Frekar utan við mig

Hann fór algjörlega framhjá mér framboðsfresturinn í prófkjöri Framsóknar í norð-austur kjördæmi nú á dögunum.

Sá hann hvergi auglýstan verð ég að játa.

En þökk sé Kristni H. G. að nú veit ég að ég hef tíma til klukkan tíu í kvöld til að ákveða hvort ég vilji taka slag í mínu gamla kjördæmi, norð-vestur.

Þar er samvinnan ekki alveg dauð eins og hún er nánast fyrir austan Vaðlaheiðina.


Of dyrt?

Thad er ekki of dyrt fyrir rikid ad taka yfir skuldir bankanna og eydsu- og oradsiufylleri theirra sem thar redu rikjum.

En thad er of dyrt ad taka a sig einhverjar skuldir almennings vegna husnædis.

Hver er eiginlega røkfrædin i thessu?


Se ekki alveg naudsynina

Eg se ekki alveg naudsynina i thvi ad bida umsagnar fra Evropusambandinu a sedlabankafrumvarpinu.

Eg er hins vegar anægdur med ad Høskuldur kjosi ad vilja thad thratt fyrir gridarlegan thrysting um annad. Svo lengi sem thad se gert a grundvelli samviskufylgni.

Thad hefur nefnilega verid nanast utdautt fyrirbæri ad Althingismenn hafi gert thad thvi midur og a thann hatt hafa their skapad ægivald radherradæmisins eda i thad minnsta verid medvirkir i theirri skøpun.

En akkurat nuna er thad algjørt aukaatridi hvort thetta frumvarp verdur ad løgum a morgun eda føstudag.

Adalmalid er ad thad vantar ad leggja a bordid haldbærar efnahagsadgerdir næstu manada og thad verdur ad fara ad gerast. Annars hefur ny rikisstjorn brugdist.


Ekki væla

Thad thydir ekkert ad væla um ad adrir seu vondir vid sig.


Krafa fólksins

Það er krafa fólksins í landinu, hins almenna kjósanda, að það verði endurnýjun í þingliði í komandi kosningum.

En það er næstum því pínlegt að fylgjast með því hve margir taka þetta til sín og demba inn í framboðsyfirlýsingar sínar þessa dagana.

Það gæti verið hætt við því í öllum framboðshamaganginum að hin stóra krafa fólksins gleymist. Nefnilega að verklagi í stjórnun landsins og almennum siðum þar verði breytt einnig.

Það er nefnilega ekki nóg að skipta út fólkinu, það þarf líka að hreinsa verklagið.


Ekki sömu mistökin aftur!

Ég vil fá að sjá Framsóknarflokkinn og frambjóðendur hans stíga fram á sviðið þegar kosningabaráttan hefst með skýr skilaboð.

Það fyrsta væri að segja afdráttarlaust að samstarf með Sjálfstæðisflokknum kæmi ekki til greina eftir kosningar. Ekki gera sömu mistökin aftur, þau sem voru gerð 2003.

Þetta eru skýr skilaboð og skýr valkostur.

Ef ég væri í prófkjöri þá væru þetta mín fyrstu skilaboð. Stefnan fengi þá dóm flokksmanna í prófkjörinu.

Síðan vildi ég sjá unnið fyrir heildina en ekki sérhagsmuni þröngs hóps, á félagslegum nótum sem og í anda samvinnuhugsjónarinnar.


Ein spurning

Var ekki Valgerdur buin ad segja sig ur bankaradinu fyrir løngu?

Ef ekki tha er algjørlega gagnslaust ad vera ad thvi nuna.


Ég get boðið mig fram en ég get ekki kosið!

Niðurstaða kjördæmisþingsins í Mývatnssveit í dag eru mér ákveðin vonbrigði.

 Á fjölmennu aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi sem haldið var á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit í dag var ákveðið að kosið yrði um 1.-8. sæti á framboðslista framsóknarmanna fyrir komandi alþingiskosningar á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars 2009 í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í kjördæminu hafa

Þetta hefði þó getað verið verra þannig séð. Málið er bara að þetta fyrirkomulag gefur ekki eins NA kjördæmimikla þátttöku í uppstillingu listans. Það er auðveldara að kjósa í póstkosningu en að mæta á staðinn á kjördæmisþing, þó svo að allir megi mæta. Kjördæmið er gríðarstórt og um langar vegalengdir að fara og færð á þessum árstíma getur verið æði misjöfn. Þessi atriði hamla mætingu fólks verulega á kjördæmisþing.

Að mínu mati fóru framsóknarmenn í NV- kjördæmi og S- kjördæmi rétt að málum með því að ákveða póstkosningu en leiðin sem valin var í NA- kjördæmi hefði helst átt við í Reykjavíkurkjördæmunum.

Þessi niðurstaða þýðir að ég get boðið fram krafta mína á lista í komandi kosningum en ég get engann veginn tekið þátt í að velja listann.


Fordæmi

Ég er sáttur við ákvörðun Valgerðar Sverrisdóttur, sem hún tilkynnti í dag. Ákvörðun hennar er hárrétt og mætti vera öðrum fordæmi, bæði innan flokks sem utan.

Áður hef ég sagt þá skoðun mína að Siv Friðleifsdóttir ætti að fylgja þessu fordæmi en eins og Valgerður segir í yfirlýsingu sinni:

Við þessar aðstæður er eðlilegt að við sem lengi höfum verið ráðherrar og frambjóðendur fyrir Framsóknarflokkinn stígum til hliðar og gerum mögulega nauðsynlega endurnýjun og kynslóðaskipti í stjórnmálunum.

Þetta er það sem máli skiptir, það þarf að skipta um fólk og ekki síður áherslur.

þessi ákvörðun kemur ekki á óvart og er í takt við þjóðfélagsandann núna en um leið virðingarvert að geta lesið það og brugðist við því á þennan hátt.


Blaðamannaverðlaunin

Veiting blaðamannaverðlaunanna er framundan og búið að birta tilnefningarnar.

Gott mál að veita verðlaun þegar innistæða er fyrir því en persónulega finnst mér að dálkurinn "Rannsóknarblaðamennska ársins 2008" eigi að vera auður.

Það er engin rannsóknarblaðamennska á Íslandi, í besta falli fálmkenndar tilraunir í þá átt. Yfirborðskennd sýndarmennska.

Ef þjóðfélagið á að breytast verður að breyta þessu atriði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband