Gott á Danina

Miðað við hvernig Danir nálguðust leikinn þá var þetta jafntefli ákaflega gott á þá. Eftir tvo fyrstu leikina með eitt stig í farteskinu þá voru menn að spá í framhaldið og niðurstaðan var: við erum Evrópumeistarar auðvitað förum við áfram. Svo var alltaf undirliggjandi í umræðunni að Ísland væri ekki það erfiðir viðureignar.

Leikurinn sjálfur var síðan í ekki sérstaklegum gæðum en ég ætla að hrósa dómgæslunni, hún var góð. Sama línan í gegnum leikinn og rauða spjaldið hárrétt. Við sluppum reyndar við brottrekstur þegar rúmar sex mínútur voru eftir en vítið í restina var síðan rétt þrátt fyrir að Wilbek væri ósáttur með það og þulir og sérfræðingar DR væru á öðru máli. Það mætti benda þeim á að Ísland fékk dæmt á sig nákvæmlega eins víti fyrr í seinni hálfleiknum.

Staðan er sem sagt þokkaleg fyrir framhaldið og krafa um sigur á Egyptum á mánudag.


mbl.is Jafntefli gegn Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu alveg vitlaus ??? ... þetta rauða spjald var ekki rétt, og ef þér finnst það vera rétt þá átti að reka danan útaf sem braut á Alexanderi. Svo ekki sé minnst á hvernig farið var með Róbert á línunni þar sem hann var tekinn miskunarlaust niður án þess að dómararnir gerðu neitt, svo var Fúsi rekinn útaf í 2 mín. fyrir minna brot en það ?!? ... það var ekki sama lína í gegnum leikinn

Bjarni Viðar (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband