Og hvað finnst Dönum almennt um atburði dagsins?

Ég bara verð að setja hérna inn nokkrar athugasemdir sem Danir hafa sett inn um fjölmiðlaumfjallanir leiksins. Það er bara ágætur húmor í þeim af og til.

Krig,, NU!

Island tilbage under Danmark. Kom så drenge,, lad os tage op og erobre øen tilbage. De skal fanme ikke behandle Ulle på den måde,, den lille mandsling kan jo ikke slå en flue ud af kurs,, så må vi andre jo træde til,, har de overhovedet en hær?

 Maður ætti kannski að segja þeim að við höfum ekki hervernd lengur, reyndar einhverjir samningar í gangi við einhverjar Evrópuþjóðir er það ekki? Kannski við Danina sjálfa, þá gæti þetta verið áhugavert!

Nu må de danske håndbold fans altså lige sætte sig ind i håndboldens regler

Hvis mand som forsvarsspiller hopper inde fra sit eget felt for at forsvare et skud fra en spiller fra det modsatte hold skal der dømmes straffekast.

Men det ved åbenbart hverken den danske landstræner eller danske håndbold fans!

Stop nu det piveri,Island som har nogenlunde det samme indbyggertal som Aalborg har spillet et godt OL og Danmark kunne bare ikke på dagen slå dem,giv da modstanderen noget kredit i stedet for at pive over dommerene som en flok slattne kyllinger

Mergurinn málsins með vítið en ég hélt að það byggju fleiri í Álaborg. "Slatne kyllinger" er svo svakalega flott að enda athugasemdina á.

De skide svenskere har sgu aldrig villet Danmark det noget godt. Gid deres rådne land må synke i havet!

Einn á móti dómurunum. Gamla tuggan um dómarana var tuggin á visir.is í dag þar sem sagt var að dómgæslan hefði komið jafnt niður á báðum liðum. Það heitir að sama línan var í gegnum dómgæsluna í leiknum.

Island slåede sverige i en omkamp. derforfor kommer de med til ol. kun de 16 bedste ven!

Samsæriskenningarnar aldrei langt undan, snilld.

Så meget snak om at være favoritter, og aldrig har vi været så stærke. Vor herre bevars - de danske spillere, spiller som en stor sæk katofler. Fuldstændigt uden hjerte og gejst. Wilbek den store coach, nu er det slut for ham. Der skal helt nye kræfter til

Mergur málsins held ég. Hrokinn var til staðar hjá þeim, þeir voru sterkastir fyrirfram og Evrópumeistarar eins og ég sagði í síðustu færslu og ég held að hafi verið haft eftir Ólafi Stefáns í mbl. viðtali eftir leik í dag.

En endum á tuggu Wilbeks við danska fjölmiðla í dag:

Det er simpelthen tyveri. Der er årets størtste angrebsfejl og ikke straffe. Vi spiller en god kamp, men sejren bliver taget fra os til sidst

Þetta var línan hans í dag, í öllum blöðum og öllum sjónvarpsviðtölum. Þeir voru líka nokkrir, leikmennirnir sem tóku undir það með honum en framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins var á öðru máli og hæverskari. Kannski sá hann hlutina í réttu ljósi.

En eins og Guðjón Valur sagði við Wilbek "if you can´t look me in the face then fuck off".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ég held að íbúar Álaborgar séu færri en íbúar Íslands, ég hef alltaf heyrt að íbúar Árósa kommúnu væru ca 300 þús, eins og Íslendingar.

Rúnar Birgir Gíslason, 20.8.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband