1.7.2009 | 21:35
Sturlaðar samgöngur
Þetta var kosningaslagorð Sf fyrir ekki alls löngu. Málið er að svona lagað getur bitið mann seinna gæti maður ekki að.
Það er alveg ljóst að það þarf endurskoðun flestra hluta í ríkisútgjöldum og verkefnum með aðkomu ríkisins eins og staðan er í dag.
Þá þarf stórar kaldar ákvarðanir þeirra sem ráða hlutunum.
Á nýja Íslandi átti kjördæmapot að vera fyrir bí, eða var það ekki?
Samt hefur samgönguráðherra ákveðið að taka Vaðlaheiðargöng framyfir endurnýjun Suðurlandsvegar og það í raun án þess að koma með nein raunveruleg svör hvers vegna. Það á hann hreinlega ekki að komast upp með og slíkt ætti að taka fyrir af ríkisstjórn.
Vaðlaheiðargöng eru mikilvæg fyrir nærliggjandi svæði, það er deginum ljósara. En málið er bara svo einfalt að Suðurlandsvegurinn er mikilvægari og því ætti ekki að vera spurning um röðun þessara verkefna.
En enn á ný kemur draugur úr fortíðinni, sem ætti ekki að eiga heima í stjórnmálum dagsins í dag, fram og traðkar á heildarhagsmununum.........og kemst upp með það.
Ég vonaði að það kæmu ný vinnubrögð fram með sitjandi ríkisstjórn en sú von er að engu orðin.
26.6.2009 | 11:38
Thyngra en tarum tekur
Sidustu vikur hafa verid i dekkri kantinum vardandi Islenskt efnahagslif, en tho ekki thad svartasta sem vid høfum sed i gegnum tidina. En thad hefur verid half serstakt ad fylgjast med umrædunni ur fjarlægd. Thad er næstum thetta serislenska fyrirbrigdi ad hun verdur svo afvegaleidd og grundvallarstadreyndir hverfa.
Vardandi Ice-Save malid er thad alveg klart ad setning neydarlaganna sidasta haust gerir thad ad verkum ad thad verdur ekki undan thvi komist ad greida uppsetta abyrgd. Thetta er bara stadreynd, thetta var sett a islenska abyrgdarsjodinn med thvi ad reka thetta sem utibu i stad dotturfelags. Thvi midur er thvi allt tal um ad borga ekki hjom eitt. Thad sem er hins vegar adalatridid i thessu mali nuna eru sjalf samningskjørin og thau eru næstum thvi til skammar. Thar hefur bara ekki verid nad nægilega hagstædri nidurstødu fyrir okkur.
Tharna hefdi att i byrjun ad setja adkomu allra flokka i forgang og setja allan thann mannskap sem møgulegt var af serfrædingum i malid, erlenda eda innlenda, skiptir ekki mali, bara ad lata ekki kæfa sig med ofurefli hinna thjodanna.
Thad sem rikisstjornin hefur lika gert stor mistøk i er ad auka ekki gegnsæi i stjornsyslunni eftir ad hafa tekid vid. Thad atti ad vera eitt af thvi audvelda i malunum og vard ad gerast en var thvi midur kludrad.
Adrar stadreyndir i efnahagnum eru thær ad thad er alveg ljost ad thad tharf ad hækka skatta og draga ur utgjøldum. En ma eg tha frekar bidja um, a thessum timum thegar barist er vid mikla verdbolgu, beinar skattahækkanir en ekki thær obeinu sem fara ut i visitøluna. Thad er ekki a thad bætandi. Vardandi utgjaldasamdratt a sidan i allra, allra sidasta lagi ad fara inn i felags- og tryggingamalaraduneyti og menntamalahluta menntamalaraduneytis. Allta annad er a undan i nidurskurdarrødinni.
Thad skelfilega i thessu øllu saman er sidan thetta einfalda oskipulag sem setti allt a hvolt. Eigendur bankanna lanudu gridarlega fjarmuni til sjalfra sin (til felaga i sinni eigu) an neinna raunverulegra veda. Thetta var adalvandamalid, ekki einhver krosseignatengsl. Og thad var tharna sem eftirlitskerfid islenska brast algjørlega og samt eru menn enntha ad thrjoskast vid med ad engin se abyrgdin. Furdulegt. Alls stadar annars stadar væri buid ad taka a malunum.
Thetta er samt eins og Stein Bagger malid her i Danmørku. Hann fekk otrulega mikid fjarmagn an neinna raunverulegra veda en malid er bara ad hann var einn i rumlega fimm milljona samfelagi en vid satum uppi med ca 15 stykki i thrjuhundrudthusund manna samfelagi.
Og eitt i lokin. Haldi rikisstjornin ad hun hafi einhvern truverdugleika med ad hafa innherjaraduneytisstjorann i starfi er algjør katastrofa. Madurinn a ad reka med thad sama, hann hefur engan truverdugleika en thad er einmitt truverdugleikinn sem tharf ad byggja nyja stjornsyslu Islands a.
Thad sama er uppa tengingnum i Kopavogi. Ad halda thad ad nog se ad setja Gunnar Birgisson af er i besta falli bjanalegt. Thad meirihlutasamstarf a ad enda med thad sama og oddviti Framsoknar a ekki sidur ad segja af ser en Gunnar. Thad eiga einnig fleiri sjalfstædismenn i bæjarstjorninni ad gera og ekki sidur Flosi Eiriksson. Hreinsa ut og fa sma truverdugleika, helst alla flokka sidan saman til ad taka a malunum.
Hratt skautad yfir sidustu vikur hja thjadri thjod.
Thetta er eiginlega thyngra en tarum tekur.
4.5.2009 | 21:06
Snáðarnir
Á Íslandi er ekki bara unnið um helgar við að bjarga bönkum og fjármagnseigendum. Það er líka unnið á næturnar um helgar. Og það þrátt fyrir að afrakstur í formi neyðarlaga sé með því verra sem gert hefur verið á síðari árum.
En ráðherrar vinna sko ekki um helgar við að athuga hvort nokkra mola til bjargar heimilum sé að finna í einhverjum skýrsluræflum frá örugglega óhæfum manni í opinberu embætti.
Það eru til ákvæði hjá mörgum vinnandi stéttum sem kveða á um vinnu út yfir eðlilegan vinnutíma, til bjargar verðmætum.
Ég held að ráðherrar ríkisstjórnarinnar ættu að fara á slíka vakt núna og ekki koma af henni fyrr en eitthvað hefur verið gert.
En einmitt þegar við þurftum á því að halda að ráðherrarnir væru karlar í krapinu virðist svo vera að þeir séu allir með tölu einfaldlega snáðar í snjónum.
Og því fer sem fer.
29.4.2009 | 10:15
Heppin Steinunn Valdis
Thad næsta sem menn hafa komist personukjøri til thessa var ad auka vægi utstrikana fyrir nokkrum arum i kosningaløggjøfinni.
Personulega fannst mer thad god breyting.
Thessari breytingu fylgdi ad thad tharf ekkert rosalega hatt hlutfall til ad hreyfa vid folki a lista, serstaklega i nedri sætum.
I tilfelli Steinunnar Valdisar og Mardar Arna. var um ad ræda 11,12 % kjosenda ad strika yfir nafn Steinunnar til ad Mørdur færdist upp fyrir hana. Hatt i threttan hundrud atkvædi sem sagt.
I sidustu kosningum sau menn i tilfelli Arna Johnsen ad thetta virkar og thvi held eg ad margir kjosendur seu ordnir medvitadir um thetta vopn.
Steinunn Valdis var med hatt i tvøhundrud fleiri utstrikanir en thurfti til ad færa Mørd uppfyrir hana a listanum. Hennar heppnni liggur i thvi ad Mørdur var lika strikadur ut i nokkrum stil.
En skyldu studningsmenn Steinunnar hafa sed thetta fyrir a sidustu metrunum og tryggt sig med ad strika yfir Mørd?
Eg held ad thad se raunin. Mørdur er nefnilega vaskur thingmadur sem hefur ekki verid i skandaladeildinni.
24.4.2009 | 17:15
Skoðanakannanir og væntanleg kosningaúrslit
Það er engin breyting á vanhæfni fréttamanna til að búa til fyrirsagnir um skoðanakannanirnar undanfarnar vikur. Hinir og þessir flokkar stærstir hér og þar og miklar breytingar út og suður þrátt fyrir að oft sé hreyfing og mismunur innan vikmarka. En nóg um það.
Þrátt fyrir að undanfarin ár hafi kannanir farið að liggja nær kosningaúrslitum þá ætla ég að spá því að þessar kosningar verði undantekning þar frá. Ég held að kosningaúrslit bregði verulega frá könnunum síðustu daga en það eru þær kannanir sem ættu að vera marktækastar.
Óvissuþátturinn er auðvitað óvenjulegar aðstæður miðað við undanfarnar kosningar sem mér virðist hafa gefið lægra svarhlutfall sem og mun hærra hlutfall svarenda sem segjast ætla að skila auðu. Þá tel ég einnig fyrirfram að kosningaþátttaka verði lægri en verið hefur. Þessi atriði veikja nokkuð forspárgildi kannananna.
Eftir að hafa grúskað nokkuð í þessum könnunum sem og könnunum og kosningaúrslitum frá fyrri kosningum ætla ég að spá því að úrslit morgundagsins verði töluvert frá könnunum, a.m.k. hjá einhverjum flokkanna.
Ég spái eftirfarandi þingsætafjölda á hvern flokk:
Borgarahreyfing verður ótvíræður sigurvegari kosninga með 7-9 þingmenn.
Sjálfstæðisflokkur bíður algjört afhroð, mun verra en kannanir segja til um, sem var nú samt nokkuð og fær 12-14 þingmenn.
Samfylking kemur betur út en kannanir segja og fær 21-24 þingmenn.
Framsókn verður á svipuðu róli og kannanir segja með 6-8 þingmenn.
VG fer síðan nokkuð niðurfyrir fylgi kannana undanfarna daga og kemur út með 10-15 þingmenn.
Ég er með líkleg nöfn miðað við þetta í reiknilíkaninu mínu en læt vera að flagga því eitthvað. Í lokin spái ég síðan þriggja flokka stjórn í framhaldi kosninga.
21.4.2009 | 18:46
Náði að kjósa í dag
Ég náði að kjósa í dag, hjá ræðismanninum í Horsens. Með smá klækjum reyndar.
Við mættum tímanlega eða korteri fyrir opnum (tímanlega á íslenskan mælikvarða, en ekki endilega danskan).
En konsúllinn var búinn að verja sig ásókn. Lyftan upp á hæðina til hans var læst, fór bara uppá tíundu hæð en ekki elleftu.
Ekki dó maður úr ráðaleysi og tók brunastigann síðustu hæðina.
Auðvitað var hægt að fara í stærri kommúnur í nágrenninu en það er eiginlega lágmark af hálfu konsúls að svara beiðnum um að kjósa sem ég beindi til hans fyrst fyrir einhverjum vikum.
Ætlaði að vera tímanlega en rétt náði þessu í dag eins og áður sagði.
20.4.2009 | 17:51
Hvers getur maður vænst af ólaunuðum starfsmanni?
Ég ætlaði að kjósa í dag, utankjörfundar hér í Horsens eins og fleiri. Ég komst reyndar ekki að til þess frekar en einhverjir aðrir, sem ég hef ekki tölu á.
Í mínum huga hefði verið einfalt að komast hjá þessari uppákomu sem var í dag.
Málið er að hér á svæðinu búa tiltölulega margir Íslendingar, talið í hundruðum. Það gaf alveg augaleið fyrirfram að hálfur annar tími dugði engan veginn til að sinna þeim fjölda sem myndi kjósa. Það versta í því er reyndar að við hjón vorum búin að reyna að ná af ræðismanninum til að kjósa fyrr og komast þannig hjá svona löguðu. Þeim tölvupóstum svaraði hann ekki.
Tímasetningin var síðan annar höfuðverkur. Það er eiginlega lágmark að hafa hluta þess tíma sem boðið er uppá kosningu hjá ræðismanni utan hefðbundins vinnu-/skólatíma.
Ég veit vel að ræðismannsstarfið er ólaunað en þjónusta af þessu tagi verður að vera útfærð betur á álagsstöðum.
12.4.2009 | 09:43
Borin von
Ég held að það sé borin von að sjá Ísland nálgast hin norðurlöndin varðandi pólitíska ábyrgð. Þar á almenningur ekki síðri sök en stjórnmálamennirnir sjálfir. Þeir sitja jú sem fastast af því þeir vita að þeir komast upp með það.
Á Íslandi telja menn málinu lokið varðandi risastyrkveitingarnar, bara vegna þess að þeir sem báðu um styrkina hafa gefið sig fram. Engin grundvallaratriði sem þarf að svara fyrir. Á Íslandi hefur það engin áhrif á stöðu manna stjórnmálalega séð að hafa í raun aflað styrkjanna og skverað þeim þeim inn rétt fyrir gildistöku lagasetningar sem styrkirnir fóru hundraðfalt framúr. Jafnvel þó að þú hafir átt sæti í nefndinni sem samdi lögin.
Hér aftur á móti, eru menn teknir alvarlega í gegn fyrir óvenjulega veiðiferðir í boði fyrirtækja. Jafnvel þó menn séu hættir í pólitíkinni. Á hinum norðurlöndunum segja menn af sér þegar þeir nota opinbert greiðslukort til að kaupa bleiupakka, jafnvel þótt endurgreitt sé.
Endurgreiðsla er nefnilega ekki neitt, einungis hjóm, uppþyrlun ryks í besta falli.
En svo lengi sem stjórnmálamenn á Íslandi telja sér fært að haga sér svona þá gera þeir það. Og sú hegðun er ekki í boði þeirra sjálfara eins og svo margt annað heldur allt of stórs hluta almennings.
10.4.2009 | 14:36
Ein ráðlegging
Þegar menn ætla að ganga hreint til verks og uppræta spillinguna í eigin ranni þá er það ekki sérlega gott veganesti að ljúga að sjálfum sér.
styrkina frá FL Group og Landsbankanum, samtals að fjárhæð 55 milljónir króna, skömmu áður en lög um fjármál stjórnmálaflokka tóku gildi - lög sem flokkurinn hafði haft forystu um að setja
Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki forystu um að setja lögin um fjármál stjórnmálaflokkana. Þvert á móti stóð sá flokkur hvað harðast á móti slíkri lagasetningu og tafði þann þjóðþrifaverknað árum saman.
Ef tiltektin í þeim flokki á að byggjast á lygum held ég að hún sé til einskis gerð.
8.4.2009 | 12:44
Eg vissi ekki!
Eg thekki adeins til reksturs stjornmalaflokka, ekki mikid en samt adeins.
Eg veit nog til thess ad geta haldid thvi fram ad thegar forystumenn stjornmalaflokks, radherrar, segjast ekki hafa vitad af risaframlagi til flokks theirra fra einstøku fyrirtæki tha er thad verulega otruverdugt. Nanast omøgulegt ad trua theim yfirlysingum.
Setjum upphædina adeins i samhengi. Thetta er einstakt framlag sem er rett tæplega 10% tekna arsins 1997 hja flokknum. Thetta er meira en helmingur af framløgum løgadila til flokksins arid 1997...... fra einum løgadila.
Their sem eru i brunni hja stjornmalaflokkum vita af svona framløgum, svo einfalt er thad.