Forsætisráðherrafrúin

Ég veit ekki með aðra en mér finnst merkilegast við forsætisráðherraskiptin hér í dag að nú hefur Danmörk Færeyska forsætisráðherrafrú, Sólrúnu Jákubsdóttir frá Klakksvík.

Annars sýnist mér að það verði nokkur breyting á stjórnunarháttum með hinum nýja forsætisráðherra. Það verði unnið mýkra að málum og ekki eins augljós foringjastjórnun og var í tíð Anders Fogh.

Þá held ég að Lars Løkke eigi eftir að koma mun sterkari inn í starfið en margir halda og sýna að hann valdi bæði nýju starfi og erfiðum kringumstæðum fyllilega.

Annars var talað um það á léttu nótunum að nú tæki ísbjörninn við af úlfinum hvað svo sem mönnum finnst um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda ekur Lars Løkke um  á grænum baunum sbr. kvittunum!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 19:41

2 identicon

Nyrup Rasmussen

Fogh Rasmussen

Lökke Rasmussen

Þetta eru þrír síðustu forsætisráðherrar Dana

Ó, Rasmus, ó Rasmus, tú er gamal drongur...............

Glúmur (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband