Stjórnleysi Samfylkingarinnar

Það virðist Samfylkingunni vera ákaflega erfitt að finna sína Litlu gulu hænu. Enginn vill leiða og stýra flokknum.

Ekki það að mér finnst það vera hættuleg mistök á þeim bænum að leita til Jóhönnu Sig. í þessum efnum. Hún er ekki rétta manneskjan í verkefnið, í þessum efnum er hennar tími liðinn.

Ekki það að fátt er um alvöru kantidata í verkefnið, einhverja sem hafa skýra sýn á framtíðina og jafnaðarmennskuna í formi hugmyndafræði en ekki eiginhagsmunapots.

En hvað getur maður svo sem sagt, flokksmenn, eða þeir sem kusu í prófkjörinu um helgina, höfnuðu starfskröftum annars þess aðila sem hvað skýrasta heildarsýn hefur á hugmyndafræði og hlutverk jafnaðarmannaflokks.

Þar á ég ekki við JBH heldur Pétur Tyrfingsson. Maður sem sett hefur fram skýran hugmyndafræðilegan grunn fyrir verkefni næstu missera og það er eitthvað sem hefur stórlega vantað í pólitíkina undanfarið.... og verður líklega um skeið. Ég held að heimavarnarliðið hafi frekar unnið gegn honum ef eitthvað er og trúi því reyndar.

Að því sögðu ber ég samt þá von í brjósti að Skúli Helgason nái að hrista upp í liðinu.

En að mínu viti er maðurinn til að taka við Samfylkingunni á þessum tímapunkti leiðtoginn í kraganum, Árni Páll Árnason. Held að á þeim bænum sé að finna skýrustu hugmyndafræðina af þeim sem nokkurn veginn til greina gætu komið.

En ætli Sf skjóti sig ekki í fótinn með þetta atriði eins og margt annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég er nokkuð sammála þér, Ragnar. Ég var reyndar búinn að benda á Þórólf Árnason fvr. borgarstjóra og bróður Árna Páls, en kannske hefur hann fengið sig fullsaddan af störfum fyrir Samfó ?

Það virðist sem leiðtogaefnin, sem Össur segir, renna af færibandi hjá SF, hafi litningagalla. Þessi gallaði litningur veldur því, að þessir ungu menn og konur kunna ekki að taka á sig ábyrgð

foringja; getur ekki tekið á sig rögg og sagt, nú skal ég... !? Nei, það langar marga til þess, en þora engu fyrir næsta manni. Nei, ætli það sé ekki best að ýta Jóhönnu gömlu á foraðið. Hún fer að

hætta bráðum blessunin! Förum heldur í kjör um varaformann, því að það er hverjum manni ljóst, að heilög Jóhanna mun sligast undan þunganum á næstu misserum og þá skal ég !!

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 16.3.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband