur í hlutverki þriðja hjóls í þessu. Hér er smá myndband með Hilary og hér er smá myndband með Barack. Hér er síðan hlekkur á álit nokkurra sérfræðinga á kappræðunum.

Einhversstaðar sá ég svo einkunnagjöfina A- á Obama þar sem hann hefði verið í heildina góður þrátt fyrir nokkur veik moment. B+ á Clinton og Edwards þar sem Clinton hefði verið æst í að fá Obama í slag (með Bill tilbúinn með sverðið á hliðarlínunni).

En þetta var bísna heit umræða þeirra á milli eins og sjá má

Obama said Clinton had worked as "a corporate lawyer sitting on the board of Wal-Mart" while he was a community organizer. Clinton jabbed Obama for representing a slumlord when he was a lawyer in Chicago.

Það held ég.


... og þá voru eftir fimm

Núna fyrr í dag kom yfirlýsingin frá Fred Thompson um að hann drægi sig út úr kosningaslag Repúblikana.  Búist hafði verði við henni frá því að hann lenti eingungis í þriðja sæti í Suður-Karólínu á laugardaginn var en það var í raun rothöggið fyrir áframhaldandi þátttöku hans í útnefningarkapphlaupinu.

Today I have withdrawn my candidacy for President of the United States," Thompson said in a terse statement. "I hope that my country and my party have benefited from our having made this effort. Jeri and I will always be grateful for the encouragement and friendship of so many wonderful people.

Ekki er búist við því að hann lýsi yfir stuðningi við neinn hinna frambjóðendanna sem eftir eru strax. Þó sýnist mér að menn hallist helst að því að það verði þá við McCain sem hann styður verði það einhver, svona opinberlega. Meira hér.

Annars er það að frétta hjá Repúblikönum að þeir búa ennþá við það að hafa engann "frontrunner" ennþá en þeir hafa löngum reynt að útkljá baráttuna eins snemma og kostur er. Það er því allt ennþá í spilunum og miklar bollaleggingar um hvernig þetta fer allt saman. Það er einhvernveginn eins og þeir séu að fá meiri athygli hjá pressunni út á þetta og áhuginn sé aðeins að dofna á Clinton og Obama um leið þrátt fyrir nokkuð snarpar kappræður þeirra í millum í Suður-Karólínu (og ekki gleyma Edwards, hann er ennþá með).

Romney hefur unnið þrjú ríki, McCain tvö og Huckabee eitt. Og ef við þetta bætist að Giuliani vinnur svo í Flórida eins og hann hefur lagt mikla vinnu í þá er myndin engu skýrari en hún er í dag og þannig fer staðan þá inn í ofur þriðjudaginn, allt opið ennþá. Það er jafnvel farið að tala um að staðan geti einnig verið tiltölulega jöfn á milli 3-4 manna ennþá eftir ofur þriðjudaginn og þá út baráttuna og þannig verði farið inn í landsþingið, enginn með yfirburði. Þetta er orðinn möguleiki og þá taka við gömlu góðu samningarnir á staðnum við, klækirnir og uppboðin á sjálfu flokksþinginu. Það ætti kannski að senda einhverja borgarfulltrúa úr borg óttans til að aðstoða við það.

Það held ég.

PS Kem til með að setja inn skoðanakannanir á næstunni úr þeim ríkjum sem framundan eru, Suður-Karólínu, Flórida og síðan úr þessum 21/22 ríkjum á "Tsunami tuesday" eftir tíma og nennu.


Af hverju Clinton og Obama berjast í kosningasvikaávirðingum

Hér kemur smá innsýn í það hvers vegna þau héldu áfram með að ýja að því að framboð hvors annars hefðu rangt við í kosningunum í Nevada

 Both sides know that litigating what happened in Nevada has NO chance of changing the results. But, they also know that, among Democratic base voters, the issue of voter intimidation and voter disenfranchisement is a very powerful one. The ghosts of 2000 in Florida still linger for many within the ranks of the Democratic party. As a result, neither Obama nor Clinton can risk having his or her campaign be seen as tolerating those sorts of tactics for fear of alienating the party base  (http://blog.washingtonpost.com/thefix/?hpid=topnews)

Þetta veitti manni aðeins meiri skilning og er auðvitað svo augljóst.


Keyptur til samstarfs

Mín tilfinning varðandi þetta nýja meirihlutasamstarf í borg óttans (hún fer nú að verða það all verulega ef maður er stjórnmálamaður) er bara ein. Ólafur var keyptur til samstarfs með borgarstjórastólnum. Einfalt mál, svo kemur yfirklórið með málefni út og suður, sumt gert, annað ógert og sumt geymt.

Framtíðin er svo ljós varðandi meirihlutann. Hann hangir á bláþræði þar sem varamaður Ólafs styður hann ekki og ekki má ganga fram hjá honum ef þannig stendur á og miðað við það sem Björk Vilhelmsdóttir segir/staðfestir þá getur maður ekki annað en leitt hugann að því að þær aðstæður geti komið upp.

Vilhjálmur er auðvitað staðgengill í borgarstjórastarfinu, ekkert mál með það en borgarstjórnarfundirnir eru annað.

En tilvitnun dagsins í þessu kom á fréttamannafundinum í gær þegar Ólafur var spurður af hverju Margrét Sverrisd. hefði ekki verið með í ráðum. Þá gall við skýr kvenmannsrödd úr baklínu sjálfstæðismanna "nú hún er ekki í borgarstjórn". Alveg rétt og það er líklega lífsspursmál fyrir þennan nýja meirihluta að hún verði það ekki það sem eftir er kjörtímabils.

Það held ég.


Bill að ofgera?

Enn eru dreggjar forvals Demókrata í Nevada á laugardaginn að leka um fréttamiðla höfuðríkis hins frjálsa heims. Í aðdraganda þess fór Bill Clinton að beita sér af meiri hörku en verið hafði í slagnum fram að því (hafði reyndar aðeins sýnt það í New Hampsire). Nú ber Obama blak af sér undan Bill og segir að sér líði eins og hann sé að berjast við "báða" Clintonana. Alveg hárrétt og þar af er annar þeirra fyrrverandi forseti og einn vinsælasti Demókrati seinni ára vilja margir halda fram (það hefur reyndar ekki verið erfitt að vera það held ég).

Herbúðir Clinton segja honum að hætta að skæla, hann sé í kosningabaráttu og þar sé barist. Aftur á móti finnst sumum framámönnum í flokknum Bill beita sér full harkalega og fara á köflum yfir strikið og hafa biðlað til hans að "step it down" eins og þeir orða það, hægja aðeins á sér.

Fréttaskýrendur sumir hverjir aftur á móti telja aftur á móti að Bill líti frekar út eins og hörundssár eiginmaður í þessum aðstæðum frekar en fyrrverandi forseti sem er í forsvari fyrir kosningabaráttu frambjóðanda og að hann sé ekki búinn að finna réttu línuna í þessari baráttu.

The Clintons long have been a political couple and a political team, and in the heat of battle against an attractive opponent, she risks allowing her candidacy to be seen as a vehicle for preserving the power of the Clintons and their network, rather than one that charts a more independent course.

It is too much to expect Bill Clinton not to fight hard for his wife, but he must know that, as a former president, there is a fine line he must walk in doing so. It's not clear he has yet found it

Aðrir segja að þau hjónin séu að leika "bad cop-good cop" leikinn þar sem Hilary passar vel upp á það að vera jákvæð og uppbyggileg í sinni framkomu en Bill sjái um skítadreifinguna.

Þetta er að hitna all verulega upp a.m.k. en líklegt verður að teljast að Obama vinni Suður-Karólínu á laugardaginn en Hilary Florida þann 29. sem skiptir reyndar engu máli varðandi kjörmenn því Florida fær ekki að senda neina slíka á landsþing. Það verur því sigur til að byggja sig upp. Síðan kemur "super tuesday" með stór ríki þar sem Clinton er með verulega góða stöðu í.


Örstutt innskot um Obama og Clinton

Svona til þess að hafa það á hreinu í því sem ég skrifa um forval og prófkjör í Bandaríkjunum þessa daga (og lengi enn líklega) þá er ég fylgismaður Obama. Ég reyni samt að miðla því sem ég les og heyri hlutlægt, þetta er samt sem áður atriði sem menn geta haft í huga við lesturinn. Hjá hinum aðilanum er sá aðili sem ég er hrifnastur af ekki í toppbaráttunni en það er Giuliani. Mér virðist hann ekki eiga möguleika á útnefningu síns flokks.

En ég hef verið að hugsa svolítið um eitt viðtal sem ég sá aðfaranótt sunnudags í kjölfar prófkjöranna þriggja. Það var við reyndan stjórnmálaskýranda vestan hafs, man ekki hvað hann heitir.

Hann sagði tiltölulega orðrétt (skrifað eftir minni):

Obama is the stronger candidate, no doubt about that in my mind. But he is up against the Clintons and they are mean, they are a mean machine. I think he didn´t know what he was going to get.

Ég held að þetta sé að mestu leyti rétt hjá honum nema ég held að Obama hafi vitað hvað beið hans í baráttunni.

Þar fyrir utan er í fullu stríðið um það hvor aðilinn vann Nevada. Mér finnst það vera aukaatriði, Clinton vann í atkvæðum talið og það færir henni forskot. Hins vegar skilur maður það að Obama vilji reyna allt hvað hann getur til að stöðva að "momentið" færist til Clinton.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband