23.1.2008 | 13:12
Er Hilary að sleppa Suður-Karólínu ?
Næsta forval Demókrata fer fram í Suður-Karólínu ríki á laugardaginn kemur og hafa frambjóðendur barist harkalega undanfarið. Það náði líklega hámarki í kappræðunum sem ég fjallaði um í gær. En það nýjasta úr herbúðum Clintons er að Hilary ferðast út fyrir ríkið og halda fundi í ríkjum sem kjósa 5. febrúar. Bill er að vísu eftir í SK en eins og einhver sagði þá "er það Hilary sem er í framboði en ekki Bill.
Fyrrverandi formaður Demókrata (Dick Harpootlina) í ríkinu orðaði sýna skoðun á málin á þennan hátt:Clintons´SC strategy is typical Clinton sleight of hand, adding: When they get their brains beat out here on Saturday they will be able to say they didn´t really try here
Og fyrrverandi ríkisstjóri (Jim Hodges) sagði:
He called the Clinton approach to South Carolina an insurance policy against failure
En þetta bendir auðvitað til að stóri þriðjudagurinn nálgast þar sem 24 ríki halda forval og taugatitringurinn vegna þes sé að byrja að aukast all verulega.
Sjá nánar hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.