13.2.2009 | 22:00
Val á framboðslista
Á morgun eru kjördæmisþing hjá Framsóknarflokknum í öllum kjördæmum, sameiginlegt reyndar fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö.
Eitt af viðfangsefnunum (aðalviðfangsefnið) er hvernig skuli standa að vali á framboðslista flokksins til komandi Alþingiskosninga.
Fyrir mitt leyti og mitt kjördæmi hefði ég eindregið mælt með því að um póstkosningu á milli frambjóðenda að ræða. Póstkosningu sem ekki væri einskorðuð við flokksbundna félaga heldur mætti fólk utan flokksins taka þátt einnig. Nánari útfærslu er ég ekki með í höfðinu en ekki ætti að vera flókið að finna lendingu í því máli.
Framsóknarflokkurinn tók áskorun frá almennum flokksmönnum og fólkinu um að hreinsa aðeins til, skipta um forystu. Hin krafan er ekki síðri að sem flestir geti komið að uppstillingu lista eða komast eins nálægt persónukjöri og hægt er.
Það þýðir ekki að bjóða uppá handröðun fárra eða afmarkaðs hóps. Nýja forystan verður að svara þessu líka ef hún á ekki að daga strax uppi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2009 | 21:56
Hvað gengur manninum til?
Mér finnst það athyglisvert nú, þegar mikið liggur við í stjórn landsins, hvernig tíma alþingismanna er varið. Karpið, sem fjallað var um í fjölmiðlum í gær virðist því miður vera nokkurs ráðandi og þá hlýtur að mega segja að það standi þarfari atriðum fyrir þrifum.
Mál eru misjafnlega aðkallandi, svoleiðis er það nú bara, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Og það getur verið athyglisvert að skoða hvað verið er að sýsla með á Alþingi, ferli mála og síðan það sem oftast ratar í fjölmiðla, nefnilega fyrirspurnatímana.
Hér gefur að líta fyrirspurn frá Kristjáni Þór Júlíussyni um þróun efnahagsmála.
1. Hver hefur þróunin verið á eftirfarandi sviðum á árunum 19912009:
a. hagvexti,
b. vergri landsframleiðslu, og
c. kaupmætti?
Óskað er eftir að upplýsingar séu birtar fyrir hvert ár, í heild og á íbúa og umreiknað á föstu verðlagi í febrúar 2009.
2. Hvernig hafa á sama tíma þróast:
a. útgjöld ríkisins til heilbrigðisþjónustu,
b. útgjöld til menntamála, og
c. framlög til rannsókna og nýsköpunar?
3. Hvert hefur atvinnuleysi og atvinnuþátttaka verið á árunum 19912009? Óskað er eftir að upplýsingar séu birtar fyrir hvert ár og tilgreint hvaða skilgreining sé notuð við mælinguna.
4. Hver hefur þróunin verið á sömu sviðum og sama tímabili í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og á Kúbu? Óskað er eftir að tölulegar upplýsingar verði á föstu verðlagi og umreiknaðar á íbúa.
Fyrir það fyrsta er tímabilið áhugavert. Stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Er þingmaðurinn að láta vinna þarna fyrir sig kosningabaráttuplagg fyrir flokkinn sinn? Þykist hann vita jafnvel niðurstöðuna? Ef svo væri er um grófa misnotkun tíma að ræða, tíma sem væri betur varið í að taka höndum saman um að komast uppúr núverandi hjólförum.
Hitt athyglisverða atriðið er svo auðvitað Kúba. Af hverju í ósköpum er samanburður við Kúbu. Er hann að bera nýjan fjármálaráðherra við Castró? Það er það lógískasta sem ég get séð í því.
En hvernig væri nú, drengir að koma sér almennilega að verki frekar en að standa í þessu?
11.2.2009 | 11:28
Skelfing dagsins
Thad er næstum thvi pinlegt ad sja Sjalfstædismenn i stjornarandstødu.
Vandlætingin yfir nyju hlutskipti sinu algjør og engin hrædsla vid ad syna hana.
Sidustu tveir aratugir i klom Sjalfstædismanna eiga an vafa ad halda afram ad theirra mati og fair i theirra rødum sem sja sig knuna til ad draga sig i hle.
Vanhæfnin vid ad sja eigin thatt i nuverandi astandi er hropandi. Greinilegt er ad thad a ad keyra a thvi fram ad kosningum og thad versta er ad thad gæti virkad upp ad vissu marki.
10.2.2009 | 20:27
Framboðsmál
Það virðist vera að meirihluti núverandi þingmanna ætli að bjóða uppá starfskrafta sína áfram á sama vettvangi.
Þeir eiga hins vegar eftir að fara í gegnum dóm sinna flokksmanna í forvölum, prófkjörum og uppstillingum og því vænti ég þess að framboð þeirra gömlu verði meira en eftirspurn. Ef ekki er það tóm tugga að það sé andi breytinga í loftinu.
Ég sé hins vegar stórar breytingar hjá Framsókn þar sem flestir þeirra þingmanna sem komið hafa að og borið ábyrgð á starfi flokksins á Alþingi innan ríkisstjórnar ætla að hætta eða hafa þegar hætt. Sumir þekkja sinn vitjunartíma og sjá að það er ekki viðeigandi að halda áfram. Leyfa vindi breytinga að feykja sér burt. Hafa bæði séð og fundið kröfu almennra flokksmanna um breytingar og verða við því. Þar hafa menn, a.m.k. stundum, metið málefni framar eigin áhuga á að sitja áfram og þannig gefið svigrúm fyrir umbeðnar breytingar. "Skipta um forystu í Framsókn" krafan hafði nokkuð með að koma þessu verulega á skrið.
Í þessu samhengi er ég síðan hins vegar fullur vonbrigða með ákvörðun Sivjar um að sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum. Hún er hluti þess, sem átti að breyta í flokknum verandi í forystusveit hans í hartnær áratug. Það er einmitt tímabilið sem verið er að biðja um að skipt verði út og hreint út sagt finnst mér hún ekki vera að lesa hlutina rétt. Þá þarf Birkir Jón að gera skýrt upp við fortíðina.
Annars skoðar maður stöðuna áfram.
9.2.2009 | 10:52
Enn og aftur
Sidmenntadar thjodir vestur Evropu hafa haft thann møguleika fram yfir okkur Islendinga ad geta sent afdankada politikusa a Evroputhingid. Thar hafa their getad verid nanast ad skadlausu og jafnvel gleymdir.
En vid Islendingar høfum thurft ad senda okkar i Sedlabankann og thar eru menn sko ekki skadlausir og gleymdir um thessar mundir.
Serkennum okkar verdur seint fleygt i burtu.
7.2.2009 | 19:04
Maður dagsins er Ingimundur
Ég átti aldrei von á öðru en að Ingimundur Friðriksson myndi verða við bón forsætisráðherrans og hverfa frá starfi sínu sem einn þriggja seðlabankastjóra. Þar fer vandaður embættismaður, sem skynjar að sátt og traust er það sem máli skiptir. Hann er ekki þátttakandi í því að búa til pólitískt moldviðri, veit vel að slíkt gagnast ekki þjóð á heljarþröm.
Eina sem ég get sett út á er að hann skildi ekki bregðast við um leið og bréfið barst en skiljanlega hefur hann viljað ræða málin við formann bankastjórnarinnar. Gæti jafnvel hugsað mér að hann hafi talað því máli að vinnufélagar hans tveir gerðu slíkt hið sama og hann.
En það varð auðvitað ekki og kemur mér heldur ekki á óvart. Nú verður staðið í hatrammri pólitík tengdri við stjórnmálaflokka þegar það er nákvæmlega ekki það sem meirihluti þjóðarinnar vill. Þetta heitir að taka flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni. Um leið er þetta alvarlegur mislestur á ástandið og þjóðarsálina og alvarlegur gjörningur til eyðileggingar almannahagsmuna.
En var ekki annars fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins búinn að viðurkenna að brotthvarf bankastjórnar SÍ væri nauðsynleg með því að biðja þá um að víkja. Varla hefði hann gert það nema hafa sannfæringu fyrir því. Og ef ekki var sannfæring fyrir því þá var einungis um leikfléttu að ræða til að hanga lengur á völdunum. Veit hreint ekki hvort er verra.
Eftir sitja hinir tveir og vígbúast til pólitísks stormviðris. Það er ekki nema von að menn klóri sér í höfðinu hér úti.
6.2.2009 | 23:48
Áhugaverður tími
Ég verð að játa það að þrátt fyrir erfiða tíma gef ég mér færi á því að létta mér stundirnar.
Mér finnst til dæmis skemmtilegur tími í hliðarpólitíkinni um þessar mundir og þar að tala um framboðsyfirlýsingar í komandi prófkjörum eða listauppstillingum flokkanna fyrir komandi kosningar.
Fyrir það fyrsta finnst mér áhugavert að sjá hver vill hvaða sæti hjá hverjum og hvar.
Síðan er áhugavert að skoða hvern þann einstakling sem býður sig fram, það er að reyna að sjá fyrir hvað hann stendur og hvernig hann hefur staðið sig í þeim málum sé um slíkt að ræða.
Svo er ekki síður áhugavert finnst mér, að sjá hvernig mönnum reiðir af eftir að allt er til lykta leitt. Hvernig menn taka niðurstöðunum þegar þær líta dagsins ljós.
Aldrei að vita nema maður eyði nokkrum færslum í þetta á næstunni ef tími vinnst til.
Ég er þeirrar skoðunar að þeir þingmenn sem setið hafa lengur en 6 ár þurfi til dæmis að hafa verulega sterk rök fyrir því að fá brautargengi, bæði frá þeim sem velja þá á framboðslista og síðan í sjálfum kosningunum. Þeir þurfa að standa skil á mörgum atriðum nefnilega og úr ýmsum áttum.
6.2.2009 | 19:57
Ef þú fellur
Ef þú fellur á bílprófinu þínu þá færðu ekki ökuskírteini, einfalt mál.
Ef þú fellur í hæfnismati FME, hvað þá. Klapp á bakið og haltu áfram skilaboð.
Var vandamálið kannski ekki regluverkið heldur að það var ekki starfað eftir því vegna vanþekkingar? Og hver átti að hafa eftirlit með því?
Þetta er eiginlega að verða lyginni líkast.
5.2.2009 | 13:00
Það sem er ekki á dagskrá
Það var varla búið að afhenda nýjum ráðherrum ráðuneytislyklana þega Össur og Kolbrún voru farin að mistúlka texta stjórnarsáttmálans. Þetta virðist vera sérfræðisvið Samfylkingarfólks.
Málið er bara að þau voru að eyða kröftum sínum í eitthvað algjörlega óþarft, tímaþjóf sem enginn hefur neitt með að gera nákvæmlega núna.
Núverandi ríkisstjórn hefur annað og meira að gera heldur en karpa um álver á Bakka og orkusölu af Þeistareykjasvæðinu. Næstu þrír mánuðir í yfirstjórn landsins hafa ákaflega lítið með það að gera. Önnur atriði eru hreinlega meira aðkallandi og þurfa skjótari úrlausnar við.
Þeim tveimur er að vísu pínu vorkunn því fjölmiðlar áttu nú sinn þátt í þessari uppákomu.
3.2.2009 | 21:07
Hvenær hófst fjármálakreppan?
Ágætis samantekt um tímaröð fjármálakreppunnar er að finna á vef DR. Þetta er eiginlega upphafið og helstu atriði síðan.
Den internationale finanskrise kan spores tilbage til de amerikanske sub-prime lån. Sub-prime lån var særlige højrisiko lån, der blev udstedt til folk med lav indkomst og dårlig eller ingen kreditværdighed.
Og Ísland auðvitað með.
Den 7. oktober enedes det islanske parlament om at vedtage en vidtrækkende redningspakke. Loven, som træder i kraft med øjeblikkelig virkning, giver staten muligheden for uhindret at intervenere i landets kriseramte banker. Den islanske statsminister annoncerer til Altinget, er der er mulighed for at nationen går bankerot.
10. november: Island har formelt henvendt sig til EU-Kommissionen for at få
finansiel hjælp, efter at finanskrisen har slået vulkanøen ud af økonomisk kurs.
16. december: Nye tal for Island viser, at i lyset af finanskrisen, støtter hele 47 procent af islændingene op om et EU-medlemskab, mens 32 procent af indbyggerne på den kriseramte klippeø siger nej.
26. januar: Islands hidtidige statsminister, Geir Haarde, som står i spidsen for Selvstændighedspartiet, afleverer sin afskedsbegæring, efter at flere forsøg på at redde regeringskoalitionen er mislykkedes. Han oplyste, at sammenbruddet i regeringen skyldtes presset fra den finansielle krise.
1. februar: Island får en ny koalitionsregering, der skal lede landet frem til valget i april. Koalitionsregeringen består af Socialdemokraterne og De Venstregrønne, med Jóhanna Sigurdardóttir som statsminister. Sigurdardóttir lægger ud med at sige, at de straks vil begynde arbejdet med at forsøge at få Island ud af sin økonomiske krise.