8.4.2009 | 07:57
Bara eitt ad gera
Undir venjulegum kringumstædum væri thad timasoun fyrir forsætisradherra ad eiga eitthvad vid spuna sjalfstædismanna vardandi tungumalakunnattu hennar.
En thad eru ekki venjulegar kringumstædur.
Thvi er bara um eitt ad gera nu fyrir Johønnu, hundskamma hvolpana opinberlega. Audvitad sjalf og a ensku.
Thar fyrir utan voru thad mistøk hja Johønnu ad fara ekki a NATO fundinn, hann var meira en bara uppa punt.
6.4.2009 | 10:03
Fall er fararheill
Eg vona ad thad verdi nyjum framkvæmdastjora NATO fararheill ad hafa fallid illa a sinum fyrsta solarhring i starfinu (tho hann taki ekki vid strax).
Anders greyid datt nefnilega illa i stiga einum a hotelinu sinu i Tyrklandi i nott, thad illa reyndar ad hann for ur lid a øxl og var fluttur med sjukrabil a sjukrahus thar sem "kippt var i lidinn".
Eftirhreytur helgarinnar fra NATO fundinum koma sidan ekkert a ovart. Tyrkir fengu nefnilega ymislegt fyrir sinn snud, adstodarframkvæmdastjorastøduna og sitthvad fleira smalegt. Andstada theirra vid Anders var nefnilega akaflega vel uthugsad sjonarspil til ad fa einmitt ymislegt fyrir sinn snud. Thad var alltaf vitad ad their gætu ekki stødvad utnefninguna og thvi nyttu their ser hlutina til goda.
Thad sem var sidan sagt vera thad sem velti steininum var adkoma Silvio Berlusconi en ekki Obama eda Merkel. Vid thær frettir vard madur reyndar adeins smeykur.
Annars vona eg ad thetta fall verdi Anders Fogh fararheill.
5.4.2009 | 19:21
Forsætisráðherrafrúin
Ég veit ekki með aðra en mér finnst merkilegast við forsætisráðherraskiptin hér í dag að nú hefur Danmörk Færeyska forsætisráðherrafrú, Sólrúnu Jákubsdóttir frá Klakksvík.
Annars sýnist mér að það verði nokkur breyting á stjórnunarháttum með hinum nýja forsætisráðherra. Það verði unnið mýkra að málum og ekki eins augljós foringjastjórnun og var í tíð Anders Fogh.
Þá held ég að Lars Løkke eigi eftir að koma mun sterkari inn í starfið en margir halda og sýna að hann valdi bæði nýju starfi og erfiðum kringumstæðum fyllilega.
Annars var talað um það á léttu nótunum að nú tæki ísbjörninn við af úlfinum hvað svo sem mönnum finnst um það.
19.3.2009 | 18:53
Nýjasti ísinn í Danmörku
Nýjasti ísinn í Danmörku er kúluís. Og heitir Nørrebro-ísinn. Þú mátt sjálfur velja hvað margar kúlur þú vilt.
Der er kommet en ny is på markedet. Den hedder Nørrebro-isen. Du må selv vælge hvor mange kugler du vil have
Svartur húmor sem þeir eiga aðeins af en annars eru frændur vorir oðnir frekar þreyttir á þessum málum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 20:21
Stjórnleysi Samfylkingarinnar
Það virðist Samfylkingunni vera ákaflega erfitt að finna sína Litlu gulu hænu. Enginn vill leiða og stýra flokknum.
Ekki það að mér finnst það vera hættuleg mistök á þeim bænum að leita til Jóhönnu Sig. í þessum efnum. Hún er ekki rétta manneskjan í verkefnið, í þessum efnum er hennar tími liðinn.
Ekki það að fátt er um alvöru kantidata í verkefnið, einhverja sem hafa skýra sýn á framtíðina og jafnaðarmennskuna í formi hugmyndafræði en ekki eiginhagsmunapots.
En hvað getur maður svo sem sagt, flokksmenn, eða þeir sem kusu í prófkjörinu um helgina, höfnuðu starfskröftum annars þess aðila sem hvað skýrasta heildarsýn hefur á hugmyndafræði og hlutverk jafnaðarmannaflokks.
Þar á ég ekki við JBH heldur Pétur Tyrfingsson. Maður sem sett hefur fram skýran hugmyndafræðilegan grunn fyrir verkefni næstu missera og það er eitthvað sem hefur stórlega vantað í pólitíkina undanfarið.... og verður líklega um skeið. Ég held að heimavarnarliðið hafi frekar unnið gegn honum ef eitthvað er og trúi því reyndar.
Að því sögðu ber ég samt þá von í brjósti að Skúli Helgason nái að hrista upp í liðinu.
En að mínu viti er maðurinn til að taka við Samfylkingunni á þessum tímapunkti leiðtoginn í kraganum, Árni Páll Árnason. Held að á þeim bænum sé að finna skýrustu hugmyndafræðina af þeim sem nokkurn veginn til greina gætu komið.
En ætli Sf skjóti sig ekki í fótinn með þetta atriði eins og margt annað.
15.3.2009 | 19:56
Að hlaupa á sig
Þær voru ekkert sérstaklega öruggar þessar heimildir sem fréttamaður RÚV hafði fyrir því að leggja út sigurvegara hjá Framsókn í NA og í leiðinni að búa til frétt um að hinn aðilinn sem sæktist eftir fyrsta sæti myndi hafna í þriðja.
Slæleg vinnubrögð í meira lagi og sýnir að kapp er best með forsjá. Fréttamaður ætti að vita að um svona lagað eru hvorki gefna vísbendingar né úrslit í miðju kafi.
Svanhvíti hefði ég síðan viljað sjá ofar þó svo að hún hafi einungis sjálf óskað eftir stuðningi í fimmta sæti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 20:37
Tølfrædinøldrid
Burtsed fra thvi hver er i hvada sæti i profkjørum dagsins tha er i gangi akaflega bagaleg upplysingagjøf eda frettamennska vardandi tølur ur theim. Nema hvort tveggja se.
Fyrir thad fyrsta er hlalegt i besta falli ad segja tølur i profkjøri eftir ad talin hafa verid tvøhundrud atvkædi thegar heildarfjøldi theirra er talinn i thusundum.
Svo er akaflega bagalegt ad fa ekki upplysingar um thatttøku i profkjørum, hversu margir kusu i hverju thannig ad hægt se ad atta sig a stødunni, ja segjum a midri leid eda jafnvel i lokin eins og eitt fordæmi er fyrir.
Frekar ruglandi upplysingagjøf hver sem astædan er.
11.3.2009 | 19:57
Brandari vikunnar
Það þarf einhvern vel yfir meðallagi í greind, til að útskýra fyrir mér gjörðir og þá röksemdafærslu þeim af hálfu LÍN í minn garð.
Eins og einhverjir námsmenn erlendis, sótti ég um neyðarlán fyrir einhverjum vikum síðan. Stóra fréttin er auðvitað sú að ég fékk úthlutað slíku neyðarláni, líkt og hátt í fimmtíu aðrir námsmenn.
Upphæðin er rúmlega 18 þús. DKR, sem gerir heilmikið fyrir okkur.
En um leið og þessi úthlutun neyðarlánsins á sér stað er framfærsluupphæð vetrarins lækkuð um 10 þús. DKR eða meira en sem nemur helmingi neyðarlánsins.
Þetta er mér illskiljanlegt verð ég að játa. Ég sótti um neyðarlán vegna þess að framfærslulánið dugði ekki vegna aðstæðna. Ég sótti ekki um neyðarlán til að lækka framfærslulánið.
Hver er hugsunin á bakvið lækkunina?
Æi hann fær svo hátt neyðarlán að það má alveg lækka framfærslulán annarinnar
Eða hvað? Þetta er eiginlega svo fáránlegt að það er næstum því broslegt.
7.3.2009 | 19:26
Afhrod Kristjans Møllers
Eda er thad ekki afhrod ad fara ur 69% studningi i efsta sæti Samfylkingarlistans fyrir tveimur arum og i rum 45% studning i sama sæti nu, tveimur arum sidar.
Thetta var bara thvi midur ekki nog. Kristjan Møller er gamaldags fyrirgreidslupolitikus, sem er einmitt su gerd politikusa sem a ad hreinsa ut af Althingi.
Thad er svo lika eftirtektarvert i sjalfu ser ad hinn thingmadur flokksins er settur af.
Annad er eftir bokinni i thessu en personulega sakna eg thess serstaklega ad Thorlakur Axel skuli ekki njota framgangs.
1.3.2009 | 20:27
Vonbrigði vikunnar
Vonbrigði vikunnar eru efnahagstillögur Framsóknarflokksins, því miður. Það jákvæða er þó að flokkurinn lagði fram tillögur í efnahagsaðgerðum, eitthvað sem sárlega vantar og enginn annar hefur gert. Það er nánast eins og það sé tabú að fara eitthvað inn á þá sálma.
En það, að ætla sér 20% niðurfellingu á alla er eitthvað sem gengur ekki upp og kemur hreinlega ekki heim og saman við félagshyggjuna sem flokkurinn á að byggja á og a.m.k. grasrót hans gerir. Rauði þráðurinn í henni er að aðstoða þá sem sárlega þurfa á því að halda en ekki dreifa því sem lagt er í björgunaraðgerðir flatt á alla, burtséð frá erfiðleikastigi því sem barist er við. Ég ætla ekki að segja að þetta sé jafnslæm hugmynd og að prenta peninga en það lætur samt nærri.
Það er alveg tími á það núna að Framsóknarmenn taki "höfuðið úr flokksrassgatinu" og ýti forystunni í rétta átt í þessum málum. Þá á ég við málsmetandi fólk á þeim vígstöðvum, ekki einyrka útí heimi eins og mig.
Að þessu sögðu verð ég hins vegar líka að lýsa yfir vonbrigðum með þann fréttaflutning af þessum tillögum á þann veg að þær kosti þetta og þetta mikið. Efnahagsaðgerðir koma til með að kosta mikla peninga en það verður samt að ráðst í þær.
Ef að þær mega ekki kosta neitt þá er alveg eins gott að hætta að tala um þær og láta hlutina bara ráðast. Það kostar reyndar líka peninga og líklega ekki lægri fjárhæðir.
En vonandi opnar þetta almennilega á þá umræðu hvað gert verði til bjargar heimilum og atvinnulífi.