Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fyrstu tölur í Suður-Karólínu

Nú hafa birst fyrstu tölur í forvali Demókrata í Suður-Karólínu og þær eru þónokkuð sérstakar að mínu mati.

Obama er með 63%, Clinton 25% og Edwards 12%. Þetta er gríðarlega hátt skor hjá Obama þrátt fyrir að mjög lítill hluti atkvæða liggi að baki þessum hlutfallstölum.

Útgönguspár segja hlutina í svipaða átt en ekki svona mikinn mun reyndar og mér skilst á þeim að Obama hafi náð sér verulega á strik meðal hvítra kjósenda ríkisins. Eins mun yfir helmingur þeirra sem var óákveðinn í vikunni hafa kosið hann.

En meira síðar.


Metþátttaka í forvali

Nú líður að lokum kosningadags í Suður-Karólínu og fyrstu tölur væntanlegar fljótlega upp úr miðnætti. Það hefur vakið athygli að þátttaka í forvalinu er mjög góð en reiknað er með að allt að 350 þúsund manns taki þátt í því sem er um það bil 60 þúsund fleiri en árið 2004. Það er þó tæplega 100 þúsund færri en tóku þátt í forvali Repúblikana á laugardaginn var enda er þetta Repúblikanaríki.

Menn treysta sér ekki til að spá í það hvaða frambjóðanda þessi mikla þátttaka kemur til með að hjálpa í slagnum en það er auðvitað hægt að rýna í það eftirá eins og allar aðrar tölulegar upplýsingar sem þá liggja fyrir.

En að því sögðu, tölur á eftir.


Spaugstofan í kvöld

Það er ekki öllum gefið að geta dansað á línu húmorsins án þess að misstíga sig verulega út fyrir hana og ganga of langt í gríni sínu, svörtu eður ei.

Ég held að spaugstofumönnum hafi tekist þetta ágætlega í kvöld, þó kannsi hafi verið dansað á línunni á köflum. Tekið var á því sem verið hefur í gangi, uppi á yfirborðinu eða undir því og gert þokkalega. Vitað mál var að tekið yrði á atburðum vikunnar, spurningin var bara hver nálgunin yrði og hún slapp.

Raunar fannst mér þetta með betri "stofum" síðari ára, satt best að segja.

En ætli það verði ekki dugleg umræða um stofuna það sem eftir er vikunnar?

Ég held það.


Kosið hjá Demókrötum í dag

Demókratar kjósa í Suður-Karólínu í dag en mér sýnist Obama komi til með að vinna næsta örugglega.  Nýjasta könnun Reuters er Obama með 41%, Clinton 26% og Edwards 19%. Kannanir síðustu 10 daga hafa verið á þann veg að Obama hefur haldið sínu, Clinton verið frekar á niðurleið og Edwards uppávið. En svona líta þær út:

ReutersC-Span/Zogby01/24 - 01/25816 LV412519Obama +16.0
SurveyUSA01/23 - 01/24553 LV433024Obama +13.0
ReutersC-Span/Zogby01/22 - 01/24811 LV382521Obama +13.0
SurveyUSA01/22 - 01/23685 LV452922Obama +16.0
Mason-Dixon01/22 - 01/23400 LV383019Obama +8.0
Reuters/CSpan/Zogby01/21 - 01/23811 LV392419Obama +15.0
Clemson01/15 - 01/23LV272017Obama +7.0
Reuters/CSpan/Zogby01/20 - 01/22811 LV432415Obama +19.0
Rasmussen01/21 - 01/21624 LV432817Obama +15.0

Erfitt er að átta sig á stöðunni í einni könnun heldur er betra að sjá nokkrar saman til að reyna að fá tilfinningu fyrir því hvað er að gerast. Einnig verður að hafa í huga að margt getur gerst á stuttum tíma, jafnvel síðasta sólarhringinn fyrir kosningu. Ég held samt að í þessum lista sé Rasmussen könnunin einna ómarktækust, hún er tekin á einum degi og með minnsta úrtakið. (Taflan er tekin héðan)

Ég set inn tölur í kvöld og kannski einhverja heimatilbúna greiningu á þeim síðar í nótt svo.

Svo er reyndar ein villa í fréttinni. Það er kosið í Flórida hjá Demókrötum á þriðjudaginn eins og Repúblikönum, þær telja bara ekki. Því var eins farið með Michigan um daginn.


mbl.is Kosið í Suður-Karólínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilvitnun næturinnar

Ég held að menn gætu alveg haft eftirfarandi tilvitnun í huga þegar þeir taka þátt í stjórnmálunum í borg óttans. Hún er tekin úr kapphlaupinu um forsetaframbjóðendaútnefningu í hinni stóru Ameríku.

Never get into a wrestling match with a pig, you both get dirty, and the pig likes it

Svo er þetta auðvitað líka spurningakeppni. Hver frambjóðendanna sagði þetta og til hvers beindi hann þessu?


Dauðakoss McCains ?

Nú berjast þeir nánast á banaspjótum Repúblikarnir í forvali sínu, og þetta segir maður eftir að hafa séð einhverjar kurteisustu kappræður þeirra á millum í slagnum fram að þessu. Þær voru nánast eins og fermingarbarnamót.

En það nýjasta nýtt hjá þeim er að nú hefur forystusauðurinn, John McCain hlotið stuðningsyfirlýsingu (endorsement) frá heldur betur sterkum aðila í hinu ameríska fyrirmyndarþjóðfélagi. Þessar stuðningsyfirlýsingar ku vera þónokkuð notaðar og yfirleitt ákaflega vel þegnar. Barac Obama fékk til dæmis eina slíka frá John Kerry núna um daginn (menn töldu reyndar sumir að hefði ekki skipt neinu máli en látum það liggja milli hluta. Nú bregður hins vegar svo við að þessi stuðningsyfirlýsing til handa John McCain er skilgreind sem "kiss of death" eða dauðakossinn á okkar ástkæra og ylhýra.

Það er ekkert minna en hið virta blað New York Times sem veitir honum stuðning sinn á þennan hátt, blað hliðhollt Demókrötum. Þetta fer því ekkert sérstaklega vel í hörðustu Repúblikana en ljóst er af inngangi að þessari stuðningsyfirlýsingu að þeir þurfa nú ekkert að vera neitt sérstaklega hræddir, eða hvað?

We have strong disagreements with all the Republicans running for president

Og meira úr sömu grein

Still, there is a choice to be made, and it is an easy one. Senator John McCain of Arizona is the only Republican who promises to end the George Bush style of governing

Það er ekkert annað.

NYT greinir einnig frá því í dag að það styður Clinton til útnefningar Demókrata og hvetur fólk til að ljá henni atkvæði sitt þann 5. febrúar næstkomandi. Þetta gerir blaðið þó smekklega án þess að setja Obama neitt niður.

By choosing Mrs. Clinton, we are not denying Mr. Obama’s appeal or his gifts

Og áfram

Mr. Obama and Mrs. Clinton would both help restore America’s global image, to which President Bush has done so much grievous harm

Mér líst ágætlega á þetta þó svo að ég sé ekki sammála varðandi Clinton og Obama en ég hef nú alltaf verið aðeins öðru vísi.

Og svona í lokin segir hvers vegna blaðið standi ekki við bakið á Giuliani þar sem það er nú staðsett í New York og þar fær hann það óþvegið...

The real Mr. Giuliani, whom many New Yorkers came to know and mistrust, is a narrow, obsessively secretive, vindictive man who saw no need to limit police power. Racial polarization was as much a legacy of his tenure as the rebirth of Times Square.

Mr. Giuliani’s arrogance and bad judgment are breathtaking...... He fired Police Commissioner William Bratton, the architect of the drop in crime, because he couldn’t share the limelight. He later gave the job to Bernard Kerik, who has now been indicted on fraud and corruption charges.

The Rudolph Giuliani of 2008 first shamelessly turned the horror of 9/11 into a lucrative business, with a secret client list, then exploited his city’s and the country’s nightmare to promote his presidential campaign

Þetta kalla ég að fá það óþvegið, en þetta er auðvitað demókratískt blað er það ekki?


Hinir pólitísku kverúlantar Íslands

Ég veit ósköp vel að þjóðfélagið okkar er lítið og þar af leiðandi ekkert rosalega margir sem geta talist sérfræðingar á hinum og þessum sviðum. Þar af leiðir að þegar tala á um málefni líðandi stundar getur reynst erfitt að hafa ferskleikann í fyrirrúmi og fá nýja sýn á málin frá nýjum sjónarhornum með nýju fólki.

Hins vegar finnst mér arfaslakt þegar sömu einstaklingarnir eru togaðir upp úr sínu þrönga umhverfi, þar sem búið er að skapa þeim einhvers konar stall sem stundum er ekki full innistæða fyrir.

Þess vegna finnst mér alveg kominn tími á að gefa greyið Agnesi Bragadóttir smá frí frá því að vera aðalálitsgjafi RÚV í málefnum líðandi stundar. Hún dúkkar upp reglulega bæði í Kastljósi og Silfri Egils með sitt forherta viðmót þar sem af henni lekur hrokinn og yfirlætið skýn úr hverjum andlitsdrætti. Hver einasta hreyfing hennar segir "ég veit betur en þú, vertu ekkert að reyna að segja eitthvað annað".

Það er kannski hreinlega kominn tími á að RÚV ráði hreinlega fastan sérfræðing í þetta starf, einhvern sem býr yfir þeim eiginleika að vera talinn hlutlaus og heiðarlegum af langflestum. Starfið fælist í því að kryfja til mergjar, kafa undir yfirborðið og koma upp með það sem máli skiptir hverju sinni.

En RÚV er auðvitað ekkert að því, kannski ekkert fyrir það heldur.

En þetta er bara mín skoðun.


Staðan daginn fyrir forval í Suður-Karólínu

Ég heyrði í hádegisfréttum hjá RÚV í dag niðurstöður í skoðanakönnun í Suður-Karólínu um fylgi framjóðenda í forvali Demókrataflokksins. Niðurstöðurnar komu mér svo sem ekkert á óvart þar sem ég hef fylgst dulítið með þeim könnunum sem gerðar hafa verið undanfarið. Það kom mér hins vegar á óvart hvernig hægt var að halda því fram í sömu frétt að fylgi Obama hefði minnkað um 5% síðustu þrjá daga.

Safnkönnun fimm kannana gerðum á bilinu 15.-24. janúar sýna sömu eða svipaðar niðurstöður og sagt var frá hjá RÚV eða Obama 38,2%, Clinton 26,4% og Edwards 19,2%. Munurinn er að RÚV segir fylgi Edwards sé 21% og Clinton 25%.

Ég sé hins vegar ekki að hægt sé að segja það sem sagt var um fylgi Obama í fréttinni nema þá að velja sérstakar kannanir til viðmiðunar sem segja það sem þú vilt segja. Staðreyndin er sú að mikil sveifla hefur verið í könnunum í fylkinu allan janúarmánuð þar sem Obama hefur haft á bilinu 6-20% forskot á Clinton. Sjá hér. (Efst á síðunni eru safnkannanirnar en neðar er hellingur af könnunum síðan í desember 2006).

Minn gamli franski stærðfræðikennari sagði að það væru til þrenns konar lygar. Lygar, helvítis lygar og tölfræði. (Þetta er auðvitað ættað annars staðar frá en frá henni, man bara ekki í svipinn hvaðan, gott ef þetta er ekki í formála tölfræðikennslubókar í menntó). Ég held að þetta eigi við gæti menn ekki hvernig þeir setja hlutina fram.

En það sem kannanir gefa vísbendingu um er að Obama muni sigra prófkjörið í Suður-Karólínu, Clinton dalar heldur og Edwards sækir nokkuð í sig veðrið. Hann stóð sig enda mjög vel í kappræðum þeirra á milli á þriðjudaginn var þó svo að hann ætti erfitt með að ná þeirri athygli sem hann hefði mátt fá.

Það held ég.


Kucinich dregur sig til baka hjá Demókrötum

Núna hefur Dennis Kucinich dregið sig út úr kapphlaupinu hjá Demókrötum. Þetta kemur svo sem ekkert sérstaklega á óvart enda um að ræða svolítið fjarlægan draum hjá honum. Hann hefur þó vakið nokkra eftirtekt og þá sérstaklega fyrir mjög harða mótstöðu við Íraksstríðið og mjög tilfinningaþrungna frammistöðu í kappræðum sem oft voru sæmilega árangursríkar. Hann var þess vegna rödd hins verulega frjálslynda Demókrata.

There is a point at which you just realize that you, look, you accept it, that it isn't going to happen and you move on

Ástæðurnar hjá honum fyrir því að hætta nú eru annars vegar sú að honum var ekki boðin þátttaka í kappræðunum í Nevada ríki og svo hins vegar, sem er auðvitað aðalástæðan, að hann sér nú fram á mjög harða samkeppni um þingsæti sitt í Ohio. Þar hefur hann verið með mjög sterka stöðu og verið kosinn í fimm kosningum en nú þegar hann sækist eftir sjötta skiptinu þá er mjög öflugur andstæðingur að sækja að honum. Hann hefur því sem sagt ekki tíma til að vera að vasast í einhverju forsetaframboði sem blindur maður sér að hann hefur ekkert í að gera heldur þarf hann að sinna kosningabaráttu á öðrum vettvangi.

Mér vitanlega hefur hann ekki kveðið upp úr um stuðning sinn við einhvern hinna frambjóðendanna sem eftir standa. Reyndar er beðið eftir formlegri yfirlýsingu frá honum á morgun um brottgöngu sína úr slagnum.

Það held ég.


Ég er lýðræðissinni

Ég tel mig vera mikinn stuðningsmann lýðræðis þar sem fólk á að geta komið sínum skoðunum á framfæri á ýmsan máta. Það tel ég vera ákaflega mikilvægt að skoðanafrelsi sé virt. En ég er líka á því að ábyrgð fylgi því að hafa slíkt vald með höndum sem hver og einn einstaklingur býr yfir í lýðræðinu.

Að þessu sögðu fannst mér áhorfendur á borgarstjórnarfundinum sem byrjaði nú í hádeginu fara alveg út á ystu mörk þess að misnota valdið sitt. Mótrökin geta kannski verið sú aftur á móti að kjörnu fulltrúarnir hafi gert slíkt hið sama.

Einhverntímann spurði ég hvort hægt væri að segja meira en nóg, ég held að slíkt hafi verið gert í byrjun fundar í dag.

Það held ég.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband