Næstu prófkjör í Bandaríkjunum

Ég var búinn að lofa að koma með smá um nýjustu skoðanakannanirnar varðandi útnefningu forsetaframbjóðenda í BNA.

Fyrst ber að telja að málið er dautt hjá Demókrötum í Suður-Karólínu á laugardaginn að því að virðist. Þar er Obama með gott forskot, yfir tíu prósentustig í öllum síðustu könnunum utan einni að því að ég held. Og eins og ég sagði í fyrri færslu þá hefur Clinton meðtekið það og reynir að snúa kosningunni og úrslitunum á einhvern hátt í góðæri framtíðarinnar fyrir sig.

En þá eru það Repúblikanar. Þar er nóg að gerast og ekki endilega hægt að sjá á milli manna þó menn hafi hallast að því síðustu daga að McCain sé forystusauðurinn. Það hefur þó breyst því nú sýna kannanir Mitt Romney á toppnum í Flórida en hann virðist vera sá frambjóðandi sem mest hefur sótt í sig veðrið við brottfall Fred Thompson úr baráttunni. Romney er með 25% en McCain er með 20% og Giuliani 19%. Þar hefur Huckabee gefið nokkuð eftir með 13% nú en hann var á toppnum þar á tímabili fyrir helgi. Eitthvað flæði er þó á milli manna en núna eru stuðningsmennirnir staðfastastir að baki þeirra, sem standa lægst.

Þá er einnig talað nokkuð um það að Giuliani sé að bíta úr nálinni með það að hafa sleppt baráttunni í ríkjunum sem kusu snemma og leggja í staðinn allt kapp á nokkur stór ríki sem kjósa 5. febrúar. Núna sýna kannanir í New York að hann sé vel á eftir McCain þar eða einum 6%. Hann hefur eiginlega verið niður á við í öllum könnunum undanfarið og ætli hann sé ekki hreinlega að sigla úr leik hreinlega.

Síðasti punkturinn er svo sá að menn eru auðvitað farnir að spá í sjálfar forsetakosningarnar í nóvember og para saman frambjóðendurna, hver getur unnið hvern sem sagt. Og merkilegt nokk, samkvæmt þeim könnunum myndu hvort þeirra sem er, Obama eða Clinton, vinna hvaða frambjóðenda Republikana .... nema einn. Hann aftur á móti myndi vinna þau bæði, sama hvort þeirra það væri sem færi fram á móti honum. Þetta er auðvitað hinn háaldraði og síhressi John McCain. Og nú verður manni kalt. Mér finnst þessar pælingar skemmtilegar þó langt sé í sjálfar forsetakosningarnar en þær gera það að verkum að ég er til í hvern sem er í framboð fyrir Repúblikana nema McCain. En annars flott að sjá Romney þá bæta við sig, spurningin er þá í framhaldinu hvert fara atkvæði Giulianis þegar hann dregur sig út?

Meira um svona lagað á næstunni, ég er svo mikið fyrir tölur.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband